Mikil aukning í úrkomu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 14:15 Frá aldamótunum 1900 hefur íshellan á Suðurskautslandinu bætt við sig fjórtán milljörðum tonna af massa á áratug vegna aukinnar úrkomu. Vísir/AFP Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Sjá meira
Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02