„Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:10 „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. Alexandra Sif, yfirleitt kölluð Ale eða Ale Sif, og kærastinn hennar Arnar Freyr Bóasson eignuðust sitt fyrsta barn, Nathaliu Rafneyju, fyrir níu mánuðum síðan. „Það voru mikil viðbrigði að fara aftur á vinnumarkaðinn og vera í burtu frá litlu dásemdinni en við höfum verið eins og samlokur þessa níu mánuði saman á Covid-tímum. Ég var rétt að venjast því að vera frá henni þegar það er svo skellt í lás á líkamsræktarstöðvum en við hjá Kvennastyrk létum lokunina ekki stoppa okkur og hittumst nú á netinu þá daga sem ættu að vera tímar og æfum saman.“ Alexandra hefur starfað við þjálfun á netinu í tíu ár en í kjölfar meðgöngunnar segist hún hafa fengið aukinn áhuga á kvenheilsu. Alexandra hefur starfað við þjálfun í gegnum netið síðustu tíu árin og segist hún hafa fengið mikinn áhuga á kvenheilsu á meðgöngunni. Í dag starfar hún sem þjálfari í Kvennastyrk í Hafnarfirði sem er líkamsrækt fyrir konur. „Samhliða vinnunni stunda ég bóklegt nám í meðgöngu- og mömmuþjálfun hjá FitbySigrún sem ég mun ljúka í vor. Ég tók við mömmutímunum þar og sé einnig um svokallaða „Basic-tíma“. Það eru hins vegar engir dagar eins í Kvennastyrk og það er ýmis önnur starfsemi sem ég kem að þar.“ Covid-faraldurinn segir Alexandra hafa haft mikil áhrif á bæði meðgöngu og sængurleguna en skömmu eftir að hún tilkynnir óléttuna á nýársdag 2020 skellur fyrsta bylgjan á. Ég hugsa að fyrsta bylgjan hafi reynst flestum erfiðust þar sem að það var mikil óvissa og lítil reynsla og þekking. Sjálf vann ég ein heima fyrir í tölvu og var frekar hrædd. Þarna var ekki vitað hvaða áhrif Covid hefði á meðgöngu svo ég var því mikið ein og upplifði mig frekar einangraða. Ég var líka leið yfir því að mitt nánasta fólk og vinkonur misstu svolítið af því að upplifa meðgönguna með mér. Hvað þótti þér sjálfri erfiðast við þennan tíma? „Mér þótti erfiðast að hugsa til þess að Arnar gæti mögulega ekki verið mér við hlið ef fæðingin tæki langan tíma og að hann þyrfti svo að fara stuttu eftir að barnið væri fætt. Bæði fyrir mitt leyti og sömuleiðis fyrir hann að fá ekki að upplifa þessa stærstu stund lífs okkar með mér almennilega. Við vorum þó heppin að Nathalia fæddist í júní akkúrat í þessum góða glugga hér á seinasta ári. Ég var með síðuna hjá fæðingardeildinni á „refresh“ á þeim tíma og ég get ekki lýst gleðinni þegar ég sá að það var búið að slaka á reglunum þar. Ég táraðist úr gleði!“ Alexandra segist hafa verið búin að sjá meðgönguna og sængurleguna allt öðruvísi fyrir sér en hún hafi upplifað sig mjög einangraða sem nýbökuð móðir. „En ég tek mikinn lærdóm frá þessum krefjandi tímum.“ Hér fyrir neðan svarar Alexandra spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við komumst að því 12. október árið 2019. Mjög nákvæmt en maður gleymir þessum degi ekki því þetta er svona dagurinn sem gjörbreytir lífi manns. Ég var ein heima og hélt að ég hefði byrjað á blæðingum deginum áður en þær héldu svo ekki áfram daginn eftir sem að mér fannst mjög skrítið. Ég þorði ekki að kaupa óléttupróf út af umræðu um óléttu sem ég tók á Instagramminu mínu nokkrum vikum áður en sú umræða rataði inn á Vísi og var sú mest lesna tvo daga í röð. Ég var hrædd um að hitta einhvern sem ég þekkti í apótekinu eða rekast á einhvern sem að þekkti mig. Þegar kærastinn minn kom heim fór hann og keypti óléttupróf og það birtast tvö strik á því prófi. Við vorum mjög glöð og spennt en örugglega bæði smá stressuð. Ég var einhvern veginn ekki að trúa þessu og tók því þrjú önnur próf vikuna eftir það. Ég held að ég hafi ekki áttað mig almennilega á þessu fyrr en við fengum hana í hendurnar. Það er reyndar skemmtileg tilviljun að samkvæmt útreikningum hef ég líklega orðið ólétt þessa sömu helgi og þessi umræða rataði í fjölmiðla. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér fannst þær mest krefjandi vikurnar á meðgöngunni. Ég upplifði mikla ógleði og hef aldrei upplifað aðra eins þreytu. Ég var mjög ólík sjálfri mér og mér fannst skrítið að hafa ekki stjórn á mínum eigin líkama. Ég endaði eitt skiptið upp á bráðamóttökunni eftir fimm daga af sólarhrings ógleði. Mér fannst þessar tólf vikur og reyndar öll meðgangan mjög krefjandi fyrir andlegu hliðina því ég var kvíðin og mjög hrædd um að eitthvað myndi koma upp á. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ég vissi að meðganga væri magnað ferli en mér fannst hún enn magnaðri við það að upplifa hana og það jókst enn frekar þegar við fengum stelpuna okkar í hendurnar. Annars held ég að það hafi ekki verið neitt sem kom mér á óvart því ég var ekki með neinar væntingar eða hugmyndir. Fallegt ferli meðgöngu fest á filmu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Það var skrítið að takast á við þær að því leytinu til að mér fannst skrítið að hafa ekki stjórn á mínum eiginn líkama og þá sérstaklega fyrstu vikurnar. Annars var ég mjög frísk eftir fyrstu þrjá mánuðina. Ég var mjög þakklát fyrir það að ég gat hreyft mig fram að settum degi því að hreyfing gerir svo mikið fyrir mig og þá sérstaklega í samkomubanninu. Ég fór meira að segja í nokkrar fjallgöngur yfir meðgönguna og var sú síðasta tveimur dögum fyrir settan dag. Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni á fjallið. Það sem að mér fannst erfitt voru athugasemdir á kúlustærðina mína. Ég fékk mikið af athugasemdum á hana yfir meðgönguna þar sem að hún var frekar nett og það reyndi á andlegu hliðina. Það fékk mig oft á tíðum til þess að hugsa til þess að það væri kannski ekki allt í lagi með barnið. Ég var líka alltaf að bíða eftir að fá stóra kúlu til þess að halda utan um en hún kom í rauninni aldrei fyrr en kannski rétt undir lokin. Ég er smá leið yfir því að ég leyfði þessu að hafa svona áhrif á mig því að mér þótti svo vænt um hana og líka því að ég var svo meðvituð um að engin stærð er rétt stærð. Kúlurnar okkar eru fyrsta heimili barna okkar og ekkert nema fallegt við það. Ég skil ekki þessar óþarfa athugasemdir á holdafar kvenna þegar þær eru óléttar og í raun bara lífinu almennt. Fjallgangan tveimur dögum fyrir settan dag. Alexandra með föður sínum og systur. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mín upplifun er bara nokkuð góð. Er mjög ánægð með hvað það er vel fylgst með öllu. Eina sem ég myndi vilja ef ég yrði ólétt aftur væri annar sónar eftir 20 vikna sónarinn, bara svona til þess að vita að allt sé í lagi. Finnst óþægileg tilhugsun að fá ekki að sjá barnið neitt hálfa meðgönguna. Ég þurfti að fara í vaxtasónar vegna kúlunnar og einnig var ég með fyrirsæta fylgju, en mér fannst sá sónar gera mjög mikið fyrir mig. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég elskaði að fá mér nýkreistan appelsínusafa, flatkökur með smjöri og osti (það æði er enn til staðar) og svo fór ég nánast hvern einasta laugardag í Bæjarbakarí í Hafnarfirði og keypti mér súkkulaðisnúð með auka súkkulaði. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Við vissum ekki kynið og ætluðum að finna tvö strákanöfn og tvö stelpunöfn. Við fundum mjög snemma nafn fyrir stelpu sem ég skrifaði niður í Notes í símanum mínum, ég var alltaf að dáðst af því. Við ætluðum svo alltaf að klára að finna restina af nöfnunum en það varð aldrei neitt úr því. Ég trúi að það hafi verið ástæða fyrir því enda heitir stelpan okkar þessu nafni í dag. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Fyrstu tólf vikurnar og andlega hliðin. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Allar tilfinningarnar sem eru engu líkar. Að sjá barnið í fyrsta skipti í sónar, að fara í 20 vikna sónarinn og vita að allt væri í góðu standi og svona. Ég elskaði að finna fyrir því að ég væri að búa til nýtt líf og finna fyrir hreyfingum. Mér fannst það líka gera meðgönguna extra skemmtilega og spennandi að vita ekki kynið. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það voru spurningar tengdar kyninu og kúlustærðinni. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á brjóstagjafa- og fæðingarnámskeið hjá 9 mánuðum. Eftir það töluðum við saman um það hvernig ég sæi fæðinguna fyrir mér en við vorum einnig meðvituð um að hún færi bara eins og að hún færi en mér fannst við bæði verða betur stemmd fyrir henni eftir námskeiðin. Þau veittu okkur auka ró og öryggi eða allavega hjá mér. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin gekk mjög vel. Hún var það erfiðasta en trylltasta sem ég hef upplifað. Settur dagur var 18. júní en ég fékk það á tilfinninguna að barnið myndi mæta í kringum sumarsólstöður, mér fannst það eitthvað fallegt enda elska ég falleg sólsetur. Að morgni 20. júní vakna ég til þess að fara á æfingu en finn að ég er eitthvað skrítin og orðin vel þreytt af fyrirvaraverkjum sem ég hafði verið með seinustu tvær vikurnar. Ég tek eftir smá blæðingu þannig að ég hef samband við fæðingardeildina því ég vissi bókstaflega ekkert hvað ég væri að fara út í en þær segja mér að vera bara róleg og vera í bandi ef það er eitthvað. Ég lagði mig yfir daginn, fór í göngutúr, keypti mér ís, horfði á þætti og fékk mér kvöldmat. Þarna sá ég að kennitalan 20.06.20 fjarlægðist óðfluga, haha. Um kvöldið ágerast verkirnir aðeins þannig ég hringi á fæðingardeildina á Akranesi þar sem planið var að fæða. Ég var farin að vera óróleg og vildi vera komin þangað ef það myndi gerast eitthvað meira. Þær sögðust ekki geta tekið við mér fyrr en eftir tvo tíma vegna manneklu sem að reyndist svo bara vera lán í óláni því að ef ég hefði beðið þá hefði ég fætt hana í bílnum. Ég fæ grænt ljós að koma upp á Landspítala en var samt smá efins með að fara strax því að ég gat talað mig í gegnum verkina og hélt að ég væri mögulega bara með einn í útvíkkun. Ég ætlaði því að bíða með að fara en skyndilega er mjög stutt á milli verkja þannig að við leggjum í hann. Á leiðinni á spítalann rétt fyrir miðnætti eru sumarsólstöður og mér líður eins og ég sé í bíómynd. Ég táraðist úr gleði yfir fallegu sólinni og yfir því að stundin sem að ég væri búin að bíða eftir í 9 mánuði væri að renna upp. Tilfinningaþrungin stund á fæðingardeild Landspítalans þegar lítil stelpa mætti í heiminn með hraði. Þegar við komum upp á spítala fer ég í skoðun og það kemur í ljós að ég var byrjuð í virkri fæðingu og fer því beint inn á fæðingarstofu. Þar ætlaði ég að hafa það kósí og fara í bað, taka seinustu bumbumyndina og slaka á. Það var enginn tími fyrir slíkt því að Nathalia Rafney var svo sannarlega að drífa sig í heiminn. Ég er rétt svo komin inn á stofuna þegar ég næ fullri útvíkkun og fæ rembingstilfinningu. Sirka hálftíma seinna kemur í heiminn heilbrigð stúlka í sigurkuflinum kl: 01:19 þann 21.júní. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er erfitt að setja þessa tilfinningu í orð. Hún var svo mögnuð og tryllt og þetta gerðist allt svo hratt. Ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina. Ég var hágrátandi og í svo mikilli geðshræringu yfir því að hafa tekist það að fæða barn og yfir því að hitta loksins þessa fallegu heilbrigðu manneskju sem að við bjuggum til. Ég á einmitt myndir af fæðingunni og mínútunni sem við fáum hana í fangið og ég tárast bara þegar ég skoða þær. Ég er svo innilega þakklát ljósmóðurinni sem fangaði þessi dýrmætu augnablik. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Þessi mikla ást sem maður hafði heyrt um en aldrei upplifað á þennan hátt áður. Ég skil ekki hvað ég var að gera áður en hún kom í heiminn því að hún varð bara lífið mitt. Alexandra segir allt hafa breyst eftir að dóttirin kom í heiminn. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, mér finnst að það megi tala um það að allar kúlur séu fallegar og að engin ein stærð sé rétt. Ég veit um svo margar sem hafa leyft neikvæðum athugasemdum að skemma þessa fallegu upplifun fyrir sér. Svo fékk ég einnig mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvenheilsu. Mér finnst að öll þjónusta og fræðsla fyrir móður eftir fæðingu mætti vera meiri og fyrir feður líka en það er annað mál. Mér finnst eins og allt eftir fæðingu snúist að mestu leyti um barnið og mæðurnar verða einhvern veginn aukaatriði. Maður þarf að sækja sér alla auka þekkingu sjálfur eins og til dæmis þegar kemur að því að jafna sig í saumunum, andlega hliðin, bilið á milli kviðvöðvanna, grindarbotnsæfingar og svo framvegis. Sumar vita einu sinni ekki mikilvægi þessara þátta og að það sé hægt að sækja sér þessa þekkingu en allir þessir þættir geta haft áhrif á konur til frambúðar eftir fæðingu. Finnst þér mikil pressa vera í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég upplifði það ekki sjálf af því að ég tók ákvörðun um það en pressan er vissulega til staðar. Ég keypti þessa stóru hluti sem okkur vantaði eins og vagn og annað eftir að hafa skoðað úrvalið vel. Við áttum kannski tvö til þrjú dress í fyrstu stærðunum og ég er mjög ánægð með þá ákvörðun að versla ekki of mikið af fötum og dóti. Mér fannst ég þurfa að finna út hvað ég fílaði og hentaði okkur áður en við fórum að kaupa meira. Allar búðir eru opnar þegar barnið fæðist og svo koma flestir með fatnað sem sængurgjöf. Falleg fjölskylda - Alexandra segir það hafa tekið tíma að finna jafnvægi í nýju hlutverki sem foreldrar. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, það var mjög krefjandi fyrst. Maður er einhvern veginn kominn í nýtt hlutverk sem maður þekkir ekki og mér fannst ég smá ekki þekkja sjálfa mig. Það er ekki fyrr en hún er sex mánaða sem ég finn mig koma hægt og rólega til baka og finn jafnvægi í nýju hlutverki. Svo koma krefjandi tímar sem reyna á, maður er einhvern veginn bara í mömmu og pabba hlutverkunum og nær lítið að gefa sér tíma fyrir að vera kærustupar. Hún var mjög erfið á kvöldin fram að sirka sjö mánaða aldri og því lítill sem enginn tími fyrir okkur ein saman. Annars finnst mér það fyrst og fremst hafa haft jákvæð áhrif. Við höfum ávallt haft það frammi fyrir okkur að vera liðsheild og mér finnst við enn betra lið eftir að hafa orðið foreldrar. Það sem stendur mest upp úr er að ég er bara enn meira ástfangin af kærastanum mínum eftir að hafa séð hann takast á við föðurhlutverkið. Ég veit ekkert fallegra en þau tvö saman og sambandið þeirra. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Það er erfitt að velja bara eitt. Ég veit að þetta hljómar kannski klisjukennt því við upplifum meðgöngu á mismunandi hátt en ég mæli svo innilega með að njóta meðgöngunnar. Taka myndir af kúlunni og ykkur með börnin eftir að það er komið í heiminn. Það er svo ótrúlega dýrmætt að eiga þessar minningar. Að hlusta alltaf á eigið innsæi og standa fast á þínu. Og síðast en ekki síst ekki gleyma að rækta sjálfa þig andlega og líkamlega. Þú ert ekki bara mamma. Nathalia Rafney níu mánaða krútt. Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál „Þegar ég sá hana var ég bara: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig!