Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:18 Vísir/valli Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið [email protected] og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið [email protected] og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira