Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. vísir/eyþór Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira