Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 23:24 Hekla er með umboðið fyrir Audi á Íslandi. Já.is Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Baldur Gísli til Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Baldur Gísli til Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira