Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Karl og Kári í spjalli í Bítinu í fyrra þar sem Karl hermdi eftir Kára. Vísir Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku. Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir. Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir.
Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54