Titlar sig vafaþingmann Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 14:59 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Erlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Allir flokkar innan frávika nema Flokkur fólksins í könnunum Fjögur rán, ofbeldi gegn unglingum og úðabrúsaárás Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Sjá meira
Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Erlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Allir flokkar innan frávika nema Flokkur fólksins í könnunum Fjögur rán, ofbeldi gegn unglingum og úðabrúsaárás Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Sjá meira