Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 11:25 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00
„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12