Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 23:46 Kristinn Hrafnsson. Vísir Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48