John Wick Hex: Óhefðbundin sýn á launmorðingjann fræga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 13:45 Baba Yaga í fullu fjöri. Vísir/Good Sheperd Entertainment John Wick Hex kom mér skemmtilega á óvart, þó leikurinn sé með grófa kanta og sé tiltölulega stuttur. Margir hefðu ef til vill viljað sjá framleiddan einhvers konar hasar-skotleik um Baba Yaga en það er Hex svo sannarlega ekki. Það væri ef til vill réttara að lýsa leiknum sem stafrænu borðspili, sem ætlað er að fanga taktík kvikmyndanna en ekki hasarinn. Þrátt fyrir það hafði ég þrusugaman af honum. Leikurinn gerist á undan kvikmyndunum þar sem Keanu Reeves leikur launmorðingjann ógnvænlega og þarf Wick að koma þeim Winston og Charon, sem við þekkjum úr kvikmyndunum, frá hinum illa Hex.Spilarar þurfa að stýra John Wick í gegnum slatta af borðum þar sem krökkt er af mismunandi óvinum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn sé „turn based“ heldur tekur hver aðgerð tiltekinn tíma og leikurinn stoppar þegar hverri aðgerð líkur. Efst á skjánum eru tímalínur fyrir Wick og óvini hans þar sem spilarar geta til dæmis séð hvort að þeir nái skoti á undan óvinum. Segjum sem svo að John Wick gangi inn í herbergi. Þar eru tveir vondir karlar, einn með byssu og einn sérfræðingur í bardagalistum. Spilarar þurfa að ákveða hvernig best sé að takast á við þessa tvo menn. Mögulega er hægt að byrja á því að skjóta vopnaða manninn en á þeim tíma sem það tekur, getur hinn maðurinn nálgast Wick og jafnvel náð á hann höggi. Líf Wick er mjög takmarkað og jafnvel yfir mörg borð í einu. Því er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Nýir óvinir birtast reglulega í hverju borði og því þurfa spilarar ávallt að sækja fram og komast í gegnum borðið, áður en þeir verða bornir ofurliði.Vísir/Good Sheperd EntertainmentÞað er ótrúlega skemmtilegt að komast í gegnum heilu borðin án þess að verða fyrir skaða og sömuleiðis er einnig gaman að lenda í vandræðum. Ég þurfti til dæmis að komast í gegnum tvö borð seint í leiknum, þar sem Wick mátti ekki verða fyrir einu skoti þar sem ég hafði verið kærulaus nokkrum borðum áður. Þessi tvö borð tóku mig heillangan tíma því ég dó svo oft en þau voru líklega þau skemmtilegustu í leiknum. Það hjálpar líka mikið til að óvinir leiksins birtast ekki alltaf á sama stað. Þannig er ekki hægt að komast í gegnum borðin með því að finna einhverja sérstaka formúlu hreyfinga og aðgerða til að komast í gegnum þau. Það bætir líka endurspilunargildið. Þó það hafi tekið mig smá tíma að læra hvað Wick getur í leiknum, finnst mér þó vanta fleiri mögulega aðgerðir. Wick getur lamið vonda karla, skotið þá, snúið þá niður, ýtt þeim nokkra reiti (sem nýtist manni betur en maður hefði haldið), varist árásum og komið sér undan skotum með því að eyða sérstökum Focus-stigum. Þar að auki getur hann kastað byssu sinni í óvini til að rugla þá í rýminu í nokkrar sekúndur. Eftir hvert borð má svo horfa á yfirferðina í rauntíma, eins og sjá má hér að neðan.Sömuleiðis væri ég til í að hreyfingar persóna í leiknum væru betri. Teiknimynda-lúkkið gerir mikið fyrir John Wick Hex en maður fær stundum á tilfinninguna að tindátar séu að slást. Ef maður mætir einum óvini og slær hann ítrekað gerir Wick til dæmis alltaf sömu höggin. Það vantar meiri dýpt. Ég kláraði leikinn á venjulegu erfiðleikastigi en manni býðst að spila leikinn þannig að maður fái einungis fimm sekúndur til að taka ákvörðun í hvert sinn sem aðgerð lýkur. Það á ég eftir að prófa en ég er ekki viss um að ég hlakki til þess, því það verður án efa mjög erfitt. Til að taka saman, þá er John Wick Hex skemmtilegri en mig grunaði og þá sérstaklega fyrir rétt rúman tvö þúsund kall. Þar að auki fyrir aðila eins og mig sem hafa gaman af leikjum sem snúast um taktík er einstaklega gaman að setja sig í spor Wick. John Wick Hex er fáanlegur hjá Epic Games fyrir PC og Mac. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
