Franco grafinn upp í óþökk afkomenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 19:00 Öfgamenn mótmæltu því í dag að Franco væri grafinn upp. AP/Manu Fernandez Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð. Spánn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sjá meira
Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð.
Spánn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sjá meira