iglo+indi með tískusýningu í Flórens Ritstjórn skrifar 21. janúar 2018 10:45 Myndir: Giovanni Giannoni fyrir Pitti Bimbo Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hélt sína fyrstu tískusýningu í Flórens á föstudaginn, þar sem sýndar voru valdar flíkur úr haust/vetrarlínunni 2018. iglo+indi tekur þátt í Pitti Bimbo sem er ein virtasta barnafatasýning í heiminum, svokölluð tískuvika barnafatageirans. „Okkur var boðið að taka þátt en átta merki sýndu átta dress hvert á sýningunni. Pitti Bimbo er haldin tvisvar á ári í Flórens, 552 vörumerki sýna haust/vetrarlínunarnar og hingað koma yfir þúsund innkaupastjórar og yfir 400 blaðamenn frá 22 löndum. Það eru haldnar þrjár tískusýningar og þær vekja mikla athygli. Þetta er annað skiptið sem við tökum þátt á Pitti Bimbo en fyrsta skiptið sem við höldum tískusýningu. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er mikill heiður að fá að taka þátt." segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður og stofnandi iglo+indi. iglo+indi fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og segir Helga þetta vera mikilvægt skref í að styðja við vöxt merkisins á alþjóðlegum vettvangi. Línan sem var sýnd á tískusýningunni kemur ekki í verslanir fyrr en í ágúst en vor- og sumarlínan er væntanleg í byrjun febrúar. We're bursting with excitement over our first ever FASHION SHOW that will take place at 2pm in Sala Della Ronda at PITTI BIMBO #igloindi #igloindiaw18 #fashionshow #pittibimbo #dawntilldusk #icelandicdesign #pitti #kidsfashion A post shared by iglo+indi (@igloindi) on Jan 19, 2018 at 3:49am PST iglo+indi KidzFizz fashion show prep #igloindi #love #icelandicdesign #madeinportugal #pittibimbo #florence #fashionshow A post shared by Helga Olafs (@helga_olafsdottir) on Jan 18, 2018 at 2:09am PST Mest lesið Von á barni hjá Kim Kardashian West og Kanye West Glamour Silfur og gull á Met Gala Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Rauð götutíska í París Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Jenner systurnar með fatalínu fyrir Topshop Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour 85 ára fyrirsæta stal senunni á tískuvikunni í París Glamour Sólgleraugnatrendin fyrir sumarið Glamour
Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hélt sína fyrstu tískusýningu í Flórens á föstudaginn, þar sem sýndar voru valdar flíkur úr haust/vetrarlínunni 2018. iglo+indi tekur þátt í Pitti Bimbo sem er ein virtasta barnafatasýning í heiminum, svokölluð tískuvika barnafatageirans. „Okkur var boðið að taka þátt en átta merki sýndu átta dress hvert á sýningunni. Pitti Bimbo er haldin tvisvar á ári í Flórens, 552 vörumerki sýna haust/vetrarlínunarnar og hingað koma yfir þúsund innkaupastjórar og yfir 400 blaðamenn frá 22 löndum. Það eru haldnar þrjár tískusýningar og þær vekja mikla athygli. Þetta er annað skiptið sem við tökum þátt á Pitti Bimbo en fyrsta skiptið sem við höldum tískusýningu. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er mikill heiður að fá að taka þátt." segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður og stofnandi iglo+indi. iglo+indi fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og segir Helga þetta vera mikilvægt skref í að styðja við vöxt merkisins á alþjóðlegum vettvangi. Línan sem var sýnd á tískusýningunni kemur ekki í verslanir fyrr en í ágúst en vor- og sumarlínan er væntanleg í byrjun febrúar. We're bursting with excitement over our first ever FASHION SHOW that will take place at 2pm in Sala Della Ronda at PITTI BIMBO #igloindi #igloindiaw18 #fashionshow #pittibimbo #dawntilldusk #icelandicdesign #pitti #kidsfashion A post shared by iglo+indi (@igloindi) on Jan 19, 2018 at 3:49am PST iglo+indi KidzFizz fashion show prep #igloindi #love #icelandicdesign #madeinportugal #pittibimbo #florence #fashionshow A post shared by Helga Olafs (@helga_olafsdottir) on Jan 18, 2018 at 2:09am PST
Mest lesið Von á barni hjá Kim Kardashian West og Kanye West Glamour Silfur og gull á Met Gala Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Rauð götutíska í París Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Jenner systurnar með fatalínu fyrir Topshop Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour 85 ára fyrirsæta stal senunni á tískuvikunni í París Glamour Sólgleraugnatrendin fyrir sumarið Glamour