Vinstri græn langstærst í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2017 00:00 Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira
Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41
Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57