Þróunarríki í hættu vegna hlýnunar íhugi að loka á sólarljós Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 11:36 Ein hugmynd til að berjast gegn loftslagsbreytingum er að loka á sólarljós með því að dreifa brennisteinsögnum hátt í lofthjúpnum. Áhrif slíkra aðgerða væru hins vegar ófyrirsjáanleg og óvíst hvort að heildaráhrif yrðu gagnleg eða skaðleg. Vísir/AFP Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Sjá meira
Tólf vísindamenn frá þróunarríkjum segja að þau verði að taka við keflinu í rannsóknum á leiðum til að vinna gegn hnattrænni hlýnun, þar á meðal umdeildri hugmynd um að dæla rykögnum út í andrúmsloftið til að loka á sólarljós. Sérfræðingar hafa varað við því að ríki heims hafi náð svo litlum árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun að menn verði að reiða sig á nýja tækni til þess að soga koltvísýring úr andrúmsloftinu ef ætlunin er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C. Slík tækni er hins vegar skammt á veg komin og alls óljóst hvort hún geti nokkurn tímann orðið hluti af raunverulegri lausn á loftslagsvandanum. Enn umdeildari eru hins vegar hugmyndir um svonefnda umhverfisstýringu [e. geoengineering], stórfelldar aðgerðir til að hafa áhrif á náttúruna til að vega á móti loftslagsbreytingum. Af þeim meiði eru hugmyndir um að dæla miklu magni rykagna út í andrúmsloftið sem myndu endurvarpa sólarljósi út í geim og draga þannig úr hlýnun við yfirborð jarðar líkt og gerist af völdum ösku frá eldgosum.Taki frumkvæðið að rannsóknum Um þessa aðferð skrifa tólf fræðimenn frá löndum eins og Bangladess, Brasilíu, Kína, Eþíópíu, Indlandi, Jamaíka og Taílandi í grein í vísindaritinu Nature sem birtist í vikunni. Þar segja þeir að fátæk ríki sé berskjölduðust fyrir loftslagsbreytingum og að þau ættu að taka virkari þátt í baráttunni gegn þeim. „Hugmyndin í heild er frekar klikkuð en hún er smám saman að ná fótfestu í fræðiheiminum,“ segir Atiq Rahman, yfirmaður Æðri rannsóknarmiðstöðvar Bangladess, við Reuters. Bangladess er eitt þeirra ríkja sem er í mestri hættu vegna hækkunar yfirborðs sjávar sem fylgir bráðnun jökla og hlýnun hafsins. Þannig vilja þeir að þróunarríki taki frumkvæðið að rannsóknum á verkfræðilegum leiðum til að draga úr styrk sólarljóss sem fram að þessu hafa aðallega farið fram í háskólum eins og Harvard og Oxford fram að þessu. Aðferðir þessar gætu hins vegar reynst tvíeggja sverð og þetta viðurkenna vísindamennirnir. Tæknin sé umdeild og of snemmt sé að segja til um hvort að heildaráhrifin yrðu jákvæð eða neikvæð.Reuters-fréttastofan segir að nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál lýsi efasemdum um sólarumhverfisstýringu í skýrslu sem kemur út í október. Tæknin gæti verið „efnahagslega, félagslega og stofnanalega óframkvæmanleg“. Á meðal skaðlegra áhrifa sólarumhverfisstýringar gæti verið röskun á veðurkerfum, erfitt gæti reynst að stöðva breytingarnar eftir að þeim er hrundið af stað og þá gæti tæknin dregið úr vilja ríkja til að færa sig úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45