John Wick Hex kom mér skemmtilega á óvart, þó leikurinn sé með grófa kanta og sé tiltölulega stuttur. Margir hefðu ef til vill viljað sjá framleiddan einhvers konar hasar-skotleik um Baba Yaga en það er Hex svo sannarlega ekki. Það væri ef til vill réttara að lýsa leiknum sem stafrænu borðspili, sem ætlað er að fanga taktík kvikmyndanna en ekki hasarinn. Þrátt fyrir það hafði ég þrusugaman af honum. Leikurinn gerist á undan kvikmyndunum þar sem Keanu Reeves leikur launmorðingjann ógnvænlega og þarf Wick að koma þeim Winston og Charon, sem við þekkjum úr kvikmyndunum, frá hinum illa Hex.Spilarar þurfa að stýra John Wick í gegnum slatta af borðum þar sem krökkt er af mismunandi óvinum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn sé „turn based“ heldur tekur hver aðgerð tiltekinn tíma og leikurinn stoppar þegar hverri aðgerð líkur. Efst á skjánum eru tímalínur fyrir Wick og óvini hans þar sem spilarar geta til dæmis séð hvort að þeir nái skoti á undan óvinum. Segjum sem svo að John Wick gangi inn í herbergi. Þar eru tveir vondir karlar, einn með byssu og einn sérfræðingur í bardagalistum. Spilarar þurfa að ákveða hvernig best sé að takast á við þessa tvo menn. Mögulega er hægt að byrja á því að skjóta vopnaða manninn en á þeim tíma sem það tekur, getur hinn maðurinn nálgast Wick og jafnvel náð á hann höggi. Líf Wick er mjög takmarkað og jafnvel yfir mörg borð í einu. Því er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Nýir óvinir birtast reglulega í hverju borði og því þurfa spilarar ávallt að sækja fram og komast í gegnum borðið, áður en þeir verða bornir ofurliði.Vísir/Good Sheperd EntertainmentÞað er ótrúlega skemmtilegt að komast í gegnum heilu borðin án þess að verða fyrir skaða og sömuleiðis er einnig gaman að lenda í vandræðum. Ég þurfti til dæmis að komast í gegnum tvö borð seint í leiknum, þar sem Wick mátti ekki verða fyrir einu skoti þar sem ég hafði verið kærulaus nokkrum borðum áður. Þessi tvö borð tóku mig heillangan tíma því ég dó svo oft en þau voru líklega þau skemmtilegustu í leiknum. Það hjálpar líka mikið til að óvinir leiksins birtast ekki alltaf á sama stað. Þannig er ekki hægt að komast í gegnum borðin með því að finna einhverja sérstaka formúlu hreyfinga og aðgerða til að komast í gegnum þau. Það bætir líka endurspilunargildið. Þó það hafi tekið mig smá tíma að læra hvað Wick getur í leiknum, finnst mér þó vanta fleiri mögulega aðgerðir. Wick getur lamið vonda karla, skotið þá, snúið þá niður, ýtt þeim nokkra reiti (sem nýtist manni betur en maður hefði haldið), varist árásum og komið sér undan skotum með því að eyða sérstökum Focus-stigum. Þar að auki getur hann kastað byssu sinni í óvini til að rugla þá í rýminu í nokkrar sekúndur. Eftir hvert borð má svo horfa á yfirferðina í rauntíma, eins og sjá má hér að neðan.Sömuleiðis væri ég til í að hreyfingar persóna í leiknum væru betri. Teiknimynda-lúkkið gerir mikið fyrir John Wick Hex en maður fær stundum á tilfinninguna að tindátar séu að slást. Ef maður mætir einum óvini og slær hann ítrekað gerir Wick til dæmis alltaf sömu höggin. Það vantar meiri dýpt. Ég kláraði leikinn á venjulegu erfiðleikastigi en manni býðst að spila leikinn þannig að maður fái einungis fimm sekúndur til að taka ákvörðun í hvert sinn sem aðgerð lýkur. Það á ég eftir að prófa en ég er ekki viss um að ég hlakki til þess, því það verður án efa mjög erfitt. Til að taka saman, þá er John Wick Hex skemmtilegri en mig grunaði og þá sérstaklega fyrir rétt rúman tvö þúsund kall. Þar að auki fyrir aðila eins og mig sem hafa gaman af leikjum sem snúast um taktík er einstaklega gaman að setja sig í spor Wick. John Wick Hex er fáanlegur hjá Epic Games fyrir PC og Mac.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira