Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Jakob Bjarnar, Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. janúar 2019 14:43 Gunnar Bragi Sveinsson í þingsal í dag en hann var á þingflokksformannafundinum. vísir/vilhelm Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. Bjarkey Olsen, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að til fundarins hafi verið boðað að ósk þingflokksformanna, fyrst minnihlutans en svo hafi aðrir í meirihlutanum tekið undir beiðnina. Fundurinn stóð yfir í um hálftíma. „Það var ákveðið að hittast í ljósi þess að þeir væru komnir aftur til starfa.“ Þau hafi farið yfir hlutina og velt því upp hvernig hægt væri að tryggja gott andrúmsloft og vinnufrið. Um er að ræða síðasta þingfundinn í þessari viku. Á mánudaginn er svo þingflokksfundadagur og segir Bjarkey að þá gefist einstökum þingflokkum færi á að ræða málin í sínum flokki. Formenn allra þingflokka voru viðstaddir fundinn, þar á meðal Gunnar Bragi. Bjarkey segir fundinn hafa verið mjög yfirvegaðan.Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Númer eitt, tvö og þrjú er boltinn hjá þessum einstaklingum“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir að trúnaður ríki um það sem fram fer á þingflokksformannafundum en auðvitað þurfi að ræða endurkomu þingmannanna tveggja. Málið sé grafaralvarlegt. „Og því miður virðist sem þeir ætli ekki að skammast sín neitt,“ segir Guðmundur Ingi og vísar þar í þingmennina. Þá kveðst hann skilja ósköp vel kvíða og áhyggjur þeirra þingkvenna sem rætt var um á Klaustri vegna endurkomu þingmannanna. „Því meira sem ég sé til þeirra því meira skil ég þeirra kvíða því þeir virðast bara ætla að taka þetta á því að sókn sé besta vörnin og hrauna áfram yfir allt og alla,“ segir Guðmundur Ingi. Spurður nánar út í það hvað hafi verið rætt á fundinum varðandi mögulega lausn á málinu segir hann að finna þurfi einhverja lausn. „Og ég vona að það verði gert en eins og ég segi, númer eitt, tvö og þrjú er boltinn hjá þessum einstaklingum og við hin erum í mjög slæmum málum vegna þess að á meðan þeir ætla ekki sýna tillitssemi eða nokkurn skapaðan hlut og valta yfir allt og alla þá er þetta bara rosalega erfitt mál að eiga við. En þetta kemur í ljós á næstu dögum.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, varð við beiðni þingflokksformanna um aukafund vegna endurkomu þingmanna Miðflokksins.Vísir/VilhelmÓsk frá einum þingflokksformanni sem fleiri studdu Vísir ræddi stuttlega við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, vegna þessa. Hann vildi ekki tjá sig efnislega um þau mál sem þar voru til umræðu. „Ég fékk ósk um það frá einum þingflokksformanni og svo var það stutt af fleirum, að skjóta á fundi. Hann snerist um okkar innri mál hér á þinginu.“Þar hefur væntanlega verið til umfjöllunar endurkoma þeirra þingmanna Miðflokks sem nú hafa snúið til baka eftir leyfi í kjölfar Klausturmála? „Menn geta bara lesið í það sjálfir. Ég ætla ekkert að tjá mig um það frekar.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. Bjarkey Olsen, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að til fundarins hafi verið boðað að ósk þingflokksformanna, fyrst minnihlutans en svo hafi aðrir í meirihlutanum tekið undir beiðnina. Fundurinn stóð yfir í um hálftíma. „Það var ákveðið að hittast í ljósi þess að þeir væru komnir aftur til starfa.“ Þau hafi farið yfir hlutina og velt því upp hvernig hægt væri að tryggja gott andrúmsloft og vinnufrið. Um er að ræða síðasta þingfundinn í þessari viku. Á mánudaginn er svo þingflokksfundadagur og segir Bjarkey að þá gefist einstökum þingflokkum færi á að ræða málin í sínum flokki. Formenn allra þingflokka voru viðstaddir fundinn, þar á meðal Gunnar Bragi. Bjarkey segir fundinn hafa verið mjög yfirvegaðan.Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Númer eitt, tvö og þrjú er boltinn hjá þessum einstaklingum“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir að trúnaður ríki um það sem fram fer á þingflokksformannafundum en auðvitað þurfi að ræða endurkomu þingmannanna tveggja. Málið sé grafaralvarlegt. „Og því miður virðist sem þeir ætli ekki að skammast sín neitt,“ segir Guðmundur Ingi og vísar þar í þingmennina. Þá kveðst hann skilja ósköp vel kvíða og áhyggjur þeirra þingkvenna sem rætt var um á Klaustri vegna endurkomu þingmannanna. „Því meira sem ég sé til þeirra því meira skil ég þeirra kvíða því þeir virðast bara ætla að taka þetta á því að sókn sé besta vörnin og hrauna áfram yfir allt og alla,“ segir Guðmundur Ingi. Spurður nánar út í það hvað hafi verið rætt á fundinum varðandi mögulega lausn á málinu segir hann að finna þurfi einhverja lausn. „Og ég vona að það verði gert en eins og ég segi, númer eitt, tvö og þrjú er boltinn hjá þessum einstaklingum og við hin erum í mjög slæmum málum vegna þess að á meðan þeir ætla ekki sýna tillitssemi eða nokkurn skapaðan hlut og valta yfir allt og alla þá er þetta bara rosalega erfitt mál að eiga við. En þetta kemur í ljós á næstu dögum.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, varð við beiðni þingflokksformanna um aukafund vegna endurkomu þingmanna Miðflokksins.Vísir/VilhelmÓsk frá einum þingflokksformanni sem fleiri studdu Vísir ræddi stuttlega við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, vegna þessa. Hann vildi ekki tjá sig efnislega um þau mál sem þar voru til umræðu. „Ég fékk ósk um það frá einum þingflokksformanni og svo var það stutt af fleirum, að skjóta á fundi. Hann snerist um okkar innri mál hér á þinginu.“Þar hefur væntanlega verið til umfjöllunar endurkoma þeirra þingmanna Miðflokks sem nú hafa snúið til baka eftir leyfi í kjölfar Klausturmála? „Menn geta bara lesið í það sjálfir. Ég ætla ekkert að tjá mig um það frekar.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47