Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 08:45 Bioware Dragon Age Veilguard er fjórði og síðasti leikurinn í mjög svo vinsælli leikjaseríu. Thedas er í mikilli hættu, eins og yfirleitt, og spilarar þurfa að bjarga málunum með því að berjast gegn fornum guðum og illum áhangendum þeirra. Þetta er eðli málsins ekki auðvelt og spilarar þurfa að heimsækja flest horn söguheimsins, safna bandamönnum og byggja upp mótspyrnu gegn guðunum. Góð persónusköpun Það fyrsta sem spilarar þurfa að gera er að búa til Rook, aðalpersónu leiksins, sem er merkilega ítarlegt þegar kemur að útliti hennar. Það er vel hægt að eyða töluverðum tíma í að búa til persónu sem manni líkar við. Svo velur maður henni kynþátt, baksögu og annað, sem getur haft nokkur áhrif á leikinn, eins og þekkt er með Dragon Age leiki. Ég byrjaði á að búa til galdrakarl og spilaði leikinn fyrst þannig. Ég breytti reyndar og bjó í kjölfarið til sverðsveiflandi Grey Warden, sem hefur komið niður á því hve langt ég er kominn í leiknum. Það fyrsta sem gerist í leiknum er að Rook og Varric, úr leikjum tvö og þrjú, þurfa að stoppa Solas (úr leik þrjú) sem vill rjúfa niður vegginn milli andaheimsins og heims hinna lifandi, sem hann reisti sjálfur þúsundum árum áður. Með því vill hann koma álfum Thedas til bjargar en mankynið hefur ekki komið vel fram við þá í gegnum tíðina. Það fer auðvitað ekki eins og best verður á kosið og vondir guðir sleppa úr prísund þeirra. Bioware Ekki opinn heimur, þannig Dragon Age Origins, fyrsti leikurinn í seríunni sem kom út árið 2009, er einn af mínum uppáhalds leikjum en hann á lítið sameiginlegt með Veilguard. Allir leikir seríunnar hafa að vísu tekið töluvert miklum breytingum í gegnum árin. Söguhetjurnar eru alltaf nýjar og það sama á að mestu leyti við sögusviðið. Það sama á að mestu við Veilguard. Fyrsti leikurinn gerðist í Ferelden. Sá annar gerðist í Kirkwall. Sá þriðji gerðist í Orlais og Ferelden en sá nýjasti gerist einnig víðsvegar um Thedas. Helsta breytingin á milli leikja er að hinn stóru opnu kort Inquisition hafa verið sett til hliðar í staðinn fyrir smærri og þrengri kort, þó heimurinn sé í sjálfu sér opinn þar sem maður getur í raun farið víðsvegar um hann. Það er að mínu viti ekki slæm þróun en í samblandi við „Quest“-kerfi leiksins er oft erfitt að halda utan um hvað er að gerast í sögunni og hvert maður á að fara. Maður þarf sífellt að heimsækja sömu svæðin aftur til að gera hitt og þetta, opna ný svæði, drepa nýja drullusokka og þess háttar. Annar leikurinn, Dragon Age 2, er líklega versti leikurinn í seríunni að mínu mati. Ég hafði mjög gaman af Dragon Age Inquistion, þriðja leiknum, þó að á þessum tíma hafi JRPG-þróunin verið orðin mjög mikil. Saga Inquistition fannst mér sérstaklega góð, eins og ég skrifaði á sínum tíma. Áhugaverð saga en leiðinlegar persónur Saga Veilguard þykir mér einnig áhugaverð, þó söguheimurinn sjálfur sé farinn að fara svolítið í taugarnar á mér. Ég er nú búinn að tíunda hana svolítið hér að ofan en það sem mér þykir hvað skemmtilegast við hana er að ramba á persónur úr gömlu leikjunum og varpa frekara ljósi á fornsögu Thedas. Mér hefur alltaf þótt sú saga áhugaverð þó hún hafi orðið skrítnari og skrítnari. Persónur