Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. október 2020 18:17 Jón Bjarni segir það ekki vefjast fyrir stjórnvöldum að berja á bareigendum. Áfengisgjöld hafa lengi verið tól sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað til að stoppa upp í göt í fjárlögum og þurfi að róa mannskapinn er gripið til þess að loka starfseminni. Jón Bjarni Steinsson, sem á og rekur barinn Dillon við Laugaveg, auglýsir eftir viti í sóttvarnaraðgerðir yfirvalda. Arnar Þór Gíslason, annar stórtækur bareigandi í miðbænum, tekur í sama streng. „Getur ekki einhver spurt Katrínu eða Svandísi hver munurinn er á því að drekka þar sem er eldavél og þar sem ekki er eldavél? Þarf ég að loka reglulega næsta árið á meðan staðir með eldhús geta haft partý öll kvöld?“ spyr Jón Bjarni sem telur ekkert samræmi í aðgerðum stjórnvalda, og þar með fari lítið fyrir vitinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti fyrr í dag um hertar aðgerðir vegna krónuveiruvaraldursins. Katrín sagði að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndu fara nánar yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá yrði auglýsing birt á morgun en fyrir liggur að líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Sér ekkert vit í sóttvarnaraðgerum Jón Bjarni segir í samtali við Vísi að þetta breyti sig svo sem engu, en spurningin er hversu oft eigi að loka hjá sér meðan Siggi í næsta húsi má hafa opið því hann selur mat með sinni áfengissölu. „Það eru 14 vínveitingastaðir í Hafnarfirði (held ég). Það eru bara 2 sem þurfa að loka. Ef þetta er vandamálið lokið þá öllu og klárið þetta.“ Jón Bjarni segir vandann þann að það sé ekkert samræmi í aðgerðunum sem svo ali á þeim illa grun að það sé ekkert vit í þessu. Frekar að um sýndarmennsku eða friðþægingu sé að ræða. „Það er nákvæmlega málið. Ég er löngu búinn að sætta mig við stöðuna og gera ráðstafanir fram á næsta sumar. En það er bara ekkert vit i þessum aðgerðum. Ég er með eldhús og sel mat. En eftir því sem ég best veit (án þess að vera viss) þarf ég að loka a mánudaginn.“ Stjórnvöld berja á bareigendum Jón Bjarni hefur verið með tvo staði í rekstri, Dillon og svo Chuck Norris, en á sitthvoru leyfinu. Eldhús er í Chuck Norris en þar lokaði Jón Bjarni 30. september. En þaðan hefur hann selt mat á Dillon, en um er að ræða samliggjandi staði. Er mikil gremja meðal ykkar sem eruð að reka krár? „Sko, ég gerði Pollýönnu að mínum andlega leiðtoga fyrir löngu síðan og þetta er ekki „meik or breik“ í mínu lífi. En það eru margir mjög gramir og/eða hreinlega bugaðir.“ Að sögn Jóns Bjarna, þó hann hafi Pollýönnu sem sinn andlega leiðtoga, er það svo að bareigendur eru hópur sem stjórnvöld telji sig geta barið á útí eitt. Er sú starfsemi þó lykilatriði í ferðaþjónustunni sem varð einmitt til að bjarga efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið 2008. „Áfengisgjöld hafa lengi verið tól sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað til að stoppa upp í göt í fjárlögum. Það getur þú haft eftir skattalögfræðingnum Jóni Bjarna en ekki bareigandanum. Við erum einfalt skotmark. Ef fólk efast þá getur það leikið sér með tollareiknivélina á Tollur.is.“ Eðlilegra að fólk mætti koma inn og sitja Arnar Þór Gíslason, einn eigenda skemmtistaðanna Lebowski, Kalda bars, Dönsku kráarinnar, Irishman og English pub, tekur í sama streng. „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem enginn var að vonast til að þurfa að gera aftur en ef þetta er það sem þau telja að sé eina leiðin, þá verðum við að keyra þetta svona. En þetta eru þvílík vonbrigði. Sérstaklega af því að var komin sitjandi regla inn á barina, alveg eins og er á veitingastöðum. Við vorum að benda á að þau ættu að leyfa okkur að vera með opið, ef veitingastaðir fá að vera opnir, en þeir ætla greinilega ekki að leyfa það. Okkur fyndist það eðlilegra, að fólk mætti koma inn og sitja.“ Leigusalar gefi ekki tommu eftir Skemmtistaðaeigendur séu vissulega ýmsu vanir. Börum var lokað í tvo og hálfan mánuð vegna veirunnar í mars og apríl, auk þess sem einnig þurfti að loka börum í september eftir að smit komu upp á stöðum í miðborginni. Arnar kallar eftir styrkjum frá ríkinu til að koma til móts við skemmtistaðaeigendur. „Við þurfum að borga okkar leigu, við þurftum að borga laun nú um mánaðamótin þótt við hefðum þurft að vera með lokað. En svo tekur það jafnvel ríkið margar vikur eða mánuði að koma með einhverjar bætur. Þeir mega hysja upp um sig buxurnar í þeim efnum.“ Arnar kveðst hafa fengið um 3,6 milljónir króna í lokunarstyrki fyrir rekstur sinna fimm skemmtistaða í miðbænum síðan í vor. Það sé alls ekki nóg í ljósi þess að enginn afsláttur sé gefinn á öðrum vígstöðvum. Stórir leigusalar hafi til dæmis ekki „gefið tommu eftir“. „Svo er rosalegt að það sé ekki verið að bæta okkur eitt eða neitt fyrir skertan opnunartíma. Þetta er eins og Bónus mætti bara vera með opið til tvö á daginn. Það verður sótt að ríkinu,“ segir Arnar. „Við göngum á alla sjóði og erum að reyna að fresta hinum og þessum greiðslum. Þetta lítur ekki vel út núna.“ Látnir loka fyrstir Arnar segir aðspurður að hann sýni því þó skilning að ríkisstjórnin telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða. Upphaf bylgjunnar sem nú gengur yfir er m.a. rakið til smita sem komu upp á skemmtistöðum í byrjun september. „Það hafa líka komið upp sýkingar á veitingastöðum, ekki bara börum. Allar sýkingar hafa ekki komið upp á börum,“ segir Arnar. „En auðvitað skiljum við að það þurfi að gera eitthvað. En það ætti samt að vera þannig að það væri sitjandi regla áfram og bara sömu reglur á veitingastöðum. Þarna finnst okkur mjög hart að okkur vegið. Við fylgjum öllum reglum en erum látnir loka fyrstir og fáum engar bætur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. 3. október 2020 16:38 Viku frá tillögum sóttvarnalæknis varðandi skóla og útfarir Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. 3. október 2020 17:51 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Erlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Allir flokkar innan frávika nema Flokkur fólksins í könnunum Fjögur rán, ofbeldi gegn unglingum og úðabrúsaárás Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson, sem á og rekur barinn Dillon við Laugaveg, auglýsir eftir viti í sóttvarnaraðgerðir yfirvalda. Arnar Þór Gíslason, annar stórtækur bareigandi í miðbænum, tekur í sama streng. „Getur ekki einhver spurt Katrínu eða Svandísi hver munurinn er á því að drekka þar sem er eldavél og þar sem ekki er eldavél? Þarf ég að loka reglulega næsta árið á meðan staðir með eldhús geta haft partý öll kvöld?“ spyr Jón Bjarni sem telur ekkert samræmi í aðgerðum stjórnvalda, og þar með fari lítið fyrir vitinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti fyrr í dag um hertar aðgerðir vegna krónuveiruvaraldursins. Katrín sagði að hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndu fara nánar yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá yrði auglýsing birt á morgun en fyrir liggur að líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Sér ekkert vit í sóttvarnaraðgerum Jón Bjarni segir í samtali við Vísi að þetta breyti sig svo sem engu, en spurningin er hversu oft eigi að loka hjá sér meðan Siggi í næsta húsi má hafa opið því hann selur mat með sinni áfengissölu. „Það eru 14 vínveitingastaðir í Hafnarfirði (held ég). Það eru bara 2 sem þurfa að loka. Ef þetta er vandamálið lokið þá öllu og klárið þetta.“ Jón Bjarni segir vandann þann að það sé ekkert samræmi í aðgerðunum sem svo ali á þeim illa grun að það sé ekkert vit í þessu. Frekar að um sýndarmennsku eða friðþægingu sé að ræða. „Það er nákvæmlega málið. Ég er löngu búinn að sætta mig við stöðuna og gera ráðstafanir fram á næsta sumar. En það er bara ekkert vit i þessum aðgerðum. Ég er með eldhús og sel mat. En eftir því sem ég best veit (án þess að vera viss) þarf ég að loka a mánudaginn.“ Stjórnvöld berja á bareigendum Jón Bjarni hefur verið með tvo staði í rekstri, Dillon og svo Chuck Norris, en á sitthvoru leyfinu. Eldhús er í Chuck Norris en þar lokaði Jón Bjarni 30. september. En þaðan hefur hann selt mat á Dillon, en um er að ræða samliggjandi staði. Er mikil gremja meðal ykkar sem eruð að reka krár? „Sko, ég gerði Pollýönnu að mínum andlega leiðtoga fyrir löngu síðan og þetta er ekki „meik or breik“ í mínu lífi. En það eru margir mjög gramir og/eða hreinlega bugaðir.“ Að sögn Jóns Bjarna, þó hann hafi Pollýönnu sem sinn andlega leiðtoga, er það svo að bareigendur eru hópur sem stjórnvöld telji sig geta barið á útí eitt. Er sú starfsemi þó lykilatriði í ferðaþjónustunni sem varð einmitt til að bjarga efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið 2008. „Áfengisgjöld hafa lengi verið tól sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað til að stoppa upp í göt í fjárlögum. Það getur þú haft eftir skattalögfræðingnum Jóni Bjarna en ekki bareigandanum. Við erum einfalt skotmark. Ef fólk efast þá getur það leikið sér með tollareiknivélina á Tollur.is.“ Eðlilegra að fólk mætti koma inn og sitja Arnar Þór Gíslason, einn eigenda skemmtistaðanna Lebowski, Kalda bars, Dönsku kráarinnar, Irishman og English pub, tekur í sama streng. „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem enginn var að vonast til að þurfa að gera aftur en ef þetta er það sem þau telja að sé eina leiðin, þá verðum við að keyra þetta svona. En þetta eru þvílík vonbrigði. Sérstaklega af því að var komin sitjandi regla inn á barina, alveg eins og er á veitingastöðum. Við vorum að benda á að þau ættu að leyfa okkur að vera með opið, ef veitingastaðir fá að vera opnir, en þeir ætla greinilega ekki að leyfa það. Okkur fyndist það eðlilegra, að fólk mætti koma inn og sitja.“ Leigusalar gefi ekki tommu eftir Skemmtistaðaeigendur séu vissulega ýmsu vanir. Börum var lokað í tvo og hálfan mánuð vegna veirunnar í mars og apríl, auk þess sem einnig þurfti að loka börum í september eftir að smit komu upp á stöðum í miðborginni. Arnar kallar eftir styrkjum frá ríkinu til að koma til móts við skemmtistaðaeigendur. „Við þurfum að borga okkar leigu, við þurftum að borga laun nú um mánaðamótin þótt við hefðum þurft að vera með lokað. En svo tekur það jafnvel ríkið margar vikur eða mánuði að koma með einhverjar bætur. Þeir mega hysja upp um sig buxurnar í þeim efnum.“ Arnar kveðst hafa fengið um 3,6 milljónir króna í lokunarstyrki fyrir rekstur sinna fimm skemmtistaða í miðbænum síðan í vor. Það sé alls ekki nóg í ljósi þess að enginn afsláttur sé gefinn á öðrum vígstöðvum. Stórir leigusalar hafi til dæmis ekki „gefið tommu eftir“. „Svo er rosalegt að það sé ekki verið að bæta okkur eitt eða neitt fyrir skertan opnunartíma. Þetta er eins og Bónus mætti bara vera með opið til tvö á daginn. Það verður sótt að ríkinu,“ segir Arnar. „Við göngum á alla sjóði og erum að reyna að fresta hinum og þessum greiðslum. Þetta lítur ekki vel út núna.“ Látnir loka fyrstir Arnar segir aðspurður að hann sýni því þó skilning að ríkisstjórnin telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða. Upphaf bylgjunnar sem nú gengur yfir er m.a. rakið til smita sem komu upp á skemmtistöðum í byrjun september. „Það hafa líka komið upp sýkingar á veitingastöðum, ekki bara börum. Allar sýkingar hafa ekki komið upp á börum,“ segir Arnar. „En auðvitað skiljum við að það þurfi að gera eitthvað. En það ætti samt að vera þannig að það væri sitjandi regla áfram og bara sömu reglur á veitingastöðum. Þarna finnst okkur mjög hart að okkur vegið. Við fylgjum öllum reglum en erum látnir loka fyrstir og fáum engar bætur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. 3. október 2020 16:38 Viku frá tillögum sóttvarnalæknis varðandi skóla og útfarir Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. 3. október 2020 17:51 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Erlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Allir flokkar innan frávika nema Flokkur fólksins í könnunum Fjögur rán, ofbeldi gegn unglingum og úðabrúsaárás Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02
Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. 3. október 2020 16:38
Viku frá tillögum sóttvarnalæknis varðandi skóla og útfarir Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. 3. október 2020 17:51