Kórónuveiran í sókn í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 19:03 Mikil aukning hefur verið í fjölgun smitaðra í Evrópu. Tempura/Getty Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37