Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:58 Nýja greiðslukerfið mun veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00
Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30