Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 23. janúar 2022 13:01 Andrea Eyland sem heldur utan um Kviknar samfélagið. Vísir/Sigurjón Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. Andrea Eyland sem heldur utan um Kviknar samfélagið vakti athygli á geðheilsu barna í faraldrinum á samfélagsmiðli sínum. Hún ræddi það hvernig sóttkví og einangrun síðustu ár hafa farið með geðheilsu þeirra og er með áhyggjur af framtíðinni. Hún segist hafa farið inn á hálfgert sprengjusvæði með umræðunni og skilaboðin sem hún fékk í kjölfarið voru mörg. Hún segist hafa fundið þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin sem henni bárust, foreldrar hafa áhyggjur af börnunum og sjálfum sér. ,,Þetta er ekki keppni í þjáningum og við verðum að geta talað saman og hlustað á hvernig öllum líður án þess að bera saman hver hefur það verst og það er bara ótrúlega mikilvægt að foreldrar standi saman alveg sama við hvaða aðstæður hvert og eitt barn býr“ segir Andrea. Hún segir foreldra oft ekki þora að kvarta yfir aðstæðunum þar sem það er alltaf einhver sem bendir þér á að aðrir hafi það verra og því ættir þú ekki að vera að kvarta. Allt að árs bið eftir þjónustu fyrir mál sem eru ekki í forgangi.Getty/ Ableimages Gríðarlegur fjöldi barna í einangrun eða sóttkví. Í vikunni voru um helmingur smitaðra börn og var því gríðarlegur fjöldi barna í einangrun eða sóttkví. Sjálf var Andrea í einangrun þegar hún opnaði á umræðuna og er hún með sérstakar áhyggjur af börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir, eitthvað þurfi að breytast. Andrea skilur ekki af hverju það sé ekki verið að gera meira til að tryggja geðheilbrigði barna og aðgang að þeirri þjónustu sem þarf. ,,Ég held að þau hljóti að átta sig á því að þetta er bara mjög eðlileg krafa fyrir samfélagið að börn hafi aðgengi að sálfræðiþjónustu og sérstaklega á tímum eins og hafa verið núna“ segir Andrea um stjórnvöld. ,,Staðreyndin er bara sú að álagið hefur greinilega aukist frá því að heimsfaraldurinn hófst“ segir hún og vísar þar til lengdra biðlista. Allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð fyrir börn Barnasálfræðingar finna fyrir mikilli þörf á sálfræðiþjónustu og hafa biðlistar lengst töluvert á síðustu tveimur árum. „Hann var í kringum átta til tíu vikur, svona sirka þrír mánuðir“ segir Sturla Brynjólfsson barnasálfræðingur um biðlistann hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni í upphaf ársins 2020. „Ég held að hann sé núna um átta til tíu mánuðir“ segir hann um stöðuna í dag. Barnasálfræðingurinn Sturla BrynjólfssonVísir/Sigurjón Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, sem þó er ekki niðurgreidd. Sömu sögu má segja um aðrar einkareknar stofur en á Sálstofunni er biðin um það bil ár og hjá Sól átta til níu mánuðir. Heilsugæslan býður upp á fría sálfræðiþjónustu fyrir börn og hefur verið að efla þá þjónustu síðustu ár. Þar fá þyngstu málin forgang, eins og sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir en biðlistinn getur verið upp undir ár, líkt og á einkareknu stofunum. Lenging biðlista síðustu tvö ár er að öllum líkindum meðal annars komin til vegna aðstæðna í samfélaginu. Hópúrræði hafa verið takmörkuð, skjólstæðingar og starfsmenn hafa lent í sóttkví og einangrun en það lengir meðferðina. Einnig hefur ástandið í samfélaginu aukið þörfina á aðstoð. Börn þurfa aðstoð við að komast aftur í rútínu Katrín Mjöll Halldórsdóttir barnasálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðastöðinni segist hafa fundið fyrir því í faraldrinum að upphaflega hafi verið meira um kvíða en núna sé depurð að aukast. „Við héldum í upphafi að þetta væri tímabundið ástand en núna eru liðin tvö ár og maður undirbýr sig allt öðruvísi fyrir langhlaup en spretthlaup" segir hún um upphafið á faraldrinum. Það hafi verið meiri óvissa í byrjun en núna sé fólk orðið langþreytt. Katrín Mjöll Halldórsdóttir barnasálfræðingur.Vísir/Sigurjón Sturla hefur áhyggjur af brottfalli barna úr tómstundum og hvetur foreldra til að hjálpa börnum aftur í rútínu þegar færi gefst. Hann segir börn oft eiga erfitt með að snúa aftur í íþróttir og líði eins og þau séu ekki í sama formi og þau voru áður. Einnig finnst börnunum það oft tilgangslaust að byrja aftur þegar tilslakanir verða á sóttvarnarreglum þar sem þau telji að stutt sé í næstu niðurfellingar á starfi. Hann bendir foreldrum á að hvetja börnin áfram og vera góðar fyrirmyndir og byrja að sinna sínum áhugamálum aftur þegar færi gefst. Þannig geta börnin áttað sig á því að lífið sé að byrja aftur eftir rútínuleysið síðustu ár. Þau Katrín, Sturla og Nína Björg sem starfa öll hjá Litlu kvíðameðferðastöðinni byrjuðu nýlega með hlaðvarpið Kvíðakastið þar sem þau gefa foreldrum ýmis ráð í tengslum við geðheilsu barna. Nína Björg Arnarsdóttir, Sturla Brynjólfsson og Katrín Mjöll Halldórsdóttir.Vísir/Sigurjón Margþættur vandi Aðspurð hvar vandinn liggur segir Andrea hann vera margþættan. ,,Samkvæmt foreldrum er vandinn margþættur, það vantar að sjálfsögðu fjármagn. Ég átta mig á að það er verið að berjast um peninginn en ég held að það sé mjög eðlileg krafa að við fáum niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir börn“ segir Andrea. Henni finnst áherslan fyrst og fremst sett á líkamlega heilsu. „Þar liggur svolítið áherslan, það er að passa upp á þau sem verða líkamlega veik og svo á bara að díla við andlegu heilsuna seinna“ Ljóst er að það mun taka tíma að stytta biðlistana sem hafa verið að hrannast upp, segir Sturla um ástandið sem hefur myndast. Geðheilbrigði Heilsa Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt að ársbið eftir sálfræðingi Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. 26. október 2021 22:00 Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu 4. september 2021 08:31 Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. 27. apríl 2020 13:28 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Andrea Eyland sem heldur utan um Kviknar samfélagið vakti athygli á geðheilsu barna í faraldrinum á samfélagsmiðli sínum. Hún ræddi það hvernig sóttkví og einangrun síðustu ár hafa farið með geðheilsu þeirra og er með áhyggjur af framtíðinni. Hún segist hafa farið inn á hálfgert sprengjusvæði með umræðunni og skilaboðin sem hún fékk í kjölfarið voru mörg. Hún segist hafa fundið þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin sem henni bárust, foreldrar hafa áhyggjur af börnunum og sjálfum sér. ,,Þetta er ekki keppni í þjáningum og við verðum að geta talað saman og hlustað á hvernig öllum líður án þess að bera saman hver hefur það verst og það er bara ótrúlega mikilvægt að foreldrar standi saman alveg sama við hvaða aðstæður hvert og eitt barn býr“ segir Andrea. Hún segir foreldra oft ekki þora að kvarta yfir aðstæðunum þar sem það er alltaf einhver sem bendir þér á að aðrir hafi það verra og því ættir þú ekki að vera að kvarta. Allt að árs bið eftir þjónustu fyrir mál sem eru ekki í forgangi.Getty/ Ableimages Gríðarlegur fjöldi barna í einangrun eða sóttkví. Í vikunni voru um helmingur smitaðra börn og var því gríðarlegur fjöldi barna í einangrun eða sóttkví. Sjálf var Andrea í einangrun þegar hún opnaði á umræðuna og er hún með sérstakar áhyggjur af börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir, eitthvað þurfi að breytast. Andrea skilur ekki af hverju það sé ekki verið að gera meira til að tryggja geðheilbrigði barna og aðgang að þeirri þjónustu sem þarf. ,,Ég held að þau hljóti að átta sig á því að þetta er bara mjög eðlileg krafa fyrir samfélagið að börn hafi aðgengi að sálfræðiþjónustu og sérstaklega á tímum eins og hafa verið núna“ segir Andrea um stjórnvöld. ,,Staðreyndin er bara sú að álagið hefur greinilega aukist frá því að heimsfaraldurinn hófst“ segir hún og vísar þar til lengdra biðlista. Allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð fyrir börn Barnasálfræðingar finna fyrir mikilli þörf á sálfræðiþjónustu og hafa biðlistar lengst töluvert á síðustu tveimur árum. „Hann var í kringum átta til tíu vikur, svona sirka þrír mánuðir“ segir Sturla Brynjólfsson barnasálfræðingur um biðlistann hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni í upphaf ársins 2020. „Ég held að hann sé núna um átta til tíu mánuðir“ segir hann um stöðuna í dag. Barnasálfræðingurinn Sturla BrynjólfssonVísir/Sigurjón Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, sem þó er ekki niðurgreidd. Sömu sögu má segja um aðrar einkareknar stofur en á Sálstofunni er biðin um það bil ár og hjá Sól átta til níu mánuðir. Heilsugæslan býður upp á fría sálfræðiþjónustu fyrir börn og hefur verið að efla þá þjónustu síðustu ár. Þar fá þyngstu málin forgang, eins og sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir en biðlistinn getur verið upp undir ár, líkt og á einkareknu stofunum. Lenging biðlista síðustu tvö ár er að öllum líkindum meðal annars komin til vegna aðstæðna í samfélaginu. Hópúrræði hafa verið takmörkuð, skjólstæðingar og starfsmenn hafa lent í sóttkví og einangrun en það lengir meðferðina. Einnig hefur ástandið í samfélaginu aukið þörfina á aðstoð. Börn þurfa aðstoð við að komast aftur í rútínu Katrín Mjöll Halldórsdóttir barnasálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðastöðinni segist hafa fundið fyrir því í faraldrinum að upphaflega hafi verið meira um kvíða en núna sé depurð að aukast. „Við héldum í upphafi að þetta væri tímabundið ástand en núna eru liðin tvö ár og maður undirbýr sig allt öðruvísi fyrir langhlaup en spretthlaup" segir hún um upphafið á faraldrinum. Það hafi verið meiri óvissa í byrjun en núna sé fólk orðið langþreytt. Katrín Mjöll Halldórsdóttir barnasálfræðingur.Vísir/Sigurjón Sturla hefur áhyggjur af brottfalli barna úr tómstundum og hvetur foreldra til að hjálpa börnum aftur í rútínu þegar færi gefst. Hann segir börn oft eiga erfitt með að snúa aftur í íþróttir og líði eins og þau séu ekki í sama formi og þau voru áður. Einnig finnst börnunum það oft tilgangslaust að byrja aftur þegar tilslakanir verða á sóttvarnarreglum þar sem þau telji að stutt sé í næstu niðurfellingar á starfi. Hann bendir foreldrum á að hvetja börnin áfram og vera góðar fyrirmyndir og byrja að sinna sínum áhugamálum aftur þegar færi gefst. Þannig geta börnin áttað sig á því að lífið sé að byrja aftur eftir rútínuleysið síðustu ár. Þau Katrín, Sturla og Nína Björg sem starfa öll hjá Litlu kvíðameðferðastöðinni byrjuðu nýlega með hlaðvarpið Kvíðakastið þar sem þau gefa foreldrum ýmis ráð í tengslum við geðheilsu barna. Nína Björg Arnarsdóttir, Sturla Brynjólfsson og Katrín Mjöll Halldórsdóttir.Vísir/Sigurjón Margþættur vandi Aðspurð hvar vandinn liggur segir Andrea hann vera margþættan. ,,Samkvæmt foreldrum er vandinn margþættur, það vantar að sjálfsögðu fjármagn. Ég átta mig á að það er verið að berjast um peninginn en ég held að það sé mjög eðlileg krafa að við fáum niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir börn“ segir Andrea. Henni finnst áherslan fyrst og fremst sett á líkamlega heilsu. „Þar liggur svolítið áherslan, það er að passa upp á þau sem verða líkamlega veik og svo á bara að díla við andlegu heilsuna seinna“ Ljóst er að það mun taka tíma að stytta biðlistana sem hafa verið að hrannast upp, segir Sturla um ástandið sem hefur myndast.
Geðheilbrigði Heilsa Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt að ársbið eftir sálfræðingi Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. 26. október 2021 22:00 Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu 4. september 2021 08:31 Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. 27. apríl 2020 13:28 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Innlent Fleiri fréttir Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Allt að ársbið eftir sálfræðingi Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. 26. október 2021 22:00
Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu 4. september 2021 08:31
Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. 29. janúar 2021 17:00
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. 27. apríl 2020 13:28