Fyrsta risamót ársins verður haldið í ágúst Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 11:01 Rory McIlroy hefur unnið PGA-mótið tvisvar, 2012 og 2014. getty/Streeter Lecka Fyrsta risamót ársins í golfi verður haldið í ágúst, þegar PGA-mótið verður haldið án áhorfenda á Harding Park í San Francisco. Ákvörðunin var tekinn nú á mánudag. Ákveðið var að halda mótið frá 6.-9. ágúst en mótið átti upprunalega að fara fram 14.-17. maí en var auðvitað frestað vegna Kórónuveirufaraldursins. Mótið átti upprunalega að vera leikið að viðstöddum 40.000 áhorfendum á Harding Park, sem hefur aldrei hýst stórmót áður, en þetta er völlurinn þar sem Rory McIlroy vann WGC-Match Play mótið 2015 og Tiger Woods vann WGC-American Express mótið árið 2005 eftir bráðabana við John Daly. Reiknað er með að þeir taki báðir þátt á PGA-mótinu en Tiger er eins og stendur að jafna sig á meiðslum. Risamót eru þau mót sem allir bestu kylfingar heims leggja áherslu á að taka þátt í og vinna. Á eftir PGA-mótinu verður Opna bandaríska mótið haldið 17.-20. september og Masters mótið fer að öllum líkindum fram 12.-15. nóvember. Opna breska mótinu í ár var hinsvegar aflýst. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Fyrsta risamót ársins í golfi verður haldið í ágúst, þegar PGA-mótið verður haldið án áhorfenda á Harding Park í San Francisco. Ákvörðunin var tekinn nú á mánudag. Ákveðið var að halda mótið frá 6.-9. ágúst en mótið átti upprunalega að fara fram 14.-17. maí en var auðvitað frestað vegna Kórónuveirufaraldursins. Mótið átti upprunalega að vera leikið að viðstöddum 40.000 áhorfendum á Harding Park, sem hefur aldrei hýst stórmót áður, en þetta er völlurinn þar sem Rory McIlroy vann WGC-Match Play mótið 2015 og Tiger Woods vann WGC-American Express mótið árið 2005 eftir bráðabana við John Daly. Reiknað er með að þeir taki báðir þátt á PGA-mótinu en Tiger er eins og stendur að jafna sig á meiðslum. Risamót eru þau mót sem allir bestu kylfingar heims leggja áherslu á að taka þátt í og vinna. Á eftir PGA-mótinu verður Opna bandaríska mótið haldið 17.-20. september og Masters mótið fer að öllum líkindum fram 12.-15. nóvember. Opna breska mótinu í ár var hinsvegar aflýst.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira