Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“ Andri Eysteinsson skrifar 10. ágúst 2020 19:23 Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira