„Hef ekkert að fela“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 12:31 Birgir Jónsson lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok síðasta árs. @íslandspóstur Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Sjá meira
Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Sjá meira