Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með góðri samvisku Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. október 2017 22:34 Geir Jón segir að framkoma Sigríðar og Haraldar Johannessen sé einsdæmi í sögunni. Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann. Kosningar 2017 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira
Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann.
Kosningar 2017 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira