Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, uppskar mikla reiði fyrir að klæðast jakka með áletruninni: „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Talskona Melaniu sagði að það hafi verið hrein tilviljun að hún valdi þennan jakka við þetta tilefni, þetta hafi bara verið eitthvað sem hún fann í fataskápnum. Fréttaskýrendur segja það áhugavert í ljósi þess að flíkin kostar aðeins 39$ dollara og var sett á markað af tískukeðjunni Zöru í fyrra. Donald Trump forseti og eiginmaður Melaniu sagði hins vegar á Twitter að það væri ekki rétt að jakkinn hafi verið handahófskennt val. Þvert á móti hafi Melania verið að senda sterk skilaboð til almennings um að trúa ekki því sem stendur í fjölmiðlum. Samhengið er ekki öllum augljóst, sérstaklega þar sem forsetahjónin eru nú tvísaga. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem fataval eða tíska veldur leiðtogum vandræðum.Aðeins of langt gengið hjá Trudeau?Vísir/EPAJustin Trudeau Forsætisráðherra Kanada, var að eigin sögn bara að reyna að sýna aðdáun sína á indverskri menningu í opinberri heimsókn sinni til Indlands fyrr á árinu. Mörgum þótti Trudeau hins vegar ganga full langt þegar hann klæddi sig og alla fjölskyldu sína upp í nokkrar mismunandi indverskar múnderingar áður en þau spókuðu sig í ferðinni. Á sumum myndum mátti sjá Trudeau og fjölskyldu í fullum skrúða á meðal Indverja sem sjálfir voru í látlaus jakkaföt. Voru hjónin sökuð um að vera í búningaleik í ferðinni.Líkindin eru svo ótrúleg að sumir neita að trúa að um tilviljun hafi verið að ræðaVísir/TwitterKatrín hertogaynja Á dögunum stóð Katrín, hertaogaynja af Cambridge, á tröppunum fyrir utan fæðingadeildina með þriðja barn hennar og Vilhjálms Bretaprins. Einhverjum fannst kjóll hennar kunnuglegur við fyrstu sýn. Þegar betur var að gáð reyndist Katrín klædd í svo gott sem nákvæmlega eins kjól o aðalpersónan í hryllingsmyndinni Rosemary‘s Baby. Söguþráður myndarinnar gengur út á að Rosemary, sem er leikin af Miu Farrow, er nauðgað af djöflinum og gengur með andkrist undir belti. Ekki bestu hugrenningartengsl sem hægt er að hugsa sér við þetta tækifæri.Þjóðin beið þess sennilega aldrei bætur að hafa séð forseta sinn svona til faraVísir/GettyBarack Obama Síðasti Bandaríkjaforseti sætti oft harðri gagnrýni fyrir hluti sem virtust smávægilegir fyrir utanaðkomandi. Sem dæmi má nefna ljósbrún jakkaföt sem Obama vogaði sér að klæðast opinberlega árið 2014. Repúblikanar og fréttastöðin Fox News gagnrýndu fatavalið harðlega og sögðu það til marks um að forsetinn tæki hlutverk sitt ekki alvarlega. Þá væri það vanvirðing við fallna hermenn og hvaðeina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands lendir á listanum fyrir einskæra óheppni.Sigmundur í sínum ósamstæðu skómVísirSvo illa vildi til árið 2013 að vinstri fótur Sigmundar bólgnaði upp vegna sýkingar rétt áður en hann átti að ganga á fund Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu ásamt öðrum leiðtogum Norðurlandanna. Sigmundur ætlaði að vera í lakkskóm en vegna bólgunnar komst hann ekki lengur í vinstri skó sinn og því var brugðið á það ráð að senda aðstoðarmann út í búð til að kaupa rúmgóða og þægilega strigaskó. Af einhverjum ástæðum ákvað hann samt að vera áfram í hægri skónum og mætti því á fundinn í ósamstæðum skóm sem vakti athygli.Karl Gústaf er kannski heppinn að hafa ekki fæðst á þeim tíma þegar þetta var daglegur fatnaðurSVTKarl Gústaf Svíakonungur Kóngurinn ákvað að setja upp víkingahjálm við opnun sögusafns um víkingaöldina. Þótti kóngsi heldur afkáralegur með höfuðfatið.Þjóðarmussa Perú fór forsetanum ekki alveg nógu vel.Vísir/EPAGeorge W. Bush Bush var svo óheppinn að koma oft kjánalega fyrir á ljósmyndum. Það var sérstaklega áberandi þegar hann sótti APEC fundi, þar sem hefðin er að þjóðarleiðtogar klæðist hefðbundnum klæðnaði gestgjafanna. Kínaföt Bush þóttu alveg nógu spes en steininn tók úr þegar hann leit út eins og mexíkóskur bandíti í þjóðarmussu Perú.Þessi ljósmynd þótti einfaldlega svo kjánaleg að enginn treysti sér til að kjósa Dukakis.Vísir/WikimediaMike Dukakis Ein ljósmynd gerði út af við stjórnmálaferil Dukakis, sem atti kappi við George Bush eldri í forsetakosningunum 1988. Hann var eins og álfur út úr hól með hermannahjálm í skriðdreka.Björn Leví GunnarssonÁstæðan fyrir skóleysi Björns er að honum verður of heitt að sitja jakkaklæddur í þingsalnum en það verður þolanlegt ef skórnir eru teknir af.Vísir/Ernir EyjólfssonKollegi Björns á þingi, hinn síkáti Brynjar Níelsson, upplýsti þjóðina um að Björn væri oft skólaus í þingsalnum. Hann ætti það til að flytja ræður úr pontu Alþingis á sokkaleistunum. Þjóðin saup hveljur og Brynjar líkti Pírötum almennt við niðursetninga. Dæmi eru um að þingmenn hafi verið sendir heim til að skipta um föt. Það kom fyrir Elínu Hirst, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem mætti í gallabuxum og var beðin um að fara ekki inn í þingsalinn í slíkum klæðnaði. Tengdar fréttir Melania Trump vildi sjá ástandið með eigin augum Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna flaug óvænt til McAllen í Texas í dag til þess að bera augum ástandið sem skapast hefur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 18:00 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, uppskar mikla reiði fyrir að klæðast jakka með áletruninni: „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Talskona Melaniu sagði að það hafi verið hrein tilviljun að hún valdi þennan jakka við þetta tilefni, þetta hafi bara verið eitthvað sem hún fann í fataskápnum. Fréttaskýrendur segja það áhugavert í ljósi þess að flíkin kostar aðeins 39$ dollara og var sett á markað af tískukeðjunni Zöru í fyrra. Donald Trump forseti og eiginmaður Melaniu sagði hins vegar á Twitter að það væri ekki rétt að jakkinn hafi verið handahófskennt val. Þvert á móti hafi Melania verið að senda sterk skilaboð til almennings um að trúa ekki því sem stendur í fjölmiðlum. Samhengið er ekki öllum augljóst, sérstaklega þar sem forsetahjónin eru nú tvísaga. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem fataval eða tíska veldur leiðtogum vandræðum.Aðeins of langt gengið hjá Trudeau?Vísir/EPAJustin Trudeau Forsætisráðherra Kanada, var að eigin sögn bara að reyna að sýna aðdáun sína á indverskri menningu í opinberri heimsókn sinni til Indlands fyrr á árinu. Mörgum þótti Trudeau hins vegar ganga full langt þegar hann klæddi sig og alla fjölskyldu sína upp í nokkrar mismunandi indverskar múnderingar áður en þau spókuðu sig í ferðinni. Á sumum myndum mátti sjá Trudeau og fjölskyldu í fullum skrúða á meðal Indverja sem sjálfir voru í látlaus jakkaföt. Voru hjónin sökuð um að vera í búningaleik í ferðinni.Líkindin eru svo ótrúleg að sumir neita að trúa að um tilviljun hafi verið að ræðaVísir/TwitterKatrín hertogaynja Á dögunum stóð Katrín, hertaogaynja af Cambridge, á tröppunum fyrir utan fæðingadeildina með þriðja barn hennar og Vilhjálms Bretaprins. Einhverjum fannst kjóll hennar kunnuglegur við fyrstu sýn. Þegar betur var að gáð reyndist Katrín klædd í svo gott sem nákvæmlega eins kjól o aðalpersónan í hryllingsmyndinni Rosemary‘s Baby. Söguþráður myndarinnar gengur út á að Rosemary, sem er leikin af Miu Farrow, er nauðgað af djöflinum og gengur með andkrist undir belti. Ekki bestu hugrenningartengsl sem hægt er að hugsa sér við þetta tækifæri.Þjóðin beið þess sennilega aldrei bætur að hafa séð forseta sinn svona til faraVísir/GettyBarack Obama Síðasti Bandaríkjaforseti sætti oft harðri gagnrýni fyrir hluti sem virtust smávægilegir fyrir utanaðkomandi. Sem dæmi má nefna ljósbrún jakkaföt sem Obama vogaði sér að klæðast opinberlega árið 2014. Repúblikanar og fréttastöðin Fox News gagnrýndu fatavalið harðlega og sögðu það til marks um að forsetinn tæki hlutverk sitt ekki alvarlega. Þá væri það vanvirðing við fallna hermenn og hvaðeina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands lendir á listanum fyrir einskæra óheppni.Sigmundur í sínum ósamstæðu skómVísirSvo illa vildi til árið 2013 að vinstri fótur Sigmundar bólgnaði upp vegna sýkingar rétt áður en hann átti að ganga á fund Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu ásamt öðrum leiðtogum Norðurlandanna. Sigmundur ætlaði að vera í lakkskóm en vegna bólgunnar komst hann ekki lengur í vinstri skó sinn og því var brugðið á það ráð að senda aðstoðarmann út í búð til að kaupa rúmgóða og þægilega strigaskó. Af einhverjum ástæðum ákvað hann samt að vera áfram í hægri skónum og mætti því á fundinn í ósamstæðum skóm sem vakti athygli.Karl Gústaf er kannski heppinn að hafa ekki fæðst á þeim tíma þegar þetta var daglegur fatnaðurSVTKarl Gústaf Svíakonungur Kóngurinn ákvað að setja upp víkingahjálm við opnun sögusafns um víkingaöldina. Þótti kóngsi heldur afkáralegur með höfuðfatið.Þjóðarmussa Perú fór forsetanum ekki alveg nógu vel.Vísir/EPAGeorge W. Bush Bush var svo óheppinn að koma oft kjánalega fyrir á ljósmyndum. Það var sérstaklega áberandi þegar hann sótti APEC fundi, þar sem hefðin er að þjóðarleiðtogar klæðist hefðbundnum klæðnaði gestgjafanna. Kínaföt Bush þóttu alveg nógu spes en steininn tók úr þegar hann leit út eins og mexíkóskur bandíti í þjóðarmussu Perú.Þessi ljósmynd þótti einfaldlega svo kjánaleg að enginn treysti sér til að kjósa Dukakis.Vísir/WikimediaMike Dukakis Ein ljósmynd gerði út af við stjórnmálaferil Dukakis, sem atti kappi við George Bush eldri í forsetakosningunum 1988. Hann var eins og álfur út úr hól með hermannahjálm í skriðdreka.Björn Leví GunnarssonÁstæðan fyrir skóleysi Björns er að honum verður of heitt að sitja jakkaklæddur í þingsalnum en það verður þolanlegt ef skórnir eru teknir af.Vísir/Ernir EyjólfssonKollegi Björns á þingi, hinn síkáti Brynjar Níelsson, upplýsti þjóðina um að Björn væri oft skólaus í þingsalnum. Hann ætti það til að flytja ræður úr pontu Alþingis á sokkaleistunum. Þjóðin saup hveljur og Brynjar líkti Pírötum almennt við niðursetninga. Dæmi eru um að þingmenn hafi verið sendir heim til að skipta um föt. Það kom fyrir Elínu Hirst, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem mætti í gallabuxum og var beðin um að fara ekki inn í þingsalinn í slíkum klæðnaði.
Melania Trump vildi sjá ástandið með eigin augum Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna flaug óvænt til McAllen í Texas í dag til þess að bera augum ástandið sem skapast hefur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 18:00
Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33