Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2018 12:28 Sigmar Vilhjálmsson segist oft segja dónalega hluti sem myndu ekki þola sviðsljósið og hlæja að svörtum bröndurum sem megi ekki hlæja að. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, telur að Borgarleikhúsið og fjölmiðlar hafi gert mistök í gærkvöldi þegar Klaustursupptökurnar svonefndu voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu frammi fyrir fjölmenni. Upptökunum var streymt á flestum vefmiðlum landsins og fylgdust margir með. Fólk sé að missa sig í Þórðargleði, margir ættu að líta í eigin barm og það sé ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða. Sigmar deilir hugsunum sínum á Facebook og upplýsir að þekkja af eigin skinni að fylgst sé með honum á opinberum vettvangi.Gæti ekki horft framan í börnin sín „Ég er því algerlega meðvitaður um að framkoma skiptir máli. Samt hef ég margoft móðgað og sagt óviðeigandi brandara sem hafa komið í bakið á mér og ég þurft að biðjast afsökunar á síðar. Nú er ég á engan hátt að bera það saman við þessar samræður sem við sem þjóð neyddumst til að hlusta á í fréttum síðustu daga. Enn myndi sú framkoma mín þola upptöku og opinbera birtingu? Nei. Gæti ég horft framan í börnin mín og látið eins og ekkert sé? Nei.“ Það sé eitt að krefjast faglegrar afsagnar, að menn víki til hliðar, eða það sem mestu máli skipti að kjósendur muni þetta þá í næstu kosningum ef að menn stíga ekki til hliðar. „En það að lesa þessar upptökur upp í tímaröð undir fána lýðræðis og einhverskonar hlutverki leikhússins er eins og að horfa á fornarlamb eineltis standa upp eftir baramíðar og sparka ítrekað í andlit gerandans. Það er ekkert í mínu siðferði sem einfaldlega réttlætir þetta. Þetta mál allt er harmleikur, enda bað Steingrímur J. Sigfússon þjóðina afsökunar. Þar skal setja punkt á opinberlega niðurlægingu okkar allra.“ Sumir taka undir með Sigmari í ummælakerfinu og öðrum blöskrar.Sjálfur umtalsefni í saumaklúbbum Hann segist sjálfur ekki þekkja fólk í kringum sig sem tali með þeim hætti sem gert var á Klausturbar. Hann sé þó í vinahópi sem segi mjög svarta brandara. Það sé þeirra mál og ekki kallað yfir hóp af fólki. Það sé oft mjög fyndið að hlæja að því sem má ekki hlæja að. Þá vísar Sigmar í slúður um sjálfan sig sem hann telur að hafi verið rætt víða um bæinn. Sigmar tjáði sig um slúðrið í útvarpsþættinum Brennslunni í apríl. „Ég hef aldrei fengið boð í saumaklúbb, enn veit að ég var nú talin samkynhneygður og að komið hafi verið að mér með einum 18 ára gömlum pilt, í ansi mörgum saumaklúbbum. Það er ekki niðrandi (nema þessi sláandi aldursmunur sögunnar), enn það er eitthvað sem segir mér að verri hlutir hafi verið sagðir. Því að falleg stök orð geta verið raðað upp á mjög ljótann og illkvittinn hátt. Konur eru þar engin undantekning.“Klippa: Samtalið á Klaustri - Leiklestur í BorgarleikhúsinuPistill Sigmars í heild Hvað er í gangi hérna? Í fyrsta lagi þá finnst mér ömurlegt að þurfa að verða vitni af samtölum þessara mannaá KlausturBar í liðinni fréttaviku. Mitt mat er að ég geri einfaldlega meiri kröfur til kjörinna fulltrúa en að þeir sýni það dómgreindarleysi að sitja á veitingastað að ræða mál sem þessi, þá skal ósagt látið hvað mér finnst um orðfærið. Í öðru lagi, þá þekki ég það af eigin skinni að fylgst sé með mér á opinberum vettvangi. Ég er því algerlega meðvitaður um að framkoma skiptir máli. Samt hef ég margoft móðgað og sagt óviðeigandi brandara sem hafa komið í bakið á mér og ég þurft að biðjast afsökunar á síðar. Nú er ég á engan hátt að bera það saman við þessar samræður sem við sem þjóð neyddumst til að hlusta á í fréttum síðustu daga. Enn myndi sú framkoma mín þola upptöku og opinbera birtingu? Nei. Gæti ég horft framan í börnin mín og látið eins og ekkert sé? Nei. Má