Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 14:51 Niðurstöðu dómara er að vænta í dag. Getty/ Erik McGregor Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál. Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál.
Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09
Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58
Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20