Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. desember 2021 06:55 Gert er ráð fyrir að Willum Þór Þórsson heilbrigðissráðherra greini frá nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Fleiri fréttir Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Sjá meira