Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2020 10:00 Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. Húmorinn í myndum Lóuboratoríum er hreint óborganlegur þessa dagana: Allt það spaugilega og mannlega sem margir samsvara sig við í fjarvinnu, sóttkví eða heimaviðveru. Myndirnar eru snilldar kórónuhúmor og ljóst að höfundur þeirra er að fylgja eftir tilmælum landlæknis: Töpum ekki gleðinni! Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er höfundur Lóuboratoríum. Hún starfar sem myndasögu- og handritshöfundur og teiknari. Lóa hefur líka gefið út fjöldann allan af bókum og stefnir á nýja barnabók í haust. Lóa Hlín situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Ógreitt hárið og snús Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á góðum dögum vakna ég í kringum 7:00-7:30, á slæmum 7:45-8:00 og þarf þá að rjúka af stað með son minn í skólann og setja húfu á höfuðið svo enginn taki eftir því að ég hafi ekki náð að greiða mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að ýta á snooze og sofna aftur í 10 mínútur svo fer ég og vek barnið mitt. Svo fer ég heim og greiði mér og fer svo niður á vinnustofu.“ Lóaboratoríum myndasagan er að slá í gegn á Facebook enda margt þar sem margir geta samsvarað sig við í heimaviðverunni sem flestir eru í þessa dagana.Vísir/Lóaboratoríum Teiknar í vinnunni á daginn og Lóaboratoríum á kvöldin Er Lóaboratoríum að endurspegla lífið þitt þessa dagana eða hvaðan færðu hugmyndirnar? „Lóaboratoríum endurspeglar líf mitt á ákveðinn hátt en spegillinn er beyglaður. Ég nota ýmsar aðferðir við að fá hugmyndir til dæmis að teikna fyrst klessur og sjá hvað þær minna mig á og reyna að fá hugmyndir út frá formunum. Stundum nota ég setningar úr samtölum við kærastann minn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að teikna myndir fyrir fólk, selja prent og sendast með þau. Svo er ég að skrifa bók fyrir börn sem á að koma út í haust. Á kvöldin geri ég svo alltaf eina myndasögu og set á síðuna mína Lóaboratoríum á Facebook og Instagram. Ég þýði líka sögurnar fyrir Instagram á ensku og birti á báðum tungumálum þar.“ Lóaboratoríum á Facebook hittir í mark með kórónuhúmor þessa dagana. Lóa Hlín birtir myndasöguna líka með enskum texta á Instagram.Vísir/Lóaboratoríum Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með mjög gamaldags aðferðum. Ég nota skissubók sem dagbók og skrifa þar niður allt dótaríið. Ég reyni að byrja hvern dag á því. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í fyrsta lagi hálf eitt. Ég á mjög erfitt með að hætta þeim ósið að fara of seint að sofa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Kaffispjallið Tengdar fréttir Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Húmorinn í myndum Lóuboratoríum er hreint óborganlegur þessa dagana: Allt það spaugilega og mannlega sem margir samsvara sig við í fjarvinnu, sóttkví eða heimaviðveru. Myndirnar eru snilldar kórónuhúmor og ljóst að höfundur þeirra er að fylgja eftir tilmælum landlæknis: Töpum ekki gleðinni! Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er höfundur Lóuboratoríum. Hún starfar sem myndasögu- og handritshöfundur og teiknari. Lóa hefur líka gefið út fjöldann allan af bókum og stefnir á nýja barnabók í haust. Lóa Hlín situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Ógreitt hárið og snús Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á góðum dögum vakna ég í kringum 7:00-7:30, á slæmum 7:45-8:00 og þarf þá að rjúka af stað með son minn í skólann og setja húfu á höfuðið svo enginn taki eftir því að ég hafi ekki náð að greiða mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að ýta á snooze og sofna aftur í 10 mínútur svo fer ég og vek barnið mitt. Svo fer ég heim og greiði mér og fer svo niður á vinnustofu.“ Lóaboratoríum myndasagan er að slá í gegn á Facebook enda margt þar sem margir geta samsvarað sig við í heimaviðverunni sem flestir eru í þessa dagana.Vísir/Lóaboratoríum Teiknar í vinnunni á daginn og Lóaboratoríum á kvöldin Er Lóaboratoríum að endurspegla lífið þitt þessa dagana eða hvaðan færðu hugmyndirnar? „Lóaboratoríum endurspeglar líf mitt á ákveðinn hátt en spegillinn er beyglaður. Ég nota ýmsar aðferðir við að fá hugmyndir til dæmis að teikna fyrst klessur og sjá hvað þær minna mig á og reyna að fá hugmyndir út frá formunum. Stundum nota ég setningar úr samtölum við kærastann minn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að teikna myndir fyrir fólk, selja prent og sendast með þau. Svo er ég að skrifa bók fyrir börn sem á að koma út í haust. Á kvöldin geri ég svo alltaf eina myndasögu og set á síðuna mína Lóaboratoríum á Facebook og Instagram. Ég þýði líka sögurnar fyrir Instagram á ensku og birti á báðum tungumálum þar.“ Lóaboratoríum á Facebook hittir í mark með kórónuhúmor þessa dagana. Lóa Hlín birtir myndasöguna líka með enskum texta á Instagram.Vísir/Lóaboratoríum Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með mjög gamaldags aðferðum. Ég nota skissubók sem dagbók og skrifa þar niður allt dótaríið. Ég reyni að byrja hvern dag á því. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í fyrsta lagi hálf eitt. Ég á mjög erfitt með að hætta þeim ósið að fara of seint að sofa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Kaffispjallið Tengdar fréttir Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00
Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29
Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00
Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00