ég eiga von á því að næst þegar ég segi eitthvað dónalegt (sem gerist mjög oft) eða segi eitthvað sem er óviðeigandi, að þá sé í lagi að taka það upp og birta í fjölmiðlum? Í þriðja lagi, er einhver hér sem telur að þessir einstaklingar sem höguðu sér eins og vitlausir unglingar með minnimáttarkennd og töluðu eins og gúmmítöffara sem aldrei var boðið upp á skólaböllum, séu raunverulegar skepnur inn við beinið? Ætlum við öll í alvöru að halda því fram að við höfum ekki verið á ættarmóti þar sem svona álíka tal hefur farið fram í fortjaldi eftir fimmtu rauðvínsbeljuna frá Palla frænda? Nú gef ég mér að all flestir kannist við það (nema þeir sem hafa aldrei verið í fortjaldapartýi). Enn það réttlætir ekki að Þingmenn komi svona fram á opinberum vettvangi, við erum öll sammála um það. Þetta er ekki boðlegt og ekki samboðið kjósendum. Í fjórða lagi, þá finnst mér Þórðargleði folks á þessum óboðlegu upptökum vera komin út fyrir öll siðferðismörk mín á hinum endanum. Það er eitt að krefjast faglegrar afsagnar að menn víkji til hliðar eða það sem mestu máli skiptir að kjósendur muni þetta þá í næstu kosningum ef að menn stíga ekki til hliðar. En það að lesa þessar upptökur upp í tímaröð undir fána lýðræðis og einhverskonar hlutverki leikhússins er eins og að horfa á fornarlamb eineltis standa upp eftir baramíðar og sparka ítrekað í andlit gerandans. Það er ekkert í mínu siðferði sem einfaldlega réttlætir þetta. Þetta mál allt er harmleikur, enda bað Steingrímur J. Sigfússon þjóðina afsökunar. Þar skal setja punkt á opinberlega niðurlægingu okkar allra. Síðan a klárlega að vinna með þetta mál faglega á þar til gerðum stöðum.Borgarleikhúsið og RÚV gerðu í kvöld mistök. Við sem horfðum á þetta til að svala forvitnisfýsn okkar og fá þetta lesið í eyrun á okkur til að geta làtið okkur líða vel með sjálf okkur, þó ekki væri nema í klukkustund, eigum að skammast okkar. Þetta samtal átti ekkert erindi við þjóðina, þetta samtal átti og á klárlega erindi til Siðanefndar. Þeir stjórnmálamenn sem munu nýta sér þetta með því að klína andlitum sínum á sjónvarpsskjái í von um að verða andlitsmynd hreinleikans frá og með deginum í dag fá vonandi bágt fyrir, enda er þetta mál sem á að vera fordæmisgefandi um framtíðar framkomu þingmanna, ekki tækifærispot annara. Haha, jæja þá kom ég þessu frá mér. En fyrir alla snjöllu bloggarana og commentakerfisfræðingana, þá ætla ég að taka af ykkur ómakið með að lesa eitthvað á milli línanna. A) mér finnst þessar upptökur hræðilegar og þingmönnum öllum til lækkunar. Þingmenn eiga að vera trúverðugir, þeir eiga að geta átt í pólitískum ágreiningi en eiga að bera virðingu fyrir andstæðingnum. b) Mér finnst þessar upptökur eiga erindi til siðanefndar, ekki almennings. Ég get alveg réttlætt upptökur á veitingastað af öðrum borðum af opinberum starfsmönnum þegar tal þeirra gnæfa yfir salinn, enda ekki eins og menn hafi verið að fela umræðuna miðað við upptökur. Enn ég fyrirlít þann sem tók þetta upp ef hann þáði greiðslu fyrir og þá sem greiddu fyrir þetta (ef slík viðskipti fóru fram). Guð hjálpi samfélaginu okkar ef að Papparazzi verður starfsstétt hér á landi. C) ég hef ekkert á móti Borgarleikhúsinu þó að þeir gerðu þessi mistök í kvöld og þaðan af síður RÚV sem þér finnst ein mikilvægasta stofnun landsins. D) Nei, ég á ekki frænda sem heitir Palli og er alkóhólisti. E) Nei, ég er ekki fullur heima að skrifa þetta. F) Nei, ég er ekki heldur fullur annarsstaðar, ég ligg heima með ælupest og niðurgang, svona fyrst að þú endilega spyrð. Pabbi minn hefur ávallt kennt mér eitt þegar kemur að kappleik, keppni eða rökræðum. Þetta snýst ekki um það að kunna að tapa, það er miklu mikilvægara að kunna að vinna. Það eru góð ráð. Dæmi um það sem maður gerir ekki er að hneygja sig eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem hafa skapað mannlegan harmleik víða. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, telur að Borgarleikhúsið og fjölmiðlar hafi gert mistök í gærkvöldi þegar Klaustursupptökurnar svonefndu voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu frammi fyrir fjölmenni. Upptökunum var streymt á flestum vefmiðlum landsins og fylgdust margir með. Fólk sé að missa sig í Þórðargleði, margir ættu að líta í eigin barm og það sé ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða. Sigmar deilir hugsunum sínum á Facebook og upplýsir að þekkja af eigin skinni að fylgst sé með honum á opinberum vettvangi.Gæti ekki horft framan í börnin sín „Ég er því algerlega meðvitaður um að framkoma skiptir máli. Samt hef ég margoft móðgað og sagt óviðeigandi brandara sem hafa komið í bakið á mér og ég þurft að biðjast afsökunar á síðar. Nú er ég á engan hátt að bera það saman við þessar samræður sem við sem þjóð neyddumst til að hlusta á í fréttum síðustu daga. Enn myndi sú framkoma mín þola upptöku og opinbera birtingu? Nei. Gæti ég horft framan í börnin mín og látið eins og ekkert sé? Nei.“ Það sé eitt að krefjast faglegrar afsagnar, að menn víki til hliðar, eða það sem mestu máli skipti að kjósendur muni þetta þá í næstu kosningum ef að menn stíga ekki til hliðar. „En það að lesa þessar upptökur upp í tímaröð undir fána lýðræðis og einhverskonar hlutverki leikhússins er eins og að horfa á fornarlamb eineltis standa upp eftir baramíðar og sparka ítrekað í andlit gerandans. Það er ekkert í mínu siðferði sem einfaldlega réttlætir þetta. Þetta mál allt er harmleikur, enda bað Steingrímur J. Sigfússon þjóðina afsökunar. Þar skal setja punkt á opinberlega niðurlægingu okkar allra.“ Sumir taka undir með Sigmari í ummælakerfinu og öðrum blöskrar.Sjálfur umtalsefni í saumaklúbbum Hann segist sjálfur ekki þekkja fólk í kringum sig sem tali með þeim hætti sem gert var á Klausturbar. Hann sé þó í vinahópi sem segi mjög svarta brandara. Það sé þeirra mál og ekki kallað yfir hóp af fólki. Það sé oft mjög fyndið að hlæja að því sem má ekki hlæja að. Þá vísar Sigmar í slúður um sjálfan sig sem hann telur að hafi verið rætt víða um bæinn. Sigmar tjáði sig um slúðrið í útvarpsþættinum Brennslunni í apríl. „Ég hef aldrei fengið boð í saumaklúbb, enn veit að ég var nú talin samkynhneygður og að komið hafi verið að mér með einum 18 ára gömlum pilt, í ansi mörgum saumaklúbbum. Það er ekki niðrandi (nema þessi sláandi aldursmunur sögunnar), enn það er eitthvað sem segir mér að verri hlutir hafi verið sagðir. Því að falleg stök orð geta verið raðað upp á mjög ljótann og illkvittinn hátt. Konur eru þar engin undantekning.“Klippa: Samtalið á Klaustri - Leiklestur í BorgarleikhúsinuPistill Sigmars í heild Hvað er í gangi hérna? Í fyrsta lagi þá finnst mér ömurlegt að þurfa að verða vitni af samtölum þessara mannaá KlausturBar í liðinni fréttaviku. Mitt mat er að ég geri einfaldlega meiri kröfur til kjörinna fulltrúa en að þeir sýni það dómgreindarleysi að sitja á veitingastað að ræða mál sem þessi, þá skal ósagt látið hvað mér finnst um orðfærið. Í öðru lagi, þá þekki ég það af eigin skinni að fylgst sé með mér á opinberum vettvangi. Ég er því algerlega meðvitaður um að framkoma skiptir máli. Samt hef ég margoft móðgað og sagt óviðeigandi brandara sem hafa komið í bakið á mér og ég þurft að biðjast afsökunar á síðar. Nú er ég á engan hátt að bera það saman við þessar samræður sem við sem þjóð neyddumst til að hlusta á í fréttum síðustu daga. Enn myndi sú framkoma mín þola upptöku og opinbera birtingu? Nei. Gæti ég horft framan í börnin mín og látið eins og ekkert sé? Nei. Má ég eiga von á því að næst þegar ég segi eitthvað dónalegt (sem gerist mjög oft) eða segi eitthvað sem er óviðeigandi, að þá sé í lagi að taka það upp og birta í fjölmiðlum? Í þriðja lagi, er einhver hér sem telur að þessir einstaklingar sem höguðu sér eins og vitlausir unglingar með minnimáttarkennd og töluðu eins og gúmmítöffara sem aldrei var boðið upp á skólaböllum, séu raunverulegar skepnur inn við beinið? Ætlum við öll í alvöru að halda því fram að við höfum ekki verið á ættarmóti þar sem svona álíka tal hefur farið fram í fortjaldi eftir fimmtu rauðvínsbeljuna frá Palla frænda? Nú gef ég mér að all flestir kannist við það (nema þeir sem hafa aldrei verið í fortjaldapartýi). Enn það réttlætir ekki að Þingmenn komi svona fram á opinberum vettvangi, við erum öll sammála um það. Þetta er ekki boðlegt og ekki samboðið kjósendum. Í fjórða lagi, þá finnst mér Þórðargleði folks á þessum óboðlegu upptökum vera komin út fyrir öll siðferðismörk mín á hinum endanum. Það er eitt að krefjast faglegrar afsagnar að menn víkji til hliðar eða það sem mestu máli skiptir að kjósendur muni þetta þá í næstu kosningum ef að menn stíga ekki til hliðar. En það að lesa þessar upptökur upp í tímaröð undir fána lýðræðis og einhverskonar hlutverki leikhússins er eins og að horfa á fornarlamb eineltis standa upp eftir baramíðar og sparka ítrekað í andlit gerandans. Það er ekkert í mínu siðferði sem einfaldlega réttlætir þetta. Þetta mál allt er harmleikur, enda bað Steingrímur J. Sigfússon þjóðina afsökunar. Þar skal setja punkt á opinberlega niðurlægingu okkar allra. Síðan a klárlega að vinna með þetta mál faglega á þar til gerðum stöðum.Borgarleikhúsið og RÚV gerðu í kvöld mistök. Við sem horfðum á þetta til að svala forvitnisfýsn okkar og fá þetta lesið í eyrun á okkur til að geta làtið okkur líða vel með sjálf okkur, þó ekki væri nema í klukkustund, eigum að skammast okkar. Þetta samtal átti ekkert erindi við þjóðina, þetta samtal átti og á klárlega erindi til Siðanefndar. Þeir stjórnmálamenn sem munu nýta sér þetta með því að klína andlitum sínum á sjónvarpsskjái í von um að verða andlitsmynd hreinleikans frá og með deginum í dag fá vonandi bágt fyrir, enda er þetta mál sem á að vera fordæmisgefandi um framtíðar framkomu þingmanna, ekki tækifærispot annara. Haha, jæja þá kom ég þessu frá mér. En fyrir alla snjöllu bloggarana og commentakerfisfræðingana, þá ætla ég að taka af ykkur ómakið með að lesa eitthvað á milli línanna. A) mér finnst þessar upptökur hræðilegar og þingmönnum öllum til lækkunar. Þingmenn eiga að vera trúverðugir, þeir eiga að geta átt í pólitískum ágreiningi en eiga að bera virðingu fyrir andstæðingnum. b) Mér finnst þessar upptökur eiga erindi til siðanefndar, ekki almennings. Ég get alveg réttlætt upptökur á veitingastað af öðrum borðum af opinberum starfsmönnum þegar tal þeirra gnæfa yfir salinn, enda ekki eins og menn hafi verið að fela umræðuna miðað við upptökur. Enn ég fyrirlít þann sem tók þetta upp ef hann þáði greiðslu fyrir og þá sem greiddu fyrir þetta (ef slík viðskipti fóru fram). Guð hjálpi samfélaginu okkar ef að Papparazzi verður starfsstétt hér á landi. C) ég hef ekkert á móti Borgarleikhúsinu þó að þeir gerðu þessi mistök í kvöld og þaðan af síður RÚV sem þér finnst ein mikilvægasta stofnun landsins. D) Nei, ég á ekki frænda sem heitir Palli og er alkóhólisti. E) Nei, ég er ekki fullur heima að skrifa þetta. F) Nei, ég er ekki heldur fullur annarsstaðar, ég ligg heima með ælupest og niðurgang, svona fyrst að þú endilega spyrð. Pabbi minn hefur ávallt kennt mér eitt þegar kemur að kappleik, keppni eða rökræðum. Þetta snýst ekki um það að kunna að tapa, það er miklu mikilvægara að kunna að vinna. Það eru góð ráð. Dæmi um það sem maður gerir ekki er að hneygja sig eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem hafa skapað mannlegan harmleik víða.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira