Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 19:59 Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira