Komu til Íslands því hér er öruggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 19:15 Laura Callet og Jonathan Zaccaria. Vísir/baldur Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00