Frans páfi ávarpaði fund sem Bjarni Benediktsson sótti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 14:57 Frans páfi heilsaði upp á fjármála-og efnahagsráðherra Íslands í Vatíkaninu í dag. Stjórnarráð Íslands Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“ Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“
Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira