Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. vísir/hafsteinn Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Sjá meira