Umferðaróhapp talið vera vegna farsímanotkunar undir stýri Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 08:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira
Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira