Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 18:20 Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21