Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 21:00 Þórólfur Guðnason og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Sóttvarnalæknir vill að stjórnvöld komi sér saman um milliveg í sóttvarnamálum til frambúðar, en telur síðra að ætla sér að slaka á og herða til skiptis. Reynslan sýni hvað tilslakanir hafi í för með sér - í því efni eigi menn að forðast að láta óskhyggju bera sig ofurliði. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. Þórólfur Guðnason telur að með um það bil 80-90 smitum á dag taki það enn nokkur ár að ná fram náttúrulegu hjarðónæmi á Íslandi, nema ef betri vörn fæst með nýjum bóluefnum. Því þurfi stjórnmálamenn að ræða það alvarlega hvernig hátta skuli málum hér á komandi tímum. „Ég held að á meðan við erum í þessum sporum og með þennan árangur í bólusetningum sem við erum með núna og faraldurinn í gangi erlendis, þá þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir ef við ætlum ekki að yfirkeyra kerfið okkar hér innanlands,“ segir sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir skýrði málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Mjög langt í náttúrulegt hjarðónæmi Þar sem engin merki eru að sögn Þórólfs um að Covid sé á förum, er tillaga hans að feta milliveg í takmörkunum; ekki of mikið en ekki of lítið heldur, svo að bylgja geti tekið sig upp og yfirkeyrt sjúkrahúsin. „Síðan geta menn náttúrulega farið í þann leik að herða og slaka en ég held að menn þurfi að ræða það alvarlega hvernig þeir vilja hafa þetta næstu mánuði eða jafnvel ár, þar til nægilegt ónæmi hefur skapast,“ segir Þórólfur. Við náum sem sagt ekki tökum á veirunni fyrr en við náum ónæmi í samfélaginu og á þessari stundu erum við langt frá langþráðu hjarðónæmi. Hér innanlands hafa 13.739 greinst með veiruna, þ.e. 3,8% þjóðarinnar. Hjarðónæmi miðast við 60-70% og því verður ekki náð með þeim bóluefnum sem nú eru til, þar sem þau veita ekki nema 50% vörn fyrir smiti af veirunni. Náttúrulegt ónæmi eftir sýkingu er mun sterkara og til þess að ná því upp í hjarðónæmisviðmið þyrftum við tæp níu ár af stöðugum 70 smitum á dag. En í millitíðinni gæti auðvitað margt breyst. En er að þínu mati ekki raunhæft að styrkja Landspítalann svo mikið að við getum bara í raun og veru látið allt flakka? „Nei, ég held að það muni einhvern tíma, að bæta spítalakerfið þannig að við getum bara látið veiruna ganga lausri hér um samfélagið og fá 2% af öllum smituðum hér inn á spítalann,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur að með um það bil 80-90 smitum á dag taki það enn nokkur ár að ná fram náttúrulegu hjarðónæmi á Íslandi, nema ef betri vörn fæst með nýjum bóluefnum. Því þurfi stjórnmálamenn að ræða það alvarlega hvernig hátta skuli málum hér á komandi tímum. „Ég held að á meðan við erum í þessum sporum og með þennan árangur í bólusetningum sem við erum með núna og faraldurinn í gangi erlendis, þá þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir ef við ætlum ekki að yfirkeyra kerfið okkar hér innanlands,“ segir sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir skýrði málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Mjög langt í náttúrulegt hjarðónæmi Þar sem engin merki eru að sögn Þórólfs um að Covid sé á förum, er tillaga hans að feta milliveg í takmörkunum; ekki of mikið en ekki of lítið heldur, svo að bylgja geti tekið sig upp og yfirkeyrt sjúkrahúsin. „Síðan geta menn náttúrulega farið í þann leik að herða og slaka en ég held að menn þurfi að ræða það alvarlega hvernig þeir vilja hafa þetta næstu mánuði eða jafnvel ár, þar til nægilegt ónæmi hefur skapast,“ segir Þórólfur. Við náum sem sagt ekki tökum á veirunni fyrr en við náum ónæmi í samfélaginu og á þessari stundu erum við langt frá langþráðu hjarðónæmi. Hér innanlands hafa 13.739 greinst með veiruna, þ.e. 3,8% þjóðarinnar. Hjarðónæmi miðast við 60-70% og því verður ekki náð með þeim bóluefnum sem nú eru til, þar sem þau veita ekki nema 50% vörn fyrir smiti af veirunni. Náttúrulegt ónæmi eftir sýkingu er mun sterkara og til þess að ná því upp í hjarðónæmisviðmið þyrftum við tæp níu ár af stöðugum 70 smitum á dag. En í millitíðinni gæti auðvitað margt breyst. En er að þínu mati ekki raunhæft að styrkja Landspítalann svo mikið að við getum bara í raun og veru látið allt flakka? „Nei, ég held að það muni einhvern tíma, að bæta spítalakerfið þannig að við getum bara látið veiruna ganga lausri hér um samfélagið og fá 2% af öllum smituðum hér inn á spítalann,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Sjá meira
Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23
Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21