“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Alexandra Sif, yfirleitt kölluð Ale eða Ale Sif, og kærastinn hennar Arnar Freyr Bóasson eignuðust sitt fyrsta barn, Nathaliu Rafneyju, fyrir níu mánuðum síðan. „Það voru mikil viðbrigði að fara aftur á vinnumarkaðinn og vera í burtu frá litlu dásemdinni en við höfum verið eins og samlokur þessa níu mánuði saman á Covid-tímum. Ég var rétt að venjast því að vera frá henni þegar það er svo skellt í lás á líkamsræktarstöðvum en við hjá Kvennastyrk létum lokunina ekki stoppa okkur og hittumst nú á netinu þá daga sem ættu að vera tímar og æfum saman.“ Alexandra hefur starfað við þjálfun á netinu í tíu ár en í kjölfar meðgöngunnar segist hún hafa fengið aukinn áhuga á kvenheilsu. Alexandra hefur starfað við þjálfun í gegnum netið síðustu tíu árin og segist hún hafa fengið mikinn áhuga á kvenheilsu á meðgöngunni. Í dag starfar hún sem þjálfari í Kvennastyrk í Hafnarfirði sem er líkamsrækt fyrir konur. „Samhliða vinnunni stunda ég bóklegt nám í meðgöngu- og mömmuþjálfun hjá FitbySigrún sem ég mun ljúka í vor. Ég tók við mömmutímunum þar og sé einnig um svokallaða „Basic-tíma“. Það eru hins vegar engir dagar eins í Kvennastyrk og það er ýmis önnur starfsemi sem ég kem að þar.“ Covid-faraldurinn segir Alexandra hafa haft mikil áhrif á bæði meðgöngu og sængurleguna en skömmu eftir að hún tilkynnir óléttuna á nýársdag 2020 skellur fyrsta bylgjan á. Ég hugsa að fyrsta bylgjan hafi reynst flestum erfiðust þar sem að það var mikil óvissa og lítil reynsla og þekking. Sjálf vann ég ein heima fyrir í tölvu og var frekar hrædd. Þarna var ekki vitað hvaða áhrif Covid hefði á meðgöngu svo ég var því mikið ein og upplifði mig frekar einangraða. Ég var líka leið yfir því að mitt nánasta fólk og vinkonur misstu svolítið af því að upplifa meðgönguna með mér. Hvað þótti þér sjálfri erfiðast við þennan tíma? „Mér þótti erfiðast að hugsa til þess að Arnar gæti mögulega ekki verið mér við hlið ef fæðingin tæki langan tíma og að hann þyrfti svo að fara stuttu eftir að barnið væri fætt. Bæði fyrir mitt leyti og sömuleiðis fyrir hann að fá ekki að upplifa þessa stærstu stund lífs okkar með mér almennilega. Við vorum þó heppin að Nathalia fæddist í júní akkúrat í þessum góða glugga hér á seinasta ári. Ég var með síðuna hjá fæðingardeildinni á „refresh“ á þeim tíma og ég get ekki lýst gleðinni þegar ég sá að það var búið að slaka á reglunum þar. Ég táraðist úr gleði!“ Alexandra segist hafa verið búin að sjá meðgönguna og sængurleguna allt öðruvísi fyrir sér en hún hafi upplifað sig mjög einangraða sem nýbökuð móðir. „En ég tek mikinn lærdóm frá þessum krefjandi tímum.“ Hér fyrir neðan svarar Alexandra spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við komumst að því 12. október árið 2019. Mjög nákvæmt en maður gleymir þessum degi ekki því þetta er svona dagurinn sem gjörbreytir lífi manns. Ég var ein heima og hélt að ég hefði byrjað á blæðingum deginum áður en þær héldu svo ekki áfram daginn eftir sem að mér fannst mjög skrítið. Ég þorði ekki að kaupa óléttupróf út af umræðu um óléttu sem ég tók á Instagramminu mínu nokkrum vikum áður en sú umræða rataði inn á Vísi og var sú mest lesna tvo daga í röð. Ég var hrædd um að hitta einhvern sem ég þekkti í apótekinu eða rekast á einhvern sem að þekkti mig. Þegar kærastinn minn kom heim fór hann og keypti óléttupróf og það birtast tvö strik á því prófi. Við vorum mjög glöð og spennt en örugglega bæði smá stressuð. Ég var einhvern veginn ekki að trúa þessu og tók því þrjú önnur próf vikuna eftir það. Ég held að ég hafi ekki áttað mig almennilega á þessu fyrr en við fengum hana í hendurnar. Það er reyndar skemmtileg tilviljun að samkvæmt útreikningum hef ég líklega orðið ólétt þessa sömu helgi og þessi umræða rataði í fjölmiðla. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér fannst þær mest krefjandi vikurnar á meðgöngunni. Ég upplifði mikla ógleði og hef aldrei upplifað aðra eins þreytu. Ég var mjög ólík sjálfri mér og mér fannst skrítið að hafa ekki stjórn á mínum eigin líkama. Ég endaði eitt skiptið upp á bráðamóttökunni eftir fimm daga af sólarhrings ógleði. Mér fannst þessar tólf vikur og reyndar öll meðgangan mjög krefjandi fyrir andlegu hliðina því ég var kvíðin og mjög hrædd um að eitthvað myndi koma upp á. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ég vissi að meðganga væri magnað ferli en mér fannst hún enn magnaðri við það að upplifa hana og það jókst enn frekar þegar við fengum stelpuna okkar í hendurnar. Annars held ég að það hafi ekki verið neitt sem kom mér á óvart því ég var ekki með neinar væntingar eða hugmyndir. Fallegt ferli meðgöngu fest á filmu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Það var skrítið að takast á við þær að því leytinu til að mér fannst skrítið að hafa ekki stjórn á mínum eiginn líkama og þá sérstaklega fyrstu vikurnar. Annars var ég mjög frísk eftir fyrstu þrjá mánuðina. Ég var mjög þakklát fyrir það að ég gat hreyft mig fram að settum degi því að hreyfing gerir svo mikið fyrir mig og þá sérstaklega í samkomubanninu. Ég fór meira að segja í nokkrar fjallgöngur yfir meðgönguna og var sú síðasta tveimur dögum fyrir settan dag. Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni á fjallið. Það sem að mér fannst erfitt voru athugasemdir á kúlustærðina mína. Ég fékk mikið af athugasemdum á hana yfir meðgönguna þar sem að hún var frekar nett og það reyndi á andlegu hliðina. Það fékk mig oft á tíðum til þess að hugsa til þess að það væri kannski ekki allt í lagi með barnið. Ég var líka alltaf að bíða eftir að fá stóra kúlu til þess að halda utan um en hún kom í rauninni aldrei fyrr en kannski rétt undir lokin. Ég er smá leið yfir því að ég leyfði þessu að hafa svona áhrif á mig því að mér þótti svo vænt um hana og líka því að ég var svo meðvituð um að engin stærð er rétt stærð. Kúlurnar okkar eru fyrsta heimili barna okkar og ekkert nema fallegt við það. Ég skil ekki þessar óþarfa athugasemdir á holdafar kvenna þegar þær eru óléttar og í raun bara lífinu almennt. Fjallgangan tveimur dögum fyrir settan dag. Alexandra með föður sínum og systur. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mín upplifun er bara nokkuð góð. Er mjög ánægð með hvað það er vel fylgst með öllu. Eina sem ég myndi vilja ef ég yrði ólétt aftur væri annar sónar eftir 20 vikna sónarinn, bara svona til þess að vita að allt sé í lagi. Finnst óþægileg tilhugsun að fá ekki að sjá barnið neitt hálfa meðgönguna. Ég þurfti að fara í vaxtasónar vegna kúlunnar og einnig var ég með fyrirsæta fylgju, en mér fannst sá sónar gera mjög mikið fyrir mig. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég elskaði að fá mér nýkreistan appelsínusafa, flatkökur með smjöri og osti (það æði er enn til staðar) og svo fór ég nánast hvern einasta laugardag í Bæjarbakarí í Hafnarfirði og keypti mér súkkulaðisnúð með auka súkkulaði. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Við vissum ekki kynið og ætluðum að finna tvö strákanöfn og tvö stelpunöfn. Við fundum mjög snemma nafn fyrir stelpu sem ég skrifaði niður í Notes í símanum mínum, ég var alltaf að dáðst af því. Við ætluðum svo alltaf að klára að finna restina af nöfnunum en það varð aldrei neitt úr því. Ég trúi að það hafi verið ástæða fyrir því enda heitir stelpan okkar þessu nafni í dag. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Fyrstu tólf vikurnar og andlega hliðin. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Allar tilfinningarnar sem eru engu líkar. Að sjá barnið í fyrsta skipti í sónar, að fara í 20 vikna sónarinn og vita að allt væri í góðu standi og svona. Ég elskaði að finna fyrir því að ég væri að búa til nýtt líf og finna fyrir hreyfingum. Mér fannst það líka gera meðgönguna extra skemmtilega og spennandi að vita ekki kynið. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það voru spurningar tengdar kyninu og kúlustærðinni. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á brjóstagjafa- og fæðingarnámskeið hjá 9 mánuðum. Eftir það töluðum við saman um það hvernig ég sæi fæðinguna fyrir mér en við vorum einnig meðvituð um að hún færi bara eins og að hún færi en mér fannst við bæði verða betur stemmd fyrir henni eftir námskeiðin. Þau veittu okkur auka ró og öryggi eða allavega hjá mér. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin gekk mjög vel. Hún var það erfiðasta en trylltasta sem ég hef upplifað. Settur dagur var 18. júní en ég fékk það á tilfinninguna að barnið myndi mæta í kringum sumarsólstöður, mér fannst það eitthvað fallegt enda elska ég falleg sólsetur. Að morgni 20. júní vakna ég til þess að fara á æfingu en finn að ég er eitthvað skrítin og orðin vel þreytt af fyrirvaraverkjum sem ég hafði verið með seinustu tvær vikurnar. Ég tek eftir smá blæðingu þannig að ég hef samband við fæðingardeildina því ég vissi bókstaflega ekkert hvað ég væri að fara út í en þær segja mér að vera bara róleg og vera í bandi ef það er eitthvað. Ég lagði mig yfir daginn, fór í göngutúr, keypti mér ís, horfði á þætti og fékk mér kvöldmat. Þarna sá ég að kennitalan 20.06.20 fjarlægðist óðfluga, haha. Um kvöldið ágerast verkirnir aðeins þannig ég hringi á fæðingardeildina á Akranesi þar sem planið var að fæða. Ég var farin að vera óróleg og vildi vera komin þangað ef það myndi gerast eitthvað meira. Þær sögðust ekki geta tekið við mér fyrr en eftir tvo tíma vegna manneklu sem að reyndist svo bara vera lán í óláni því að ef ég hefði beðið þá hefði ég fætt hana í bílnum. Ég fæ grænt ljós að koma upp á Landspítala en var samt smá efins með að fara strax því að ég gat talað mig í gegnum verkina og hélt að ég væri mögulega bara með einn í útvíkkun. Ég ætlaði því að bíða með að fara en skyndilega er mjög stutt á milli verkja þannig að við leggjum í hann. Á leiðinni á spítalann rétt fyrir miðnætti eru sumarsólstöður og mér líður eins og ég sé í bíómynd. Ég táraðist úr gleði yfir fallegu sólinni og yfir því að stundin sem að ég væri búin að bíða eftir í 9 mánuði væri að renna upp. Tilfinningaþrungin stund á fæðingardeild Landspítalans þegar lítil stelpa mætti í heiminn með hraði. Þegar við komum upp á spítala fer ég í skoðun og það kemur í ljós að ég var byrjuð í virkri fæðingu og fer því beint inn á fæðingarstofu. Þar ætlaði ég að hafa það kósí og fara í bað, taka seinustu bumbumyndina og slaka á. Það var enginn tími fyrir slíkt því að Nathalia Rafney var svo sannarlega að drífa sig í heiminn. Ég er rétt svo komin inn á stofuna þegar ég næ fullri útvíkkun og fæ rembingstilfinningu. Sirka hálftíma seinna kemur í heiminn heilbrigð stúlka í sigurkuflinum kl: 01:19 þann 21.júní. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er erfitt að setja þessa tilfinningu í orð. Hún var svo mögnuð og tryllt og þetta gerðist allt svo hratt. Ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina. Ég var hágrátandi og í svo mikilli geðshræringu yfir því að hafa tekist það að fæða barn og yfir því að hitta loksins þessa fallegu heilbrigðu manneskju sem að við bjuggum til. Ég á einmitt myndir af fæðingunni og mínútunni sem við fáum hana í fangið og ég tárast bara þegar ég skoða þær. Ég er svo innilega þakklát ljósmóðurinni sem fangaði þessi dýrmætu augnablik. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Þessi mikla ást sem maður hafði heyrt um en aldrei upplifað á þennan hátt áður. Ég skil ekki hvað ég var að gera áður en hún kom í heiminn því að hún varð bara lífið mitt. Alexandra segir allt hafa breyst eftir að dóttirin kom í heiminn. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, mér finnst að það megi tala um það að allar kúlur séu fallegar og að engin ein stærð sé rétt. Ég veit um svo margar sem hafa leyft neikvæðum athugasemdum að skemma þessa fallegu upplifun fyrir sér. Svo fékk ég einnig mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvenheilsu. Mér finnst að öll þjónusta og fræðsla fyrir móður eftir fæðingu mætti vera meiri og fyrir feður líka en það er annað mál. Mér finnst eins og allt eftir fæðingu snúist að mestu leyti um barnið og mæðurnar verða einhvern veginn aukaatriði. Maður þarf að sækja sér alla auka þekkingu sjálfur eins og til dæmis þegar kemur að því að jafna sig í saumunum, andlega hliðin, bilið á milli kviðvöðvanna, grindarbotnsæfingar og svo framvegis. Sumar vita einu sinni ekki mikilvægi þessara þátta og að það sé hægt að sækja sér þessa þekkingu en allir þessir þættir geta haft áhrif á konur til frambúðar eftir fæðingu. Finnst þér mikil pressa vera í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég upplifði það ekki sjálf af því að ég tók ákvörðun um það en pressan er vissulega til staðar. Ég keypti þessa stóru hluti sem okkur vantaði eins og vagn og annað eftir að hafa skoðað úrvalið vel. Við áttum kannski tvö til þrjú dress í fyrstu stærðunum og ég er mjög ánægð með þá ákvörðun að versla ekki of mikið af fötum og dóti. Mér fannst ég þurfa að finna út hvað ég fílaði og hentaði okkur áður en við fórum að kaupa meira. Allar búðir eru opnar þegar barnið fæðist og svo koma flestir með fatnað sem sængurgjöf. Falleg fjölskylda - Alexandra segir það hafa tekið tíma að finna jafnvægi í nýju hlutverki sem foreldrar. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, það var mjög krefjandi fyrst. Maður er einhvern veginn kominn í nýtt hlutverk sem maður þekkir ekki og mér fannst ég smá ekki þekkja sjálfa mig. Það er ekki fyrr en hún er sex mánaða sem ég finn mig koma hægt og rólega til baka og finn jafnvægi í nýju hlutverki. Svo koma krefjandi tímar sem reyna á, maður er einhvern veginn bara í mömmu og pabba hlutverkunum og nær lítið að gefa sér tíma fyrir að vera kærustupar. Hún var mjög erfið á kvöldin fram að sirka sjö mánaða aldri og því lítill sem enginn tími fyrir okkur ein saman. Annars finnst mér það fyrst og fremst hafa haft jákvæð áhrif. Við höfum ávallt haft það frammi fyrir okkur að vera liðsheild og mér finnst við enn betra lið eftir að hafa orðið foreldrar. Það sem stendur mest upp úr er að ég er bara enn meira ástfangin af kærastanum mínum eftir að hafa séð hann takast á við föðurhlutverkið. Ég veit ekkert fallegra en þau tvö saman og sambandið þeirra. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Það er erfitt að velja bara eitt. Ég veit að þetta hljómar kannski klisjukennt því við upplifum meðgöngu á mismunandi hátt en ég mæli svo innilega með að njóta meðgöngunnar. Taka myndir af kúlunni og ykkur með börnin eftir að það er komið í heiminn. Það er svo ótrúlega dýrmætt að eiga þessar minningar. Að hlusta alltaf á eigið innsæi og standa fast á þínu. Og síðast en ekki síst ekki gleyma að rækta sjálfa þig andlega og líkamlega. Þú ert ekki bara mamma. Nathalia Rafney níu mánaða krútt.
Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál „Þegar ég sá hana var ég bara: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig!“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira