Heimsleiðtogar uggandi yfir kjarnorkuáætlun Írana Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 23:26 Boris Johnson, Emmanuel Macron, Angela Merkel og Joe Biden fyrir fund leiðtoganna í dag. Stefan Rousseau/Getty Images Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og Frakklands segjast hafa miklar og stígvaxandi áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írans. Leiðtogarnir ræddu málið á G20 fundinum í Róm í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að gengið verði aftur að samningaborðinu með Íran til að láta reyna á hvort ekki sé hægt að taka aftur upp samkomulag um kjarnorku sem gert var árið 2015. AP fréttastofan greinir frá. Hann ásamt öðrum leiðtogum hafi varað Írani við því að hröð og ögrandi skref landsins í átt að þróun kjarnorkuvopna settu samkomulagið í uppnám. Einn samningsskilmála frá 2015 er að kjarnorkuáætlun Írans sé aldrei nær þróun kjarnorkuvopna en eitt ár. Í tilkynningu leiðtoganna fjögurra í kjölfar fundarins í dag segir að þeir hafi „áréttað staðfestu sína að því markmiði að Íran geti aldrei þróað eða eignast kjarnorkuvopn.“ Íranir hafa ekki staðfest hvenær samningaviðræður muni hefjast en hafa þó sagt að það verði fyrir lok næsta mánaðar. Í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sögðu Bandaríkin sig einhliða úr samkomulaginu. Síðan þá hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Íran Bandaríkin Bretland Þýskaland Frakkland Kjarnorka Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að gengið verði aftur að samningaborðinu með Íran til að láta reyna á hvort ekki sé hægt að taka aftur upp samkomulag um kjarnorku sem gert var árið 2015. AP fréttastofan greinir frá. Hann ásamt öðrum leiðtogum hafi varað Írani við því að hröð og ögrandi skref landsins í átt að þróun kjarnorkuvopna settu samkomulagið í uppnám. Einn samningsskilmála frá 2015 er að kjarnorkuáætlun Írans sé aldrei nær þróun kjarnorkuvopna en eitt ár. Í tilkynningu leiðtoganna fjögurra í kjölfar fundarins í dag segir að þeir hafi „áréttað staðfestu sína að því markmiði að Íran geti aldrei þróað eða eignast kjarnorkuvopn.“ Íranir hafa ekki staðfest hvenær samningaviðræður muni hefjast en hafa þó sagt að það verði fyrir lok næsta mánaðar. Í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sögðu Bandaríkin sig einhliða úr samkomulaginu. Síðan þá hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn.
Íran Bandaríkin Bretland Þýskaland Frakkland Kjarnorka Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sjá meira