Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Fossinn neðst í laxá í Kjós í venjulegu árferði. Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“ Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“
Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira