Annmarkar á þremur framboðum í tveimur kjördæmum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. október 2017 19:45 Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum. Kosningar 2017 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira
Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.
Kosningar 2017 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira