Lilja heimsótti Pussy Riot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2022 10:31 Ráðherra með meðlimum sveitarinnar. Stjórnarráðið Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni. Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni.
Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14