Cardiff þarf að borga fyrstu greiðsluna fyrir Sala í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:30 Minning um Emiliano Sala. Getty/Christopher Lee Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi. Cardiff átti að borga fyrstu greiðsluna 20. febrúar en fékk vikufrest eða til dagsins í dag. Nantes hefur þegar farið í hart í því að endurheimta greiðsluna og sendi Cardiff meðal annars rukkun 5. febrúar síðastliðinn. Cardiff svaraði með því að félagið ætlaði að bíða eftir að rannsókn flugslyssins lyki og öll mál tengd tryggingum og öðru væri komin á hreint. Cardiff hefur jafnframt gefið það út að félagið ætli sér ekki að hlaupa undan skuldbindingum sínum sé það ljóst að þeim beri að greiða alla upphæðina til Nantes.The deadline has arrived for Cardiff City to pay Nantes the first instalment of the transfer fee for Emiliano Sala.https://t.co/tACjpKgKfBpic.twitter.com/epNGyUOVhs — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2019Cardiff hafði á sínum tíma samþykkt að borga franska liðinu Nantes fimmtán milljónir punda fyrir argentínska framherjann. Nantes fær þó ekki nema helminginn því Bordeaux, gamla félag Emiliano Sala, fær 50 prósent af söluverðinu. Emiliano Sala fór til Cardiff, stóðst læknisskoðun og var í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður. Hann flaug síðan til Nantes til að ganga frá sínum málum. Þremur dögum síðan tóku örlögin í taumana. Að kvöldi 21. janúar átti Emiliano Sala að fljúga til baka til Wales í tveggja manna flugvél en hún fórst í Ermarsundinu. Sala var 28 ára gamall og með honum fórst einnig flugmaðurinn David Ibbotson. Lík Sala fannst ásamt hluta flugvélarinnar en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Sala var jarðaður í Argentínu um síðustu helgi. Fari svo að Cardiff City gangi ekki frá þessari fyrstu greiðslu í dag þá gæti málið verið á leiðinni inn á borð hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Sjá meira
Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi. Cardiff átti að borga fyrstu greiðsluna 20. febrúar en fékk vikufrest eða til dagsins í dag. Nantes hefur þegar farið í hart í því að endurheimta greiðsluna og sendi Cardiff meðal annars rukkun 5. febrúar síðastliðinn. Cardiff svaraði með því að félagið ætlaði að bíða eftir að rannsókn flugslyssins lyki og öll mál tengd tryggingum og öðru væri komin á hreint. Cardiff hefur jafnframt gefið það út að félagið ætli sér ekki að hlaupa undan skuldbindingum sínum sé það ljóst að þeim beri að greiða alla upphæðina til Nantes.The deadline has arrived for Cardiff City to pay Nantes the first instalment of the transfer fee for Emiliano Sala.https://t.co/tACjpKgKfBpic.twitter.com/epNGyUOVhs — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2019Cardiff hafði á sínum tíma samþykkt að borga franska liðinu Nantes fimmtán milljónir punda fyrir argentínska framherjann. Nantes fær þó ekki nema helminginn því Bordeaux, gamla félag Emiliano Sala, fær 50 prósent af söluverðinu. Emiliano Sala fór til Cardiff, stóðst læknisskoðun og var í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður. Hann flaug síðan til Nantes til að ganga frá sínum málum. Þremur dögum síðan tóku örlögin í taumana. Að kvöldi 21. janúar átti Emiliano Sala að fljúga til baka til Wales í tveggja manna flugvél en hún fórst í Ermarsundinu. Sala var 28 ára gamall og með honum fórst einnig flugmaðurinn David Ibbotson. Lík Sala fannst ásamt hluta flugvélarinnar en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Sala var jarðaður í Argentínu um síðustu helgi. Fari svo að Cardiff City gangi ekki frá þessari fyrstu greiðslu í dag þá gæti málið verið á leiðinni inn á borð hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Sjá meira