Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 13:18 Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan sex í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadala. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Geldingadölum nú fyrir stundu. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Sjá meira
„Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Sjá meira