Töluvert dregið úr hraunflæði frá því í gær Ritstjórn Vísis skrifar 4. ágúst 2022 06:42 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson stökk beint upp í flugvél þegar hann heyrði af upphafi eldgossins í gær. Hann náði mörgum stórfenglegum ljósmyndum á borð við þessa. Vísir/rax Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Erlent Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Innlent Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Erlent Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna hvirfilbylsins Chido Erlent Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Sjá meira