Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:01 Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, fundarstýrði viðburði á vegum UAK á dögunum, þar sem konur af erlendu bergi brotnu deildu reynslu sinni af því að búa og starfa á Íslandi. Athena segir umræðuna meðal annars hafa beinst að því hvort Íslendingar eigi allir að vera ljóshærðir með blá augu en ekki dökkhærðir með krullur og brún augu? Vísir/RAX „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. „Það var líka umræða um það hvað er að vera Íslendingur,“ segir Athena og bætir við: Er Íslendingur sá sem er ljóshærður, með hvítan húðlit og blá augu en ekki sá sem er með brúnan húðlit og krullað hár?“ Athena fundarstýrði viðburði UAK sem bar yfirskriftina „The Impact of diversity - Women’s empowerment” og var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar. Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á reynslu kvenna af erlendum uppruna, ekki síst á vinnumarkaði. Í dag og á morgun, rýnir Atvinnulífið í málin. Hvers vegna er mynd á ferilskrá? Athena segist sjaldan ef nokkurn tíma hafa fundið jafn mikla samstöðu meðal UAK kvenna og annarra gesta eins og myndaðist á umræddum viðburði félagsins þann 7.nóvember síðastliðinn. ,,Það var gífurleg samstaða og alveg ljóst að í kjölfar viðburðarins ætluðu margar konur að líta sér nær og velta fyrir sér hvað hver og ein okkar getum gert til að styðja betur við konur af erlendum uppruna,“ segir Athena, sem segir margt hafa komið fram í erindi fyrirlesara sem vakti athygli og kom jafnvel á óvart. Eins og hvað? „Til dæmis það að það þekkist víst ekki erlendis að það séu alltaf myndir af umsækjendum á ferilskrám,“ svarar Athena en þekkt er að fólk af erlendum uppruna kemst síður í atvinnuviðtöl en aðrir Íslendingar. Og fyrst þetta er sér-íslenskt fyrirbæri veltir maður fyrir sér: Hvers vegna þarftu að sjá mynd af því hvernig einhver lítur út þegar þú skoðar ferilskrá? Er ekki nóg að lesa það sem stendur á blaðinu um hæfni og reynslu viðkomandi?“ Konurnar sem héldu erindi á viðburðinum eiga það sameiginlegt að hafa allar menntað sig vel á Íslandi, þótt uppruni þeirra sé úr mismunandi áttum. „Og þótt þessar konar hafi fetað menntaveginn og í rauninni gert allt ,,rétt“ til þess að greiða fyrir framgangi sínum í íslensku atvinnulífi, var einróma reynsla þeirra að ef þú ert kona af erlendu bergi brotin, þá þarftu einfaldlega að vinna tvöfalt og sanna þig tvöfalt meira en ella væri.“ Konurnar sem héldu erindi á viðburði UAK eiga það sameiginlegt að hafa allar menntað sig vel á Íslandi, þótt uppruni þeirra sé úr mismunandi áttum. En fyrir íslenskt atvinnulíf virðist það ekki nóg, því ef nafnið er öðruvísi og húðliturinn ekki hvítur, mætir þessum konum ýmsar hindranir.Vísir/Kristín Ásta Kristinsdóttir Fyrirlesararnir umræddu eru: Charlotte Jónsdóttir Biering fæddist í Suður-Afríku en starfaði sem Global Diversity and Inclusion Lead hjá Marel. Sigyn Jónsdóttir er fædd og uppalin á Íslandi og einn stofnenda fyrirtækisins Öldu, sem býður upp á lausn fyrir vinnustaði til að tryggja betri inngildingu fjölmenningar. Grace Achieng, fædd í Kenya og stofnandi fyrirtækisins Gracelandic. Lenya Rún Taha, Karim, fædd og uppalin á Íslandi og starfar sem lögfræðingur auk þess að vera í framboði til Alþingis sem fulltrúi Pírata. Foreldrar Lenyu eru frá Kúrdistan. Fida Abu Libdeh, fædd í Palestínu og stofnandi GeoSilica Iceland. „Allar þekkja þær það líka að þótt þær tali íslensku, tala margir við þær á ensku. Einfaldlega vegna þess að húðliturinn er ekki hvítur,“ segir Athena og bætir við: „Sumar þeirra þekkja það jafnvel að svara fólki á íslensku, en samt heldur fólk áfram að tala við þær á ensku.“ Athena segir marga mega líta í eigin barm hvað tungumálið varðar. „Við þurfum að sýna því skilning að þegar fólk er að læra tungumálið, er enginn sem fer að tala nýtt tungumál fullkomlega strax. Hluti af því að byggja upp fjölmenningarsamfélag er að samþykkja það að þótt íslenskan sé ekki töluð 100% rétt, er ekki þar með sagt að hún sé ekki íslenska.“ Athena á íslenska móður en bandarískan föður. Hún þekkir vel hvernig það að vera blönduð þýðir að fólk ýmist talar við hana á ensku eða gerir einfaldlega ráð fyrir að hún sé ekki íslensk. Inngilding fjölmenningar þýði hins vegar að fólk er alls konar og góð leið til að gera betur, er að líta í eigin barm og gerast bandamaður þeirra sem eru af erlendum uppruna.Vísir/RAX Að vera bandamaður Sjálf þekkir Athena það vel að það eitt að vera öðruvísi að húðlit, kallar oft fram öðruvísi viðbrögð hjá fólki. „Ég þekki það alveg sjálf að fólk byrji að tala við mig á ensku bara vegna þess að ég er blönduð,“ segir Athena, en faðir hennar er Bandarískur en móðir íslensk. Fyrstu æviárin bjó Athena í Bandaríkjunum en frá 6 ára aldri hefur hún búið á Íslandi, var þó í eitt ár í Bandaríkjunum árið 2016-2017. „Það var svo sem ekkert sem kom mér persónulega á óvart í umræðunum, einmitt vegna þess að ég er sjálf blönduð. En ég tók eftir því að margt af því sem rætt var, kom öðrum gestum viðburðarins á óvart.“ Sem Athenu fannst í raun ágætt út af fyrir sig, enda umræðurnar miklar og í samræmi við þá upplifun gesta og fyrirlesara að samfélagið og atvinnulífið þarf að gera betur. „Það hefur auðvitað verið margsannað með rannsóknum að meiri árangur næst hjá fyrirtækjum sem eru með fjölbreyttan hóp starfsfhóps frekar en einsleitan. Með fjölbreyttum hópi aukast líkurnar á því að ný sjónarmið komi fram, fleiri hugmyndir vakna og nýsköpun eykst,“ nefnir Athena sem dæmi en bætir við: Það er samt ekki nóg fyrir vinnustaði að ráða inn einn starfsmann sem kemur erlendis frá og haka þar með við boxið sitt um að vera orðinn fjölmenningarlegur vinnustaður.“ Það sem Athenu fannst mjög jákvætt við umræðurnar sem sköpuðust á viðburðinum og í kjölfar hans, voru umræður um að verða bandamaður. „Með því að verða bandamaður erum við að leggja okkar krafta fram til að liðka fyrir þessari inngildingu sem þarf að vera góð. Við verðum einfaldlega bandamenn þessa fólks sem samfélagið og vinnustaðir eru mögulega síður að taka vel á móti, vegna hörundslitar eða uppruna.“ Með því að verða bandamaður, á fólk líka auðveldara með að líta í eigin barm og átta sig á því: Hvað get ég gert til að leggja málefninu lið? „Því fyrir stjórnendur sem vilja að inngilding takist vel á sínum vinnustað, er mjög gott að byrja á því að líta í eigin barm. Og velta fyrir sér þaðan: Hvað getum við mögulega gert betur?“ Það sama segir Athena svo sem að eigi við um almennt: Fólk, fyrirtæki, félagasamtök og svo framvegis. „Með því að vera bandamaður getum við hjálpað mikið til.