Veilguard eru þó langt frá því að vera jafn góðar og þær voru í gömlu leikjunum, segir gamli kallinn. Mér finnst vanta mikla dýpt í þær og þar að auki eru þær ekki jafn fyndnar og mann grunar að þær eigi að vera. Talsetningin í Veilguard er að mér finnst oft í engum takt við það sem verið er að tala um. Það er stundum eins og Rook og persónurnar sem hann er að tala við séu að eiga í mismunandi samtölum. Samtöl yfir höfuð þykir mér allt of oft vera eins og í einhverjum sitcom. Mér finnst einnig vanta upp á andrúmsloft leiksins, sem orsakast að miklu leyti á því að ég hef ekki náð að tengja við persónurnar, held ég, það veit ég ekki, ég er ekki sálfræðingur! Látið mig í friði. Fínasta bardagakerfi Bardagakerfið er gott, þegar maður er í réttum gír. Það er nokkuð hratt og á köflum ýkt og gegn erfiðum óvinum er nauðsynlegt að nýta félaga sína vel og láta hæfileika þeirra og árásir vinna saman með þínum. Kerfið býður manni upp á margar mismunandi leiðir til að spila sig í gegnum leikinn, sem er sömuleiðis jákvætt þar sem ákvarðanir manns geta skipt máli og haft áhrif á framgang sögunnar. Það gefur manni meira tilefni til að spila leikinn aftur í framtíðinni. Hæfileikakerfi Veilguard gerir manni einnig kleift að sérsníða sinn Rook með eigin bardagastíl í huga. Þá er alltaf hægt að breyta verulega til í kerfinu, endurheimta alla hæfileikapunkta sína og prófa sig áfram við að finna sinn stíl. Þetta er allt gott og blessað og fylgir eiginlega þessu action RPG formi sem margir ættu að kannast við. Seinna meir í leiknum getur þetta þó reynst þreytandi og þá sérstaklega vegna fjölda óvina og ýktra árása allra í leiknum. Í hvert sinn sem sverði er sveiflað fylgir því mikil ljósasýning og það sama á um galdra. Það verður oft erfitt að sjá almennilega hvað er að gerast og að tímasetja varnir Rook rétt, en þær byggja nefnilega á því að sjá litaða hringi yfir haus Rook. Hatur á netinu Alls konar drullusokkar internetsins hafa hraunað yfir þennan leik um langt skeið og beita öllum sínum helstu stikk- og tískuorðum eins og Woke og DEI en þeir mega fokka sér. DA-leikir hafa alltaf verið „Woke“. Það er þó ýmislegt annað sem stuðar mig varðandi Veilguard, sem í grunninn snýst um að ég sakna Origins, fyrsta leiksins. Ef það væri maður með byssu sem ætlaði sér að þvinga mig til að ná utan um hvað stuðar mig við Dragon Age heiminn og þróun leikjanna, yrði það eitthvað á þessa leið: Fyrsti leikurinn, Origins, var nokkuð jarðbundinn ævintýraleikur með taktísku ívafi, sem gerðist í mjög alvarlegum söguheimi og daðraði á köflum við að vera hryllingsleikur. Skarpar línur voru lagðar um söguheiminn, sem tók mið af miðöldum eins og svo margir ævintýraleikir gera. Þá voru aðalpersónurnar engin ofurmenni, heldur hæfileikaríkt fólk með frekar hefðbundin vopn og hógværa galdra. Bioware Í gegnum árin hefur þetta þróast í allt aðra átta. Söguheimurinn verður alltaf skringilegri og ýktari í alla staði. Vopn og brynjur leikjanna hafa sömuleiðis tekið stakkaskiptum og verða sífellt meira „Fortnite“ eða teiknimyndalegri, ef svo má segja. Þetta er orðið svo kjánalegt eitthvað. Ekki er lengur hægt að sveifla sverði án þess að því fylgi þvílík diskóljóst og hasar. Þetta er allt orðið voðalega mikið JRPG, ef svo má segja, og ég er satt best að segja ekki að fíla það. Það er aðallega tvennt sem fer í taugarnar á mér. Hvernig söguheimurinn hefur breyst og spilunin sömuleiðis. Þetta eru ekki lengur taktískir leikir heldur svokallaðir „hack and slash“ með smá RPG ívafi. Úff, ég er eiginlega að fatta að mögulega er ég bara að vera hundgamall og leiðinlegur og þjáist af nostalgíu. Mikill stíll yfir Veilguard Ég get ekki kvartað yfir útliti og grafík Veilguard. Það er augljóst að þar hefur verið tekin listræn stefna varðandi útlitið og fyrir vikið er ekki hægt að segja að grafíkin sé „raunveruleg“ en það er erfitt að kvarta yfir því. Það er í raun ekkert að grafíkinni og leikurinn lítur bara vel út, í þeim stíl sem hann er í. Allt umhverfi leiksins er líka oftar en ekki mjög flott og lifandi. Mér finnst þó hægt að gagnrýna hvernig persónur Veilguard líta út. Þær geta verið í skringilegum hlutföllum, mjög einsleitar og dúkkulegar. Bioware Samantekt-ish Eins og áður segir, er ég mögulega búinn að vera of harðorður í garð þessa leiks. Ég hef skemmt mér ágætlega við spilun hans og það getur sömuleiðis verið áhugavert að leysa þrautir og finna fjársjóð í leiknum. Ég þurfti aðeins að leggja á mig við að komast í action RPG/Hack and slash-gírinn. Ég fór inn í þennan leik upprunalega í öðrum gír, sem reyndist mér erfitt. Í heildina get ég ekki sagt annað en að Dragon Age Veilguard sé hinn fínasti leikur. Það er líka ekki endilega nauðsynlegt að hafa spilað fyrri leikina, þó það hjálpi auðvitað helling. Hafandi spilað alla hina og gert það oft, þá er Veilguard ekki leikur sem ég hefði getað látið vera. Þó það sé ýmislegt sem fer í taugarnar á mér hefur upplifunin verið góð. Bioware Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þetta er eðli málsins ekki auðvelt og spilarar þurfa að heimsækja flest horn söguheimsins, safna bandamönnum og byggja upp mótspyrnu gegn guðunum. Góð persónusköpun Það fyrsta sem spilarar þurfa að gera er að búa til Rook, aðalpersónu leiksins, sem er merkilega ítarlegt þegar kemur að útliti hennar. Það er vel hægt að eyða töluverðum tíma í að búa til persónu sem manni líkar við. Svo velur maður henni kynþátt, baksögu og annað, sem getur haft nokkur áhrif á leikinn, eins og þekkt er með Dragon Age leiki. Ég byrjaði á að búa til galdrakarl og spilaði leikinn fyrst þannig. Ég breytti reyndar og bjó í kjölfarið til sverðsveiflandi Grey Warden, sem hefur komið niður á því hve langt ég er kominn í leiknum. Það fyrsta sem gerist í leiknum er að Rook og Varric, úr leikjum tvö og þrjú, þurfa að stoppa Solas (úr leik þrjú) sem vill rjúfa niður vegginn milli andaheimsins og heims hinna lifandi, sem hann reisti sjálfur þúsundum árum áður. Með því vill hann koma álfum Thedas til bjargar en mankynið hefur ekki komið vel fram við þá í gegnum tíðina. Það fer auðvitað ekki eins og best verður á kosið og vondir guðir sleppa úr prísund þeirra. Bioware Ekki opinn heimur, þannig Dragon Age Origins, fyrsti leikurinn í seríunni sem kom út árið 2009, er einn af mínum uppáhalds leikjum en hann á lítið sameiginlegt með Veilguard. Allir leikir seríunnar hafa að vísu tekið töluvert miklum breytingum í gegnum árin. Söguhetjurnar eru alltaf nýjar og það sama á að mestu leyti við sögusviðið. Það sama á að mestu við Veilguard. Fyrsti leikurinn gerðist í Ferelden. Sá annar gerðist í Kirkwall. Sá þriðji gerðist í Orlais og Ferelden en sá nýjasti gerist einnig víðsvegar um Thedas. Helsta breytingin á milli leikja er að hinn stóru opnu kort Inquisition hafa verið sett til hliðar í staðinn fyrir smærri og þrengri kort, þó heimurinn sé í sjálfu sér opinn þar sem maður getur í raun farið víðsvegar um hann. Það er að mínu viti ekki slæm þróun en í samblandi við „Quest“-kerfi leiksins er oft erfitt að halda utan um hvað er að gerast í sögunni og hvert maður á að fara. Maður þarf sífellt að heimsækja sömu svæðin aftur til að gera hitt og þetta, opna ný svæði, drepa nýja drullusokka og þess háttar. Annar leikurinn, Dragon Age 2, er líklega versti leikurinn í seríunni að mínu mati. Ég hafði mjög gaman af Dragon Age Inquistion, þriðja leiknum, þó að á þessum tíma hafi JRPG-þróunin verið orðin mjög mikil. Saga Inquistition fannst mér sérstaklega góð, eins og ég skrifaði á sínum tíma. Áhugaverð saga en leiðinlegar persónur Saga Veilguard þykir mér einnig áhugaverð, þó söguheimurinn sjálfur sé farinn að fara svolítið í taugarnar á mér. Ég er nú búinn að tíunda hana svolítið hér að ofan en það sem mér þykir hvað skemmtilegast við hana er að ramba á persónur úr gömlu leikjunum og varpa frekara ljósi á fornsögu Thedas. Mér hefur alltaf þótt sú saga áhugaverð þó hún hafi orðið skrítnari og skrítnari. Persónur Veilguard eru þó langt frá því að vera jafn góðar og þær voru í gömlu leikjunum, segir gamli kallinn. Mér finnst vanta mikla dýpt í þær og þar að auki eru þær ekki jafn fyndnar og mann grunar að þær eigi að vera. Talsetningin í Veilguard er að mér finnst oft í engum takt við það sem verið er að tala um. Það er stundum eins og Rook og persónurnar sem hann er að tala við séu að eiga í mismunandi samtölum. Samtöl yfir höfuð þykir mér allt of oft vera eins og í einhverjum sitcom. Mér finnst einnig vanta upp á andrúmsloft leiksins, sem orsakast að miklu leyti á því að ég hef ekki náð að tengja við persónurnar, held ég, það veit ég ekki, ég er ekki sálfræðingur! Látið mig í friði. Fínasta bardagakerfi Bardagakerfið er gott, þegar maður er í réttum gír. Það er nokkuð hratt og á köflum ýkt og gegn erfiðum óvinum er nauðsynlegt að nýta félaga sína vel og láta hæfileika þeirra og árásir vinna saman með þínum. Kerfið býður manni upp á margar mismunandi leiðir til að spila sig í gegnum leikinn, sem er sömuleiðis jákvætt þar sem ákvarðanir manns geta skipt máli og haft áhrif á framgang sögunnar. Það gefur manni meira tilefni til að spila leikinn aftur í framtíðinni. Hæfileikakerfi Veilguard gerir manni einnig kleift að sérsníða sinn Rook með eigin bardagastíl í huga. Þá er alltaf hægt að breyta verulega til í kerfinu, endurheimta alla hæfileikapunkta sína og prófa sig áfram við að finna sinn stíl. Þetta er allt gott og blessað og fylgir eiginlega þessu action RPG formi sem margir ættu að kannast við. Seinna meir í leiknum getur þetta þó reynst þreytandi og þá sérstaklega vegna fjölda óvina og ýktra árása allra í leiknum. Í hvert sinn sem sverði er sveiflað fylgir því mikil ljósasýning og það sama á um galdra. Það verður oft erfitt að sjá almennilega hvað er að gerast og að tímasetja varnir Rook rétt, en þær byggja nefnilega á því að sjá litaða hringi yfir haus Rook. Hatur á netinu Alls konar drullusokkar internetsins hafa hraunað yfir þennan leik um langt skeið og beita öllum sínum helstu stikk- og tískuorðum eins og Woke og DEI en þeir mega fokka sér. DA-leikir hafa alltaf verið „Woke“. Það er þó ýmislegt annað sem stuðar mig varðandi Veilguard, sem í grunninn snýst um að ég sakna Origins, fyrsta leiksins. Ef það væri maður með byssu sem ætlaði sér að þvinga mig til að ná utan um hvað stuðar mig við Dragon Age heiminn og þróun leikjanna, yrði það eitthvað á þessa leið: Fyrsti leikurinn, Origins, var nokkuð jarðbundinn ævintýraleikur með taktísku ívafi, sem gerðist í mjög alvarlegum söguheimi og daðraði á köflum við að vera hryllingsleikur. Skarpar línur voru lagðar um söguheiminn, sem tók mið af miðöldum eins og svo margir ævintýraleikir gera. Þá voru aðalpersónurnar engin ofurmenni, heldur hæfileikaríkt fólk með frekar hefðbundin vopn og hógværa galdra. Bioware Í gegnum árin hefur þetta þróast í allt aðra átta. Söguheimurinn verður alltaf skringilegri og ýktari í alla staði. Vopn og brynjur leikjanna hafa sömuleiðis tekið stakkaskiptum og verða sífellt meira „Fortnite“ eða teiknimyndalegri, ef svo má segja. Þetta er orðið svo kjánalegt eitthvað. Ekki er lengur hægt að sveifla sverði án þess að því fylgi þvílík diskóljóst og hasar. Þetta er allt orðið voðalega mikið JRPG, ef svo má segja, og ég er satt best að segja ekki að fíla það. Það er aðallega tvennt sem fer í taugarnar á mér. Hvernig söguheimurinn hefur breyst og spilunin sömuleiðis. Þetta eru ekki lengur taktískir leikir heldur svokallaðir „hack and slash“ með smá RPG ívafi. Úff, ég er eiginlega að fatta að mögulega er ég bara að vera hundgamall og leiðinlegur og þjáist af nostalgíu. Mikill stíll yfir Veilguard Ég get ekki kvartað yfir útliti og grafík Veilguard. Það er augljóst að þar hefur verið tekin listræn stefna varðandi útlitið og fyrir vikið er ekki hægt að segja að grafíkin sé „raunveruleg“ en það er erfitt að kvarta yfir því. Það er í raun ekkert að grafíkinni og leikurinn lítur bara vel út, í þeim stíl sem hann er í. Allt umhverfi leiksins er líka oftar en ekki mjög flott og lifandi. Mér finnst þó hægt að gagnrýna hvernig persónur Veilguard líta út. Þær geta verið í skringilegum hlutföllum, mjög einsleitar og dúkkulegar. Bioware Samantekt-ish Eins og áður segir, er ég mögulega búinn að vera of harðorður í garð þessa leiks. Ég hef skemmt mér ágætlega við spilun hans og það getur sömuleiðis verið áhugavert að leysa þrautir og finna fjársjóð í leiknum. Ég þurfti aðeins að leggja á mig við að komast í action RPG/Hack and slash-gírinn. Ég fór inn í þennan leik upprunalega í öðrum gír, sem reyndist mér erfitt. Í heildina get ég ekki sagt annað en að Dragon Age Veilguard sé hinn fínasti leikur. Það er líka ekki endilega nauðsynlegt að hafa spilað fyrri leikina, þó það hjálpi auðvitað helling. Hafandi spilað alla hina og gert það oft, þá er Veilguard ekki leikur sem ég hefði getað látið vera. Þó það sé ýmislegt sem fer í taugarnar á mér hefur upplifunin verið góð. Bioware
Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira