Viðtöl ársins 2020: Skipsbrot, missir, unaðsbylting og COVID-19 eftirköst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. desember 2020 07:02 Brot af þeim viðtölum sem vöktu athygli á Vísi á árinu sem er að líða. Vísir/Hjalti Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, kynlíf, fíkn, kynferðisofbeldi, starfslok, foreldrahlutverkið, gjaldþrot, missi, skilnað, ófrjósemi og svona mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má finna nokkur viðtöl sem vöktu mikla athygli á Vísi árinu. Ítalíudraumur Nínu Bjarkar breyttist fljótt í martröð Ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir flutti með fjölskylduna til Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Nína Björk og eiginmaður hennar Aron Karlsson bjuggu í Bagni di Lucca og höfðu dvalið þar í sjö mánuði þegar kórónuveiran fór að breiðast út á Ítalíu. Draumurinn varð að martröð og þau fluttu aftur til Íslands. Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012 en eftir fimm ára rússíbanaævintýri varð fyrirtækið gjaldþrota árið 2017. Eftir að falla niður í þunglyndi og neyslu tók Guðmundur sér hlé til að vinna í sjálfum sér. Hann fór yfir þetta erfiða tímabil í einlægu helgarviðtali á Vísi. Elskaði hverja mínútu og upplifði sorg við starfslokin „Það var aldrei neitt annað sem kom til greina fyrir mig, annað en að verða flugfreyja,“ sagði Björg Jónasdóttir í einlægu helgarviðtali snemma á árinu. Hún hafði þá farið sitt síðasta flug eftir 47 ár í starfi. Björg upplifði sorgartilfinningar í kringum starfslok sín en ætlar að leita sér að nýjum ævintýrum. Hún vonar að í framtíðinni verði lífaldur flugfreyja og -þjóna í starfi hækkaður. Björg Jónasdóttir flugfreyjaFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parsamböndum Þótt sum makalaus vinnustaðapartí geti verið hin ánægjulegasta skemmtun mælir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi með því að fyrirtæki marki sér stefnu um slík partí og taki afstöðu til þess hvort þau henti vinnustaðnum eða ekki. „Auðvitað er þetta drulluþungt á sál og líkama“ Stefanía Tara Þrastardóttir og Alexander Daniel Ben Guðlaugsson fóru í frjósemismeðferð og völdu að deila öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Hún átti erfitt með að verða ófrísk og hann er transmaður og framleiddi því ekki sæði. Þau vonuðust til að þeirra reynsla geti verið fróðleg fyrir aðra, hvort sem fólk er í barneignarhugleiðingum eða ekki.Síðan viðtalið var tekið fóru þau í vel heppnaða meðferð og eiga von á barni á næsta ári. Daniel og Stefanía Tara á brúðkaupsdaginn.Úr einkasafni Valdi að eignast börnin ein Anna Þorsteinsdóttir, einstæð móðir, valdi að eignast dóttur ein með aðstoð tæknifrjóvgunar. Börnin hennar eiga aðeins eitt foreldri. Anna hefur þurft að svara dónalegum spurningum um þessa ákvörðun og segir að fólk hafi mikla skoðun á því að þetta val geti haft skaðleg áhrif á börnin til framtíðar. „Við vorum eins og systur“ „Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ sagði athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir í fallegu viðtali í Einkalífinu. Hún missti bestu vinkonu sína á síðasta ári þegar Fanney Eiríksdóttir féll frá eftir erfiða baráttu við krabbamein. Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Samfélagsmiðillinn TikTok hefur komið eins og stormsveipur inn í flóru slíkra miðla undanfarin misseri og öðlast gríðarlegar vinsældir um allan heim – en um leið sætt mikilli gagnrýni. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum í viðtali, en þau eru á meðal Íslendinganna sem slegið hafa í gegn á miðlinum. Tik tok stjörnurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“ Rósa María Óskarsdóttir er 37 ára íslensk kona sem starfar sem Bodysex leiðbeinandi og fullnægingarráðgjafi. Rósa var í viðtali hjá Makamálum á Vísi og sagðist þar ætla að kalla fram unaðsbyltingu meðal fólks, fræða það um rétt sinn til kynfrelsis og hjálpa því að sjá að unaður sé heilsubætandi. Það eina sem þú þráir er að fá heilsuna aftur Tinna Marína Jónsdóttir flutti til Haugesund í Noregi árið 2017 til þess að geta verið nær fjölskyldu sinni. Á síðasta ári var hún í besta formi lífs síns þegar lífið tók snögga beygju eftir að hún greindist með MS sjúkdóminn. Eftir að léttast niður í 48 kíló hefur Tinna náð að byggja sig aftur upp og segir hún að veikindin og erfið sambandsslit hafi breytt sér varanlega. Heimurinn hrundi þegar Orri lést Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar Jónu Guðlaugsdóttur, framdi sjálfsvíg í janúarmánuði árið 2010. Guðrún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og missi sinn og nýti sér þau úrræði sem eru í boði þar sem það geti skipt sköpum við úrvinnslu sorgarinnar. Hún sagði sína sögu í Vísis hlaðvarpinu Missir. Alla Missir þættina má finna hér á Vísi. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur MPMFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Exit á Íslandi: Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Anna Bentína Hermansen ráðgjafi hjá Stígamótum segir háklassavændi til staðar á Íslandi rétt eins og erlendis. Í frásögnum vændiskvenna séu ríkir viðskiptavinir þeir verstu. Þeir telja sig hafa meiri rétt en aðrir vegna þess að þeir borga hátt verð. Viðtal sem birtist í Atvinnulífinu hér á Vísi. „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir í viðtali í hlaðvarpinu Kviknar á Vísi. Í viðtalinu kemur hún meðal annars inn á misheppnaða mænudeyfingu sem endaði þannig að nánast allir vöðvar líkama hennar voru deyfðir sem varð til þess að hún gat ekki haldið á nýfæddri dóttur sinni fyrstu klukkustundirnar. „Tragedía sem þurfti ekki að fara svona“ 5. mars árið 1997 lenti flutningaskipið Vikartindur í sjávarháska í brjáluðu veðri eftir að vélarbilun kom upp í skipinu snemma morguns. Ragnar Axelsson rifjar upp að hann var heima að undirbúa afmælið sitt þegar hann fékk símtalið. Eins og svo oft áður, henti hann öllu frá sér. Einn maður lést þennan dag og segir RAX að það hefði ekki þurft að gerast. Alla RAX Augnablik þættina má finna hér á Vísi. RAX Ragnar AxelssonFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Langar á deit með sætum íslenskum manni“ „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ sagði Ólöf Rut Fjeldsted í viðtali á Makamálum hér á Vísi. Hún auglýsti eftir að komast á stefnumót með íslenskum manni, eftir að hafa búið í Danmörku í fjórtán ár. Er enginn annar að afgreiða hérna en þetta barn? Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. Edda Hauksdóttir fyrir framan verslunina Stellu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Helga Lilja Óskarsdóttir og Sandro Fonseca vissu að það væri stutt í barnið þegar þau lögðu af stað upp á deild, en gerðu sér þó enga grein fyrir atburðarrásinni sem beið þeirra. Viðtal sem vakti mikla athygli. Stóð í skilnaði, rándýru dóms máli og bjó í barnaherbergi Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stóð í skilnaði við barnsmóður sína, dómsmáli við fyrrverandi vin sinn og bjó á sama tíma í barnaherbergi hjá öðrum vini. Sigmar var gestur Einkalífsins og sagði þar skilnað afar sorglegan þótt ákvörðunin sé rétt. Alla þættina af Einkalífinu má finna hér á Vísi. Sigmar Vilhjálmsson var gestur í Einkalífinu á Vísi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Systkinin Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa alla tíð verið nokkuð samrýnd að eigin sögn. Þegar þau voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. Þau sögðu sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi hér á Vísi. Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt. „Ég óska engum að lenda í þessu“ Þegar Rebekka Ellen var 13 ára sendi hún nektarmyndir á jafnaldra sinn. Myndirnar enduðu á klámsíðu. Í sex ár upplifði Rebekka mikla skömm og kvíða vegna málsins. Hún sagði sína sögu í þættinum Kompás hér á Vísi. Alla Kompás þættina má finna hér á Vísi. Rebekka Ellen Daðadóttir sagði sögu sína í þáttunum Kompás. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir út ljóðabókina Á dauða mínum átti ég von en allur ágóðinn af bókaútgáfunni rann til söfnunar fyrir Ölmu Geirdal, einstæða krabbameinsveika móður. Í viðtalinu ræddi Sigríður um dauðann og það hvers vegna hún fór af stað með þetta verkefni. Alma Geirdal lést nokkrum mánuðum síðar eftir langa baráttu. Erum með mörg þúsund pör á samviskunni Við erum með mörg þúsund pör á samviskunni,“ segir Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari um þá hálfu öld sem nú er liðin frá því að hann stofnaði Gull og silfur. Fyrirtækið hefur hann rekið alla tíð á Laugavegi og gerir enn, ásamt eiginkonu sinni og meðeiganda, Kristjönu Ólafsdóttur. Skemmtilegt helgarviðtal sem birtist í Atvinnulífinu á Vísi. „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. Hann fór yfir þessa erfiðu reynslu í viðtali í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi. „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. Konan sem er á fertugsaldri í dag, sagði sína sögu í viðtali á Vísi en kaus að koma ekki fram undir nafni til að vernda eigin fjölskyldu. „Hætt að þora að vona að ég muni ná mér að fullu“ Hagfræðingurinn Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir smitaðist af Covid-19 í mars á þessu ári og var í einangrun í 22 daga. Sjö mánuðum síðar var hún enn að kljást við erfið eftirköst vegna sjúkdómsins og segir að bakslögin séu erfiðari en upprunalegu veikindin. Hún sagði frá reynslu sinni í einlægu helgarviðtali. Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir er ein þeirra sem greindist með Covid-19 hér á landi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilhelm Gunnarsson Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjóna bandinu: „Þurftum aðhlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni var í viðtali í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás sagði kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins Bergþóra Ingþórsdóttir gerði dauðann og sorg að viðfangsefni sínu í háskólanámi og hefur ákveðið að starfa á líknardeild að loknu framhaldsnámi. Hún hræðist ekki dauðann og telur að það sé líf eftir þetta líf. Sorgin var orðin Bergþóru hugleikin fyrir tvítugt, eftir að barn lést á heimilinu þar sem hún var Aupair. Öll helgarviðtölin má finna hér á Vísi. Helgarviðtal Einkalífið Kompás Fréttir ársins 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hér fyrir neðan má finna nokkur viðtöl sem vöktu mikla athygli á Vísi árinu. Ítalíudraumur Nínu Bjarkar breyttist fljótt í martröð Ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir flutti með fjölskylduna til Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Nína Björk og eiginmaður hennar Aron Karlsson bjuggu í Bagni di Lucca og höfðu dvalið þar í sjö mánuði þegar kórónuveiran fór að breiðast út á Ítalíu. Draumurinn varð að martröð og þau fluttu aftur til Íslands. Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012 en eftir fimm ára rússíbanaævintýri varð fyrirtækið gjaldþrota árið 2017. Eftir að falla niður í þunglyndi og neyslu tók Guðmundur sér hlé til að vinna í sjálfum sér. Hann fór yfir þetta erfiða tímabil í einlægu helgarviðtali á Vísi. Elskaði hverja mínútu og upplifði sorg við starfslokin „Það var aldrei neitt annað sem kom til greina fyrir mig, annað en að verða flugfreyja,“ sagði Björg Jónasdóttir í einlægu helgarviðtali snemma á árinu. Hún hafði þá farið sitt síðasta flug eftir 47 ár í starfi. Björg upplifði sorgartilfinningar í kringum starfslok sín en ætlar að leita sér að nýjum ævintýrum. Hún vonar að í framtíðinni verði lífaldur flugfreyja og -þjóna í starfi hækkaður. Björg Jónasdóttir flugfreyjaFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Makalaus vinnustaðapartí geta valdið spennu í parsamböndum Þótt sum makalaus vinnustaðapartí geti verið hin ánægjulegasta skemmtun mælir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi með því að fyrirtæki marki sér stefnu um slík partí og taki afstöðu til þess hvort þau henti vinnustaðnum eða ekki. „Auðvitað er þetta drulluþungt á sál og líkama“ Stefanía Tara Þrastardóttir og Alexander Daniel Ben Guðlaugsson fóru í frjósemismeðferð og völdu að deila öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Hún átti erfitt með að verða ófrísk og hann er transmaður og framleiddi því ekki sæði. Þau vonuðust til að þeirra reynsla geti verið fróðleg fyrir aðra, hvort sem fólk er í barneignarhugleiðingum eða ekki.Síðan viðtalið var tekið fóru þau í vel heppnaða meðferð og eiga von á barni á næsta ári. Daniel og Stefanía Tara á brúðkaupsdaginn.Úr einkasafni Valdi að eignast börnin ein Anna Þorsteinsdóttir, einstæð móðir, valdi að eignast dóttur ein með aðstoð tæknifrjóvgunar. Börnin hennar eiga aðeins eitt foreldri. Anna hefur þurft að svara dónalegum spurningum um þessa ákvörðun og segir að fólk hafi mikla skoðun á því að þetta val geti haft skaðleg áhrif á börnin til framtíðar. „Við vorum eins og systur“ „Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ sagði athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir í fallegu viðtali í Einkalífinu. Hún missti bestu vinkonu sína á síðasta ári þegar Fanney Eiríksdóttir féll frá eftir erfiða baráttu við krabbamein. Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Samfélagsmiðillinn TikTok hefur komið eins og stormsveipur inn í flóru slíkra miðla undanfarin misseri og öðlast gríðarlegar vinsældir um allan heim – en um leið sætt mikilli gagnrýni. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum í viðtali, en þau eru á meðal Íslendinganna sem slegið hafa í gegn á miðlinum. Tik tok stjörnurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“ Rósa María Óskarsdóttir er 37 ára íslensk kona sem starfar sem Bodysex leiðbeinandi og fullnægingarráðgjafi. Rósa var í viðtali hjá Makamálum á Vísi og sagðist þar ætla að kalla fram unaðsbyltingu meðal fólks, fræða það um rétt sinn til kynfrelsis og hjálpa því að sjá að unaður sé heilsubætandi. Það eina sem þú þráir er að fá heilsuna aftur Tinna Marína Jónsdóttir flutti til Haugesund í Noregi árið 2017 til þess að geta verið nær fjölskyldu sinni. Á síðasta ári var hún í besta formi lífs síns þegar lífið tók snögga beygju eftir að hún greindist með MS sjúkdóminn. Eftir að léttast niður í 48 kíló hefur Tinna náð að byggja sig aftur upp og segir hún að veikindin og erfið sambandsslit hafi breytt sér varanlega. Heimurinn hrundi þegar Orri lést Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar Jónu Guðlaugsdóttur, framdi sjálfsvíg í janúarmánuði árið 2010. Guðrún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og missi sinn og nýti sér þau úrræði sem eru í boði þar sem það geti skipt sköpum við úrvinnslu sorgarinnar. Hún sagði sína sögu í Vísis hlaðvarpinu Missir. Alla Missir þættina má finna hér á Vísi. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur MPMFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Exit á Íslandi: Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Anna Bentína Hermansen ráðgjafi hjá Stígamótum segir háklassavændi til staðar á Íslandi rétt eins og erlendis. Í frásögnum vændiskvenna séu ríkir viðskiptavinir þeir verstu. Þeir telja sig hafa meiri rétt en aðrir vegna þess að þeir borga hátt verð. Viðtal sem birtist í Atvinnulífinu hér á Vísi. „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir í viðtali í hlaðvarpinu Kviknar á Vísi. Í viðtalinu kemur hún meðal annars inn á misheppnaða mænudeyfingu sem endaði þannig að nánast allir vöðvar líkama hennar voru deyfðir sem varð til þess að hún gat ekki haldið á nýfæddri dóttur sinni fyrstu klukkustundirnar. „Tragedía sem þurfti ekki að fara svona“ 5. mars árið 1997 lenti flutningaskipið Vikartindur í sjávarháska í brjáluðu veðri eftir að vélarbilun kom upp í skipinu snemma morguns. Ragnar Axelsson rifjar upp að hann var heima að undirbúa afmælið sitt þegar hann fékk símtalið. Eins og svo oft áður, henti hann öllu frá sér. Einn maður lést þennan dag og segir RAX að það hefði ekki þurft að gerast. Alla RAX Augnablik þættina má finna hér á Vísi. RAX Ragnar AxelssonFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Langar á deit með sætum íslenskum manni“ „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ sagði Ólöf Rut Fjeldsted í viðtali á Makamálum hér á Vísi. Hún auglýsti eftir að komast á stefnumót með íslenskum manni, eftir að hafa búið í Danmörku í fjórtán ár. Er enginn annar að afgreiða hérna en þetta barn? Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. Edda Hauksdóttir fyrir framan verslunina Stellu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Helga Lilja Óskarsdóttir og Sandro Fonseca vissu að það væri stutt í barnið þegar þau lögðu af stað upp á deild, en gerðu sér þó enga grein fyrir atburðarrásinni sem beið þeirra. Viðtal sem vakti mikla athygli. Stóð í skilnaði, rándýru dóms máli og bjó í barnaherbergi Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stóð í skilnaði við barnsmóður sína, dómsmáli við fyrrverandi vin sinn og bjó á sama tíma í barnaherbergi hjá öðrum vini. Sigmar var gestur Einkalífsins og sagði þar skilnað afar sorglegan þótt ákvörðunin sé rétt. Alla þættina af Einkalífinu má finna hér á Vísi. Sigmar Vilhjálmsson var gestur í Einkalífinu á Vísi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Systkinin Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa alla tíð verið nokkuð samrýnd að eigin sögn. Þegar þau voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. Þau sögðu sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi hér á Vísi. Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt. „Ég óska engum að lenda í þessu“ Þegar Rebekka Ellen var 13 ára sendi hún nektarmyndir á jafnaldra sinn. Myndirnar enduðu á klámsíðu. Í sex ár upplifði Rebekka mikla skömm og kvíða vegna málsins. Hún sagði sína sögu í þættinum Kompás hér á Vísi. Alla Kompás þættina má finna hér á Vísi. Rebekka Ellen Daðadóttir sagði sögu sína í þáttunum Kompás. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir út ljóðabókina Á dauða mínum átti ég von en allur ágóðinn af bókaútgáfunni rann til söfnunar fyrir Ölmu Geirdal, einstæða krabbameinsveika móður. Í viðtalinu ræddi Sigríður um dauðann og það hvers vegna hún fór af stað með þetta verkefni. Alma Geirdal lést nokkrum mánuðum síðar eftir langa baráttu. Erum með mörg þúsund pör á samviskunni Við erum með mörg þúsund pör á samviskunni,“ segir Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari um þá hálfu öld sem nú er liðin frá því að hann stofnaði Gull og silfur. Fyrirtækið hefur hann rekið alla tíð á Laugavegi og gerir enn, ásamt eiginkonu sinni og meðeiganda, Kristjönu Ólafsdóttur. Skemmtilegt helgarviðtal sem birtist í Atvinnulífinu á Vísi. „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. Hann fór yfir þessa erfiðu reynslu í viðtali í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi. „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. Konan sem er á fertugsaldri í dag, sagði sína sögu í viðtali á Vísi en kaus að koma ekki fram undir nafni til að vernda eigin fjölskyldu. „Hætt að þora að vona að ég muni ná mér að fullu“ Hagfræðingurinn Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir smitaðist af Covid-19 í mars á þessu ári og var í einangrun í 22 daga. Sjö mánuðum síðar var hún enn að kljást við erfið eftirköst vegna sjúkdómsins og segir að bakslögin séu erfiðari en upprunalegu veikindin. Hún sagði frá reynslu sinni í einlægu helgarviðtali. Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir er ein þeirra sem greindist með Covid-19 hér á landi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilhelm Gunnarsson Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjóna bandinu: „Þurftum aðhlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni var í viðtali í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás sagði kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins Bergþóra Ingþórsdóttir gerði dauðann og sorg að viðfangsefni sínu í háskólanámi og hefur ákveðið að starfa á líknardeild að loknu framhaldsnámi. Hún hræðist ekki dauðann og telur að það sé líf eftir þetta líf. Sorgin var orðin Bergþóru hugleikin fyrir tvítugt, eftir að barn lést á heimilinu þar sem hún var Aupair. Öll helgarviðtölin má finna hér á Vísi.
Helgarviðtal Einkalífið Kompás Fréttir ársins 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira