Hráfóður, náttúrulegasta leiðin til að fóðra? Gæludýr.is 25. febrúar 2021 15:49 "Loksins komið vörumerki í hráfóðri sem uppfyllti okkar gæðakröfur," segir Ingibjörg Salóme framkvæmdastjóri Gæludýr.is Gæludýr.is býður hágæða hráfóður fyrir hunda frá þýska framleiðandanum Meatlove. „Við fáum inn fleiri og fleiri viðskiptavini sem leita leiða til að fóðra hundana sína á sem náttúrulegastan hátt,“ segir Ingibjörg Salóme framkvæmdastjóri Gæludýr.is. „Við höfum lagt okkur fram við að bjóða eins hreina kosti í þurr- og blautfóðri og hægt er og má nefna t.d. Orijen þurrfóður sem er eitt það fóður sem hlotið hefur flest verðlaun í heiminum og svo Meatlove blautfóður sem inniheldur aðeins örfá innihaldsefni, öll náttúruleg og engin aukaefni,“ segir Ingibjörg, loks sé nú aðgengi að góðu hráfóðri á markaðnum. „Viðskiptavinir okkar og við sjálf höfum í mörg ár kallað eftir góðu hráfóðri en innlend framleiðsla á því hefur verið afar takmörkuð og innflutningshöft á erlent hráfóður í gangi á sama tíma og því ekki verið fáanlegt hjá neinum af okkar birgjum. Fyrir fáeinum mánuðum varð svo ljóst að einn af okkar birgjum væri að hefja innflutning á hráfóðri frá Meatlove í Þýskalandi og eftir ítarlega rannsóknarvinnu af okkar hálfu sáum við að þarna væri loksins komið vörumerki í hráfóðri sem uppfyllti okkar gæðakröfur! Við gerum kröfur um ítarlegt gæðaeftirlit á öllum stigum framleiðslunnar, að framleiðslan sé eins vistvæn og sjálfbær og hægt er og leitast sé við að flytja hráefni ekki yfir hálfan hnöttinn heldur sé leitast við að nýta sem best hráefni úr héraði en það tryggir líka ferskleikann.“ Allt sem þarf í einum skammti Einn af kostum Meatlove hráfóðurs er að fóðrið er heilfóður, sem þýðir að það inniheldur allt sem hundur þarf af prótíni, fitu, vítamínum og steinefnum. Það má því nota Meatlove hráfóðrið sem fóður alla daga ársins, en einnig má nota það sem hlutafóður þ.e. að gefa það t.d. í annarri af tveimur máltíðum hundsins á hverjum degi eða gefa það nokkrum sinnum í viku til tilbreytingar. Fóðrið má einnig nota við sérstakar aðstæður, eftir veikindi, got eða aðgerðir þegar hundurinn þarf aukna næringu eða til þess að ná upp líkamsþyngd hunda sem er of grannir og eins til að skera niður þyngd á hundum sem þarf að létta. Við höfum svo verið að fá fjölda myndbanda frá ánægðum viðskiptavinum okkar sem eru að nota Meatlove hráfóðrið til að fylla Kong. Gott fyrir heilsuna? Annar kostur þess að nota hráfóður er að það er mjög ríkt af raka enda ekki búið að þurrka það við háan hita eins og flest þurrfóður. Góður raki getur stutt vel við vatnsbúskap líkamans sem er nauðsynlegt góðri starfsemi nýrna. Það hversu fáa prótíngjafa fóðrið inniheldur getur svo gert það að góðum kosti fyrir hunda með fæðuóþol eða ofnæmi þar sem auðvelt er að sneiða framhjá þekktum óþolsvöldum. Nánari upplýsingar um hráfóðrið frá Meatlove er að finna á heimasíðu Gæludýr.is Lífið Gæludýr Tengdar fréttir Eingöngu glaðir viðskiptavinir og sumir þeirra fiðraðir og loðnir Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag. Blásið verður til rafrænnar afmælishátíðar með uppákomum á facebook og instagram í allan dag, leikir, happdrætti og fleira 28. október 2020 08:50 Gæludýr.is: Fimmta verslunin opnuð og nú á Norðurlandi Gæludýr.is hefur opnað verslun á Akureyri. Boðið verður upp á vegleg opnunartilboð fyrstu vikuna, kynningar og ráðgjöf. Gæludýr.is fagnar tíu ára starfsafmæli í ár. 10. september 2020 08:45 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Við fáum inn fleiri og fleiri viðskiptavini sem leita leiða til að fóðra hundana sína á sem náttúrulegastan hátt,“ segir Ingibjörg Salóme framkvæmdastjóri Gæludýr.is. „Við höfum lagt okkur fram við að bjóða eins hreina kosti í þurr- og blautfóðri og hægt er og má nefna t.d. Orijen þurrfóður sem er eitt það fóður sem hlotið hefur flest verðlaun í heiminum og svo Meatlove blautfóður sem inniheldur aðeins örfá innihaldsefni, öll náttúruleg og engin aukaefni,“ segir Ingibjörg, loks sé nú aðgengi að góðu hráfóðri á markaðnum. „Viðskiptavinir okkar og við sjálf höfum í mörg ár kallað eftir góðu hráfóðri en innlend framleiðsla á því hefur verið afar takmörkuð og innflutningshöft á erlent hráfóður í gangi á sama tíma og því ekki verið fáanlegt hjá neinum af okkar birgjum. Fyrir fáeinum mánuðum varð svo ljóst að einn af okkar birgjum væri að hefja innflutning á hráfóðri frá Meatlove í Þýskalandi og eftir ítarlega rannsóknarvinnu af okkar hálfu sáum við að þarna væri loksins komið vörumerki í hráfóðri sem uppfyllti okkar gæðakröfur! Við gerum kröfur um ítarlegt gæðaeftirlit á öllum stigum framleiðslunnar, að framleiðslan sé eins vistvæn og sjálfbær og hægt er og leitast sé við að flytja hráefni ekki yfir hálfan hnöttinn heldur sé leitast við að nýta sem best hráefni úr héraði en það tryggir líka ferskleikann.“ Allt sem þarf í einum skammti Einn af kostum Meatlove hráfóðurs er að fóðrið er heilfóður, sem þýðir að það inniheldur allt sem hundur þarf af prótíni, fitu, vítamínum og steinefnum. Það má því nota Meatlove hráfóðrið sem fóður alla daga ársins, en einnig má nota það sem hlutafóður þ.e. að gefa það t.d. í annarri af tveimur máltíðum hundsins á hverjum degi eða gefa það nokkrum sinnum í viku til tilbreytingar. Fóðrið má einnig nota við sérstakar aðstæður, eftir veikindi, got eða aðgerðir þegar hundurinn þarf aukna næringu eða til þess að ná upp líkamsþyngd hunda sem er of grannir og eins til að skera niður þyngd á hundum sem þarf að létta. Við höfum svo verið að fá fjölda myndbanda frá ánægðum viðskiptavinum okkar sem eru að nota Meatlove hráfóðrið til að fylla Kong. Gott fyrir heilsuna? Annar kostur þess að nota hráfóður er að það er mjög ríkt af raka enda ekki búið að þurrka það við háan hita eins og flest þurrfóður. Góður raki getur stutt vel við vatnsbúskap líkamans sem er nauðsynlegt góðri starfsemi nýrna. Það hversu fáa prótíngjafa fóðrið inniheldur getur svo gert það að góðum kosti fyrir hunda með fæðuóþol eða ofnæmi þar sem auðvelt er að sneiða framhjá þekktum óþolsvöldum. Nánari upplýsingar um hráfóðrið frá Meatlove er að finna á heimasíðu Gæludýr.is
Lífið Gæludýr Tengdar fréttir Eingöngu glaðir viðskiptavinir og sumir þeirra fiðraðir og loðnir Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag. Blásið verður til rafrænnar afmælishátíðar með uppákomum á facebook og instagram í allan dag, leikir, happdrætti og fleira 28. október 2020 08:50 Gæludýr.is: Fimmta verslunin opnuð og nú á Norðurlandi Gæludýr.is hefur opnað verslun á Akureyri. Boðið verður upp á vegleg opnunartilboð fyrstu vikuna, kynningar og ráðgjöf. Gæludýr.is fagnar tíu ára starfsafmæli í ár. 10. september 2020 08:45 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Eingöngu glaðir viðskiptavinir og sumir þeirra fiðraðir og loðnir Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag. Blásið verður til rafrænnar afmælishátíðar með uppákomum á facebook og instagram í allan dag, leikir, happdrætti og fleira 28. október 2020 08:50
Gæludýr.is: Fimmta verslunin opnuð og nú á Norðurlandi Gæludýr.is hefur opnað verslun á Akureyri. Boðið verður upp á vegleg opnunartilboð fyrstu vikuna, kynningar og ráðgjöf. Gæludýr.is fagnar tíu ára starfsafmæli í ár. 10. september 2020 08:45