Auglýstu og voru komin með þrjátíu manna hóp eftir klukkustund Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 19:34 Vífill Ari er á meðal læknanema sem hefur skráð sig til leiks í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar. Það veitir ekki af. Vísir Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeilarinnar, sem bar undraverðan árangur. „Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Fréttin öll Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Sjá meira
„Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Fréttin öll Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Sjá meira
Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00