Dagur og Heiða efst á lista Samfylkingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:26 14 voru í framboði en fimm hluti bindandi kosningu á lista. Mynd/Eva H. Baldursdóttir Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Kosningu lauk kl. 19 í dag, laugardaginn 10. febrúar, og kusu 1852 félagsmenn í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7. Atkvæði í fimm efstu sæti féllu þannig: 1. sæti: Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði í fyrsta sæti, eða 87 prósent 2. sæti: Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrsta og annað sæti 3. sæti: Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti 4. sæti: Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti 5. sæti: Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti Úrslit kosninganna í heild sinni má sjá í töflunni hér að neðan.Samfylkingin14 voru í framboði og samkvæmt reglum um flokksvalið áttu kjósendur að greiða 8 til 10 frambjóðendum atkvæði. Niðurstaðan er bindandi fyrir efstu fimm sætin.Hörð barátta um 2.-4. sætið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf einn kost á sér í forystusæti listans og hreppti það. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi sóttust báðar eftir öðru sætinu. Þá var hörð barátta um þriðja sætið en þrír sóttust eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki vildi Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi þriðja til fjórða sæti. Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi þar sjö fulltrúa.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02 Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Kosningu lauk kl. 19 í dag, laugardaginn 10. febrúar, og kusu 1852 félagsmenn í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7. Atkvæði í fimm efstu sæti féllu þannig: 1. sæti: Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði í fyrsta sæti, eða 87 prósent 2. sæti: Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrsta og annað sæti 3. sæti: Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti 4. sæti: Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti 5. sæti: Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti Úrslit kosninganna í heild sinni má sjá í töflunni hér að neðan.Samfylkingin14 voru í framboði og samkvæmt reglum um flokksvalið áttu kjósendur að greiða 8 til 10 frambjóðendum atkvæði. Niðurstaðan er bindandi fyrir efstu fimm sætin.Hörð barátta um 2.-4. sætið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf einn kost á sér í forystusæti listans og hreppti það. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi sóttust báðar eftir öðru sætinu. Þá var hörð barátta um þriðja sætið en þrír sóttust eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki vildi Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi þriðja til fjórða sæti. Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi þar sjö fulltrúa.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02 Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00
Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02
Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30