Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:46 Unsplash/K. Mitch Hodge Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira