Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2019 15:13 Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra Vísir/JóhannK Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14