“ Mikilvægi tengslanetsins á Íslandi er mjög mikið og fyrir konur af erlendum uppruna, getur það verið erfitt til dæmis þegar sótt er um starf. Athena segir vinnustaði til dæmis geta skoðað hvort umsækjendur um störf séu frekar einsleitur hópur og ef svo er, að velta fyrir sér hvort eitthvað í umsóknarferlinu sé þess eðlis að það hindri sumt fólk í að sækja um. Vísir/RAX Þá bendir Athena á að ekki síst þurfi samstaðan að aukast nú. „Þegar viðburðurinn var haldinn voru kosningarnar í Bandaríkjunum nýafstaðnar og því var eðlilega komið aðeins inn á það hvað er að gerast þar. Og almennt voru konur sammála um að staðan í Bandaríkjunum er líkleg til að leiða af sér bakslag í þessum málum almennt í heiminum. Það er því sérstaklega gott fyrir okkur öll að vera svolítið vel vakandi einmitt núna,“ segir Athena og bætir við að nú þegar sé hugur í UAK konum að standa fyrir sambærilegum viðburði aftur. „Því þetta var ekki aðeins viðburður fyrir UAK konur heldur var hann opinn og þangað mættu því margar konur sem eru af erlendum uppruna en búa og starfa hér. Tengslanetsmyndunin í kjölfar fundarins var því ekkert síður mikilvæg.“ En þegar nafnið er öðruvísi eða húðliturinn ekki hvítur, er eins og Íslendingar séu að setja upp hindranir og hömlur á fólk, til dæmis í atvinnulífinu. Það var til dæmis mikið rætt um tengslanetið í atvinnulífinu. Því á Íslandi gengur svo mikið út á að þú þekkir einhvern og hverjir eru í tengslanetinu þínu. Til dæmis þegar að því kemur að fá vinnu. Sem er ekki auðvelt fyrir þessar konur, því þær eiga ekki endilega greiðan aðgang að þessu tengslaneti verandi með erlendan uppruna.“ Sem þó getur verið dýrkeyptur mannauður fyrir íslenskt atvinnulíf að missa af. „Að byggja upp fjölmenningarsamfélag og auka á fjölbreytileika starfshópa vinnustaða er langhlaup. Það er enginn sem breytir vinnustaðamenningu í fjölmenningu á einni nóttu. En allt sem mögulega getur liðkað fyrir því að inngildingin gangi sem best fyrir sig er hagur allra,“ segir Athena og nefnir enn eitt dæmi: Með því að líta inn á við er til dæmis hægt að skoða hvort umsækjendur um störf séu fjölbreyttur hópur hverju sinni og ef ekki, hvort það geti þá mögulega falist einhverjar hindranir eða takmarkanir strax í því ferli, sem koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um starfið.“ Jafnréttismál Sjálfbærni Innflytjendamál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Það var líka umræða um það hvað er að vera Íslendingur,“ segir Athena og bætir við: Er Íslendingur sá sem er ljóshærður, með hvítan húðlit og blá augu en ekki sá sem er með brúnan húðlit og krullað hár?“ Athena fundarstýrði viðburði UAK sem bar yfirskriftina „The Impact of diversity - Women’s empowerment” og var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar. Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á reynslu kvenna af erlendum uppruna, ekki síst á vinnumarkaði. Í dag og á morgun, rýnir Atvinnulífið í málin. Hvers vegna er mynd á ferilskrá? Athena segist sjaldan ef nokkurn tíma hafa fundið jafn mikla samstöðu meðal UAK kvenna og annarra gesta eins og myndaðist á umræddum viðburði félagsins þann 7.nóvember síðastliðinn. ,,Það var gífurleg samstaða og alveg ljóst að í kjölfar viðburðarins ætluðu margar konur að líta sér nær og velta fyrir sér hvað hver og ein okkar getum gert til að styðja betur við konur af erlendum uppruna,“ segir Athena, sem segir margt hafa komið fram í erindi fyrirlesara sem vakti athygli og kom jafnvel á óvart. Eins og hvað? „Til dæmis það að það þekkist víst ekki erlendis að það séu alltaf myndir af umsækjendum á ferilskrám,“ svarar Athena en þekkt er að fólk af erlendum uppruna kemst síður í atvinnuviðtöl en aðrir Íslendingar. Og fyrst þetta er sér-íslenskt fyrirbæri veltir maður fyrir sér: Hvers vegna þarftu að sjá mynd af því hvernig einhver lítur út þegar þú skoðar ferilskrá? Er ekki nóg að lesa það sem stendur á blaðinu um hæfni og reynslu viðkomandi?“ Konurnar sem héldu erindi á viðburðinum eiga það sameiginlegt að hafa allar menntað sig vel á Íslandi, þótt uppruni þeirra sé úr mismunandi áttum. „Og þótt þessar konar hafi fetað menntaveginn og í rauninni gert allt ,,rétt“ til þess að greiða fyrir framgangi sínum í íslensku atvinnulífi, var einróma reynsla þeirra að ef þú ert kona af erlendu bergi brotin, þá þarftu einfaldlega að vinna tvöfalt og sanna þig tvöfalt meira en ella væri.“ Konurnar sem héldu erindi á viðburði UAK eiga það sameiginlegt að hafa allar menntað sig vel á Íslandi, þótt uppruni þeirra sé úr mismunandi áttum. En fyrir íslenskt atvinnulíf virðist það ekki nóg, því ef nafnið er öðruvísi og húðliturinn ekki hvítur, mætir þessum konum ýmsar hindranir.Vísir/Kristín Ásta Kristinsdóttir Fyrirlesararnir umræddu eru: Charlotte Jónsdóttir Biering fæddist í Suður-Afríku en starfaði sem Global Diversity and Inclusion Lead hjá Marel. Sigyn Jónsdóttir er fædd og uppalin á Íslandi og einn stofnenda fyrirtækisins Öldu, sem býður upp á lausn fyrir vinnustaði til að tryggja betri inngildingu fjölmenningar. Grace Achieng, fædd í Kenya og stofnandi fyrirtækisins Gracelandic. Lenya Rún Taha, Karim, fædd og uppalin á Íslandi og starfar sem lögfræðingur auk þess að vera í framboði til Alþingis sem fulltrúi Pírata. Foreldrar Lenyu eru frá Kúrdistan. Fida Abu Libdeh, fædd í Palestínu og stofnandi GeoSilica Iceland. „Allar þekkja þær það líka að þótt þær tali íslensku, tala margir við þær á ensku. Einfaldlega vegna þess að húðliturinn er ekki hvítur,“ segir Athena og bætir við: „Sumar þeirra þekkja það jafnvel að svara fólki á íslensku, en samt heldur fólk áfram að tala við þær á ensku.“ Athena segir marga mega líta í eigin barm hvað tungumálið varðar. „Við þurfum að sýna því skilning að þegar fólk er að læra tungumálið, er enginn sem fer að tala nýtt tungumál fullkomlega strax. Hluti af því að byggja upp fjölmenningarsamfélag er að samþykkja það að þótt íslenskan sé ekki töluð 100% rétt, er ekki þar með sagt að hún sé ekki íslenska.“ Athena á íslenska móður en bandarískan föður. Hún þekkir vel hvernig það að vera blönduð þýðir að fólk ýmist talar við hana á ensku eða gerir einfaldlega ráð fyrir að hún sé ekki íslensk. Inngilding fjölmenningar þýði hins vegar að fólk er alls konar og góð leið til að gera betur, er að líta í eigin barm og gerast bandamaður þeirra sem eru af erlendum uppruna.Vísir/RAX Að vera bandamaður Sjálf þekkir Athena það vel að það eitt að vera öðruvísi að húðlit, kallar oft fram öðruvísi viðbrögð hjá fólki. „Ég þekki það alveg sjálf að fólk byrji að tala við mig á ensku bara vegna þess að ég er blönduð,“ segir Athena, en faðir hennar er Bandarískur en móðir íslensk. Fyrstu æviárin bjó Athena í Bandaríkjunum en frá 6 ára aldri hefur hún búið á Íslandi, var þó í eitt ár í Bandaríkjunum árið 2016-2017. „Það var svo sem ekkert sem kom mér persónulega á óvart í umræðunum, einmitt vegna þess að ég er sjálf blönduð. En ég tók eftir því að margt af því sem rætt var, kom öðrum gestum viðburðarins á óvart.“ Sem Athenu fannst í raun ágætt út af fyrir sig, enda umræðurnar miklar og í samræmi við þá upplifun gesta og fyrirlesara að samfélagið og atvinnulífið þarf að gera betur. „Það hefur auðvitað verið margsannað með rannsóknum að meiri árangur næst hjá fyrirtækjum sem eru með fjölbreyttan hóp starfsfhóps frekar en einsleitan. Með fjölbreyttum hópi aukast líkurnar á því að ný sjónarmið komi fram, fleiri hugmyndir vakna og nýsköpun eykst,“ nefnir Athena sem dæmi en bætir við: Það er samt ekki nóg fyrir vinnustaði að ráða inn einn starfsmann sem kemur erlendis frá og haka þar með við boxið sitt um að vera orðinn fjölmenningarlegur vinnustaður.“ Það sem Athenu fannst mjög jákvætt við umræðurnar sem sköpuðust á viðburðinum og í kjölfar hans, voru umræður um að verða bandamaður. „Með því að verða bandamaður erum við að leggja okkar krafta fram til að liðka fyrir þessari inngildingu sem þarf að vera góð. Við verðum einfaldlega bandamenn þessa fólks sem samfélagið og vinnustaðir eru mögulega síður að taka vel á móti, vegna hörundslitar eða uppruna.“ Með því að verða bandamaður, á fólk líka auðveldara með að líta í eigin barm og átta sig á því: Hvað get ég gert til að leggja málefninu lið? „Því fyrir stjórnendur sem vilja að inngilding takist vel á sínum vinnustað, er mjög gott að byrja á því að líta í eigin barm. Og velta fyrir sér þaðan: Hvað getum við mögulega gert betur?“ Það sama segir Athena svo sem að eigi við um almennt: Fólk, fyrirtæki, félagasamtök og svo framvegis. „Með því að vera bandamaður getum við hjálpað mikið til.“ Mikilvægi tengslanetsins á Íslandi er mjög mikið og fyrir konur af erlendum uppruna, getur það verið erfitt til dæmis þegar sótt er um starf. Athena segir vinnustaði til dæmis geta skoðað hvort umsækjendur um störf séu frekar einsleitur hópur og ef svo er, að velta fyrir sér hvort eitthvað í umsóknarferlinu sé þess eðlis að það hindri sumt fólk í að sækja um. Vísir/RAX Þá bendir Athena á að ekki síst þurfi samstaðan að aukast nú. „Þegar viðburðurinn var haldinn voru kosningarnar í Bandaríkjunum nýafstaðnar og því var eðlilega komið aðeins inn á það hvað er að gerast þar. Og almennt voru konur sammála um að staðan í Bandaríkjunum er líkleg til að leiða af sér bakslag í þessum málum almennt í heiminum. Það er því sérstaklega gott fyrir okkur öll að vera svolítið vel vakandi einmitt núna,“ segir Athena og bætir við að nú þegar sé hugur í UAK konum að standa fyrir sambærilegum viðburði aftur. „Því þetta var ekki aðeins viðburður fyrir UAK konur heldur var hann opinn og þangað mættu því margar konur sem eru af erlendum uppruna en búa og starfa hér. Tengslanetsmyndunin í kjölfar fundarins var því ekkert síður mikilvæg.“ En þegar nafnið er öðruvísi eða húðliturinn ekki hvítur, er eins og Íslendingar séu að setja upp hindranir og hömlur á fólk, til dæmis í atvinnulífinu. Það var til dæmis mikið rætt um tengslanetið í atvinnulífinu. Því á Íslandi gengur svo mikið út á að þú þekkir einhvern og hverjir eru í tengslanetinu þínu. Til dæmis þegar að því kemur að fá vinnu. Sem er ekki auðvelt fyrir þessar konur, því þær eiga ekki endilega greiðan aðgang að þessu tengslaneti verandi með erlendan uppruna.“ Sem þó getur verið dýrkeyptur mannauður fyrir íslenskt atvinnulíf að missa af. „Að byggja upp fjölmenningarsamfélag og auka á fjölbreytileika starfshópa vinnustaða er langhlaup. Það er enginn sem breytir vinnustaðamenningu í fjölmenningu á einni nóttu. En allt sem mögulega getur liðkað fyrir því að inngildingin gangi sem best fyrir sig er hagur allra,“ segir Athena og nefnir enn eitt dæmi: Með því að líta inn á við er til dæmis hægt að skoða hvort umsækjendur um störf séu fjölbreyttur hópur hverju sinni og ef ekki, hvort það geti þá mögulega falist einhverjar hindranir eða takmarkanir strax í því ferli, sem koma í veg fyrir að ákveðnir einstaklingar sæki um starfið.“
Jafnréttismál Sjálfbærni Innflytjendamál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01
Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02